Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 22
 | 4 21. janúar 2015 | miðvikudagur UPPLÝSINGATÆKNI Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is Advania á Íslandi er eitt 20 fyrir- tækja í heiminum sem vinna með Microsoft að uppsetningu umhverf- is tölvuskýja þar sem fyrirtækjum er boðin vistun og hýsing á bæði forritum og gögnum. Fyrirtækið varð ofan á í vali Microsoft þar sem margir voru um hituna og því með þeim fyrstu til að fá Cloud Solutions Provider viðurkenningu Microsoft. Til stendur að Advania kynni fyrir- tækjum hér þjónustuna seinni part vikunnar. „Við erum mjög stolt af þessu,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania. „Fyrst og fremst er það mikill heiður fyrir fyrirtækið að vera valið einn af þessum tuttugu samstarfsaðilum Microsoft í skýja- lausnum í heiminum. Við lítum á það sem heiður bæði fyrir okkur hér á Íslandi, en ekki síður fyrir okkur sem norrænt fyrirtæki því við getum boðið þessar lausnir á Norðurlöndunum.“ Gestur segir að núna geti Advania boðið viðskiptavinum sínum aðgang að Microsoft-þjónustum með öðrum hætti en áður hafi verið mögulegt. „Og í því felast mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar.“ Með vistun gagna og rekstri hug- búnaðar í tölvuskýjum segir Gest- ur skrefið tekið til framtíðarsýn- ar sem talað hafi verið um í rúman áratug. „Við fær- umst stöðugt nær þeim tíma að það heyri sögunni til að fólk sæki for- rit niður tölvurnar sínar, heldur vinni á forritum sem vistuð eru í skýinu, með öllum þeim kostum sem því fylgir, bæði varðandi aðgengi, öryggi og hagkvæmni. Það hefur gríðarmikið gerst í þessum málum síðustu tvö til þrjú ár upp á að gera þessar lausnir jafn góðar og mörg- um tilfellum betri en þegar fólk er með forritin í tölvunni.“ Með því að nýta skýið segir Gestur mögu- leika fyrirtækja á hagræðingu í rekstri stóraukast. „Það er gríðar- lega mikilvægt því þá er verið að kaupa þessa þjónustu alla í áskrift. Ef fyrirtæki er til dæmis með mikið af sumarstarfsmönnum þá er hægt kaupa forrit og annað sem nauð- synlegt er vegna þess, en draga svo aftur saman þegar sumri lýkur.“ Meðal þess sem boðið er upp á í skýjaumhverfi Microsoft er hýsing tölvukerfa, gagnahýsing og aðgang- ur að viðskiptahugbúnaði á borð við Microsoft Dynamics NAV bókhalds- kerfi og Offi ce 356 hugbúnaðarvönd- ulinn. Öll gögn, kerfi og hugbúnaður eru hýst hjá Advania á Íslandi. GESTUR G. GESTSSON Advania eitt 20 fyrstu með skýjalausnina Advania er með fyrstu fyrirtækjum heims til að fá Cloud OS vottun Microsoft. Tæki- færi fyrir viðskiptavini Advania og fyrir- tækið sjálft á Norðurlöndum og hér heima. Í GAGNAVERI ADVANIA Advania vinnur með Microsoft að uppsetningu skýjaumhverfis. Með að- gangi fyrirtækja að forritum og gögnum í skýi segir Advania kostnað þeirra fara úr því að vera fjárfestingakostnaður og hann verði í staðinn fyrirsjáanlegur rekstrarkostnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dagskrá fundarins 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.13. gr. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til að unnt sé að tilkynna málið á dagskrá sem lögð verður fram viku fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 6. febrúar 2015. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðis réttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð eða b) greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 30. janúar 2015. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 6. febrúar 2015. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hluta félagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framboð til stjórnar á heimasíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Reykjavík, 20. janúar 2015, stjórn Nýherja hf. BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 WWW.NYHERJI.IS föstudaginn 13. febrúar kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins Borgartúni 37 AÐALFUNDUR NÝHERJA HF. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á www.nyherji.is. Fríverslunarsamningurinn við Kína sem gildi tók í fyrrasumar nýtist flestum minni verslunum alls ekki. Á þetta bendir Svava Jóhansen, stofnandi og eigandi NTC, sem á og rekur fjölda tískuverslana. Svava segir að til þess að ná fram þeirri 15 prósenta lækkun á vöruverði sem samningurinn eigi að skila verði verslanir að flytja sjálfar inn beint frá Kína. „Allur okkar varningur er merkja vara í ódýrari og meðal- verðum og svo dýrari,“ segir hún. Hluti af framleiðslunni sé fram- leiddur fyrir NTC og sendur beint og það skili sér í lægra verði og meiri sölu hér heima. En hafi fram- leiðslan viðkomu í Evrópulandi á leiðinni hingað þá leggist á hana tvöfaldur tollur; fyrst tollur ESB á varning frá Kína og svo toll- ur aftur á Íslandi á varning frá ESB. „Ég hefði gjarnan viljað sjá afnumda tolla þegar varan fer í gegn um Evrópu,“ segir Svava. „Fríverslunin við Kína er eigin- lega bara fyrsta skrefið, en nýtist flestum minni verslunum og minni fyrirtækjum alls ekki. Þetta nýtist okkur hins vegar því við erum að láta framleiða töluvert fyrir okkur sjálf.“ Minni fyrirtækin séu í raun verr stödd því þau þurfi í kjölfarið að kljást við meiri samkeppni. Hvað varðar kaup á fatnaði frá Kína í tengslum við vefverslanir á borð við AliExpress segist Svava ekki hafa orðið vör við að þau við- skipti hafi haft áhrif á verslanir NTC. Netverslun færist hins vegar í vöxt eins og fyrirtækið finni sjálft fyrir með tilkomu eigin vefversl- unar fyrir skömmu. Hún hafi verið stigvaxandi og sendar séu vörur á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. „Ég held að fólk úti á landi sé komið lengra í að versla á netinu, sérstaklega ef það býr þar sem langt er í stærri verslanir,“ segir hún og eins finnist sumum betra að spara tíma og panta sér hluti á netinu. „Það er hins vegar örugglega heilmikið keypt frá Kína eins og tölur frá Póstinum sýna,“ segir Svava og telur eflaust um einhverja samkeppni að ræða við sínar versl- anir, en svo geti líka verið að fólk sé frekar að kaupa barnaföt og annan varning sem ekki sé til hjá verslunum NTC. Svava segir að enn sem komið er sé samkeppni frá verslunarferð- um fólks til útlanda sterkari þegar kemur að fatnaði. Því sé til dæmis fleygt að 40 prósent íslenskrar barnafataverslunar eigi sér stað utan landsteinanna og 20 prósent fataverslunar. Þar eigi verslanir H&M stóran hlut. Dagný Jónsdóttir, sem í fyrravor skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um frí- verslun við Kína, segir pakka þurfa að millilenda á tollfríu svæði í Evr- ópu, eigi fríverslunin að skila sér, fari sendingar ekki beint hingað frá Kína. „ESB er ekki með fríversl- unarsamning við Kína,“ segir hún. Því fari eftir tollareglum hverju sinni hvaða álögur leggist á vör- urnar. Hins vegar séu í gangi við- ræður á milli Evrópu og Kína um fríverslun, en slíkir samningar séu misvíðtækir og því erfitt að geta sér til um möguleg áhrif hans náist saman. SVAVA JOHANSEN Í KÍNA Starfsmaður Alibaba, sem á póstverslunina AliExpress, á vappi um sam- eiginlegt rými starfsmanna í höfuðstöðvum fyrirtkæisins í Hangzhou í Kína. NORDICPHOTOS/AFP Áhrifa aukinnar póstverslunar við Kína eftir gildistöku fríverslunarsamnings í fyrrasumar virðist lítið gæta á markaði með tískuföt að sögn eiganda NTC: Fríverslun við Kína nýtist ekki smærri verslunum VERSLUN Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 D -1 B B C 1 7 7 D -1 A 8 0 1 7 7 D -1 9 4 4 1 7 7 D -1 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.