Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 42
| 8 21. janúar 2015 | miðvikudagur
Bílaumboðið Askja hefur ráðið
til starfa nýjan markaðsstjóra og
nýjan gæða- og mannauðsstjóra.
Erla Sylvía Guðjónsdóttir hefur
verið ráðin gæða- og mannauðs-
stjóri, en hún tekur einnig sæti í
framkvæmdastjórn Öskju. Í til-
kynningu Öskju kemur fram að Erla
sé að ljúka MS-námi í mannauðs-
stjórnun frá HÍ en hafi einnig numið
við Copenhagen Business School.
Þá hefur Freyja Leópoldsdótt-
ir verið ráðin markaðsstjóri bíla-
umboðsins. Hún hefur starfað í
markaðsdeild Öskju undanfarin
þrjú ár. - óká
Markaðs- og mannauðsátak:
Askja bætir
við sig fólki
NÝJAR HJÁ ÖSKJU Erla Sylvía Guðjónsdóttir
og Freyja Leópoldsdóttir. MYND/ASKJA
Vefhönnuðurinn Haraldur Þor-
leifsson er tilnefndur til Awww-
ards-vefverðlaunanna í fl okknum
besti sjálfstæði hönnuðurinn/list-
ræni stjórnandi ársins.
Þar keppir hann við 13 aðra vef-
hönnuði, meðal annars yfi rhönnuð
Spotify. Þá er fyrirtæki Harald-
ar, Ueno, tilnefnt fyrir bestu vef-
síðu ársins fyrir Dropbox. Önnur
fyrirtæki sem hlutu tilnefningar í
þeim fl okki eru m.a. Google, War-
ner Bros og Volkswagen.
Verðlaunaafhendingin fer fram
í Barcelona dagana 24.-25. febrú-
ar. Haraldur mun halda erindi
á ráðstefnu sem haldin verður í
tengslum við hátíðina. - jhh
Keppir við yfirhönnuð Spotify:
Tilnefndur til
vefverðlauna
TILNEFNING Haraldur keppir við þrettán
aðra vefhönnuði.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég dýfi tánum
í markaðsfræðina sem starf. Ég þekki hins
vegar söluhlutann vel og kynntist svo sem
markaðsfræðinni aðeins í gegnum sölustjóra-
störfi n. En þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ
að takast á við hana beint í starfi og ég hlakka
mikið til þess,“ segir Pétur Thor Gunnarsson,
nýr sölu- og markaðsstjóri Freyju.
Pétur tók við starfi nu í síðustu viku en áður
starfaði hann sem sölu- og rekstrarstjóri hjá
Ölgerðinni. Pétur Thor er alþjóðamarkaðs-
fræðingur að mennt og starfaði í rúm átján
ár hjá Ölgerðinni.
Nýja starfi ð leggst vel í Pétur. „Þetta er
mjög spennandi verkefni. Freyja er afar
skemmtilegt fyrirtæki og hér starfar frábært
fólk sem er það sem skiptir oftast meginmáli
– fólkið.“
Sem sölu- og markaðsstjóri mun Pétur hafa
umsjón með lykilviðskiptavinum á Íslandi,
sinna áætlanagerð og hafa eftirlit með sölu
og rekstri auk þess sem hann sinnir öllum
markaðsmálum.
Utan vinnu segist Pétur helst sinna fjöl-
skyldu sinni en hann er giftur Erlu Rós Gylfa-
dóttur hugbúnaðarsérfræðingi og eiga þau
þrjú börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
„Maður gaf nokkur áhugamál upp á bátinn
eftir að börnunum fjölgaði. Það má því segja
að þau séu manns ær og kýr. Maður er nátt-
úrulega á þessum tíma í lífi nu þar sem mikill
tími fer í börnin.“
Þegar Pétur hefur tíma reynir hann að
sinna áhugamálum sínum sem hann segir
margvísleg. „Ég hef mikinn áhuga á íþróttum,
sérstaklega fótbolta. Ég hef ægilega gaman af
því að fara á heimavöll minna manna í Man-
chester United og eins á Víkingsvöllinn.“
Pétur er einnig mikill áhugamaður um tón-
list og er að eigin sögn gamall „skoppari“ úr
Breiðholtinu. „Ég hef mjög gaman af tónlist
og nýt þess að fara á tónleika. Í gamla daga
hlustaði ég mest á Public Enemy, Run DMC
og Tupac en núna hlusta ég á allt, mest þessa
dagana á hljómsveitirnar Vök og Oyama.“
Pétur er einnig mikill stangveiðimaður en
hefur ekki jafn mikinn tíma og áður til að
sinna því. „Maður fær að minnsta kosti eina
helgi á haustin til að sinna þessu og svo fæ ég
endrum og sinnum að laumast burt að veiða.
En undanfarið hef ég reynt að koma börnun-
um upp á lagið með þetta, elsta stelpan mín
hefur komið með í vatnaveiði. Þetta gæti orðið
mjög skemmtilegt fjölskyldusport,“ segir
Pétur að lokum.
Gerir stangveiði að fjölskyldusporti
Pétur Thor Gunnarsson er nýr sölu- og markaðsstjóri Sælgætisgerðarinnar Freyju. Sem þriggja barna faðir
segist hann hafa minni tíma en áður til að sinna áhugamálunum en nýtur þess að hlusta á íslenska tónlist.
VIÐTAL
Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is
„Hann Pétur Thor er klár og
skemmtilegur maður á upp-
leið. Hann var í mörg ár með
okkur í Ölgerðinni og gerði góða
hluti. Hann gat verið hressari
í morgunsárið en einn sterkur
kaffi og Pétur var nýr maður, sérstaklega eftir kl.
10 á morgnana. Hann er mikill fjölskyldumaður
en hans stærsti galli er að hann heldur með
Manchester United.“
Friðjón Örn Hólmbertsson,
framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar.
„Þegar ég kynntist Pétri var hann
svolítill sleði, mikill gæi. Það
hefur margt breyst síðan. Pétur
er mjög vandvirkur og klárar öll
sín verk. Það er engin tilviljun
að hann er svona eftirsóttur. Svo
er hann mjög trygglyndur. Það er náttúrulega
furðulegt að maður sem er ekki orðinn fertugur
hafi unnið hálfa ævina á sama vinnustað.“
Hörður Harðarson,
eigandi hjá Vert markaðsstofu.
BETRI EFTIR EINN KAFFIBOLLA
Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri Freyju
FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI
Helstu breytingar
á skattalögum
Fim. 22. janúar | kl. 8:30 | Borgartún 27
Miklar breytingar voru gerðar á skattalögum í lok
síðasta árs, auk þess sem ýmsar breytingar voru
gerðar á lögum sem tengjast tekjuöflun ríkissjóðs.
Á þessum fyrsta fróðleiksfundi ársins verða
breytingarnar og helstu áhrif þeirra kynntar.
Fróðleiksfundir vítt
og breitt um landið
Akureyri: fimmtudag 29/1 kl. 8:30
Borgarnes: fimmtudag 29/1 kl. 16:00
Stykkishólmur: þriðjudag 3/2 kl. 16:00
Reykjanesbær: miðvikudag 4/2 kl. 9:00
Selfoss: fimmtudag 5/2 kl. 16:00
Vestmannaeyjar: fimmtudag 5/2 kl. 16:00
Egilsstaðir: þriðjudag 10/2 kl. 16:15
Nánari upplýsingar og skráning
án endurgjalds er á kpmg.is
SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ
Skattabæklingur
2015
Upplýsingar um skattamál
einstaklinga og rekstraraðila
2014 / 2015
kpmg.is
Skattabæklingi 2015
verður dreift á fundunum
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
7
D
-A
1
0
C
1
7
7
D
-9
F
D
0
1
7
7
D
-9
E
9
4
1
7
7
D
-9
D
5
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K