Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 20

Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 20
 | 2 21. janúar 2015 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 9,4% frá áramótum HB GRANDI 2,7% í síðustu viku MESTA LÆKKUN BANK NORDIC -2,9% frá áramótum BANK NORDIC -2,9% í síðustu viku 7 7 0 Rekstrarvörur Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 101,0 -2,9% -2,9% Eimskipafélag Íslands 238,00 0,4% -1,4% Fjarskipti (Vodafone) 37,90 8,3% 1,5% Hagar 43,20 6,8% 0,7% HB Grandi 36,50 8,0% 2,7% Icelandair Group 22,85 6,8% -1,5% Marel 142,50 3,3% -1,7% N1 23,40 0,9% -1,5% Nýherji 5,05 -2,5% -1,0% Reginn 14,50 7,0% 0,3% Sjóvá 11,72 -1,9% -0,8% Tryggingamiðstöðin 27,55 4,8% 2,2% Vátryggingafélag Íslands 9,16 1,2% 0,3% Össur 395,00 9,4% 1,3% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.374,59 4,9% -0,5% First North Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 22,90 1,3% 1,8% Sláturfélag Suðurlands 1,85 0,0% 0,0% Save the Children á Íslandi Sk jó ða n SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. ÞAÐ VAKTI ATHYGLI á dögunum, skömmu eftir að peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands lækk- aði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðla- bankanum, að Arion banki skyldi til- kynna hækkun á nafnvöxtum verð- tryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvext- ir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. ÍSLENSKIR BANKAR hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjón- ustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalönd- um og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undan- förnum árum og misserum stórhækk- að þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfi sins í heild. Hár fjármagnskostnaður stend- ur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfest- ingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. ALKUNNA ER að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslend- inga hefur á undanförnum árum horfi ð af vinnumarkaði. Margir hafa fl utt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfi r á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og van- máttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í mikl- um útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. STÓR HLUTI VANDANS stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamark- aði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hag- kerfi ð af og inni í þessu lokaða hag- kerfi er svo bankakerfi , sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breyt- inga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitend- um að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríð- arlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðla- bankans. Voru vextirnir þó fyrir tals- vert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. VEXTIR OG ÞJÓNUSTUGJÖLD íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni. Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðl- un fjárhagsupplýsinga í Vestur- afríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríf- lega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarek- ið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðild- arríki Vesturafríska myntbanda- lagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og sam- starfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Cred- itinfo hafi unnið fi mm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtæk- ið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfi rleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vest- ur-Afríku var Þróunarbanki Afr- íku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Cred itinfo á lánshæfi smatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir doll- ara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þró- unar samvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tækni- legra innviða, ekki síst í fjármála- kerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík Creditinfo semur um nýtt verkefni í Afríku Umsvif Creditinfo aukast með samningi sem gerður hefur verið um miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. FORSTJÓRINN Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfis- matskerfi í 50 löndum árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kerfi eru nauðsynlegur hluti fjár- málakerfa og án þeirra er erfi tt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 13 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niður- stöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vestur- afríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá. jonhakon@frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR Fasteignaskrá Upplýsingar um leiguverð húsnæðis Hagstofan Vinnumarkaður í desember 2014 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR Hagstofan Vísitala kaupmáttar launa í desember 2014 Hagstofan Mánaðarleg launa- vísitala í desember 2014 Hagstofan Vísitala lífeyrisskuldbind- inga í desember 2014 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR Lánamál ríkisins Útboð ríkisbréfa 2015 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR Fasteignaskrá Viðskipti með atvinnuhúsnæði í desember 2014 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -8 2 A C 1 7 7 C -8 1 7 0 1 7 7 C -8 0 3 4 1 7 7 C -7 E F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.