Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGVeisluþjónusta MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 20158 BARNVÆNAR VEISLUR Í þeim veislum sem börn mæta í með foreldrum sínum er sniðugt að gera ráð fyrir einhverri afþrey- ingu fyrir þau. Þannig njóta þau sín betur og foreldrarnir um leið. Það þarf ekki að vera svo flókið að setja upp lítið leikhorn í einu horni stofunnar til dæmis, þar má setja stóla og lítið borð og hafa á því litabækur og liti, einhverja kubba og annað smádót. Þá er góð hugmynd að líma pappír yfir allt borðið og leyfa börnunum svo að lita eins og þau vilja. Eldri börnin þurfa líka afdrep fyrir sig og ef pláss leyfir er sniðugt að hafa eitt herbergi handa þeim þar sem til dæmis væri hægt að horfa á sjónvarp eða hlusta á tónlist. Einnig er sniðugt að hafa ein- hverja barnvæna rétti á matar- borðinu sem er auðvelt fyrir þau minnstu að borða sjálf, til dæmis niðurskorna ávexti og grænmeti, litlar brauðbollur með einhverju gómsætu áleggi og niðurskornar tortillur. DÝRAR VEISLUR Þær eru misstórar og dýrar veisl- urnar sem veisluþjónustur þurfa að takast á við. Dýrustu brúðkaup veraldar kosta svo sannarlega skildinginn og ljóst að á bak við þau liggur mjög mikil og tímafrek vinna hjá skipuleggjendum. Dýr- asta brúðkaup sögunnar er talið vera brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu árið 1981 en kostnaðurinn hljóp á 14,5 milljörðum króna á núvirði. Boðið var upp á 28 brúðkaupstertur í veislunni en aðaltertan var einn og hálfur metri á hæð. Heiðurinn að næstdýrasta brúð- kaupi sögunnar eiga brúðhjón sem eru nær óþekkt hérlendis. Um er að ræða Vanisha Mittal, sem er dóttir indverska iðnjöfurs- ins Lakshmi Mittal, og fjárfestinn Amit Bhatia. Brúðkaup þeirra fór fram í Frakklandi árið 2005 og stóð yfir í fimm daga. Það kostaði um 8,7 milljarða króna. Breska konungsfjölskyldan á annan fulltrúa í þriðja sæti listans en brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, kostaði um 4,5 milljarða króna. Stór hluti þeirrar upphæðar fór í öryggisgæslu í tengslum við brúðkaupið sem fór fram árið 2011. Í fjórða sæti listans er breska knattspyrnustjarnan Wayne Rooney sem giftist æskuástinni sinni, Coleen McLoughlin, árið 2008. Brúðkaupið stóð yfir í nokkra daga og fór fram á Ítalíu. Kostnaðurinn var rúmlega einn milljarður. Dýrasta brúðkaup sögunnar fór fram árið 1981. VÍNIÐ Í BRÚÐKAUPINU Léttvín er á boðstólum í flestum brúðkaupum í dag. Á vefsíðu Vínbúðarinnar er að finna góðar ráðleggingar um val á víni og því magni sem þarf. Þannig er mælt með því að freyðivínið sem margir kjósa í fordrykk sé þurrt eða hálfþurrt þar sem það komi munn- vatnskirtlunum af stað. Reikna megi með að freyðivínsflaskan dugi í 7-8 glös og gott sé að reikna með tveimur til þremur glösum á mann. Magn léttvína í veislu fer dálítið eftir því hve lengi veislan stendur. Venjan er að reikna með hálfri flösku á mann og bæta síðan við öryggismörkum. Ágætt er að taka ríflegt magn þar sem alltaf er hægt að skila því sem eftir stendur ef nótunni er haldið til haga. Ýmislegt þarf að hafa í huga við val á víni með mat. Fyrst af öllu þurfa gestgjafar að vera ánægðir með það og í öðru lagi þarf það að höfða til þorra gesta og falla að þeim mat sem boðið er upp á. Hægt er að leita ráða hjá starfsfólki Vínbúðanna við valið. Ef boðið er upp á bjór þegar borðhaldi lýkur er vanalegt að reikna með um lítra á mann. Sumir vilja bjóða upp á líkjör með kaffinu. Gert er ráð fyrir að 70 cl flaska dugi fyrir ríflega 15 manns. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 C -8 2 A C 1 7 7 C -8 1 7 0 1 7 7 C -8 0 3 4 1 7 7 C -7 E F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.