Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 50
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 „Bókin er í öfugri tímaröð vegna þess að það var rétt að hafa hana þannig. Að byrja á því sem er manni næst, en enda á því sem er manni fjærst,“ segir Hrafn- kell Sigurðsson myndlistarmaður um bókina Lucid sem kom út hjá Crymogeu á síðasta ári og hefur að geyma heildstætt yfirlit yfir ljós- myndaverk Hrafnkels. Í tengslum við bókina stendur nú yfir sýning í húsnæði Arion banka í Borgartúni. Hrafnkell var fyrst um sinn eilít- ið efins um að vera með svo stóra sýningu í banka. „Eftir að hafa skoðað húsnæðið þá fannst mér þetta smellpassa. Ég var að dragn- ast með smá fordóma en þeir hurfu sem betur fer strax. Þetta á ekki að snúast um mig heldur verkin.“ Hrafnkell var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum árin 1982–86 og þaðan lá leiðin til Hollands í framhaldsnám. Fyrsta einkasýning hans var þó í hinu víðfræga Slúnka- ríki á Ísafirði en mikill heiður þótti fyrir ungan listamann að sýna þar á þessum árum. Það var þó ekki í faðmi vestfirskra fjalla sem lands- lagið varð að leiðarljósi í verkum Hrafnkels. „Í Hollandi uppgötvaði ég lands- lagið í póstkortum og fundnum myndum. Kannski hefur það snú- ist um söknuð að einhverju leyti án þess að ég gerði mér endilega grein fyrir því. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fara frá litla Íslandi um einhvern tíma, sakna þess og skynja aðeins betur stærð heimsins. Í Hollandi byrjaði ég að leika mér með landslagshefð- ina og hef gert það síðan. Ég mun líka gera það áfram vegna þess að rætur mínar eru í landslaginu og verkin mín leita þangað.“ Landslagið er alltaf til staðar með einum eða öðrum hætti og samband manns og náttúru óneitan lega leið- arþráður í gegnum feril Hrafnkels. Í elstu myndum bókarinnar gefur að líta speglað landslag í einkar fal- legum myndum sem gefa óneitan- lega tóninn. Þaðan fara verkin yfir í klippt landslag, áfram yfir í áhrifa- ríka snjóruðninga sem mynda fjöll innan borgarinnar. „Fyrir mér voru snjófjöllin ákveðin tímamótaverk. Þetta eru fyrstu óunnu ljósmynd- irnar, sem sagt óklipptar og tekn- Ljósmyndaverkin mín eru langt á undan mér og minni hugsun Þetta er vald sköpunarinnar, segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um ljósmyndaverk sín sem komu út á bók fyrir skömmu. TÓNLIST ★★★ ★★ Verk eftir Farrenc og Schubert Í KAMMERMÚSÍKKLÚBBNUM Í NORÐURLJÓSUM HÖRPU SUNNUDAGINN 18. JANÚAR. Haltu kjaft i og vertu sæt FLYTJENDURNIR „Músíkin kom nokkuð vel út. Túlkunin var kraftmikil og lifandi,“ segir í dómnum. RÆTUR Í LANDS- LAGI Hrafnkell Sigurðsson segir rætur sínar liggja í landslaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR HRAFNKELL SIGURÐSSON Revelation VIII. 2014. Litljósmynd, 144x96 sm. Birt með leyfi listamannsins og i8. Myndin er tekin af bóluplasti á tíu metra dýpi í íslensku stöðuvatni. MYND / ÚR EINKASAFNI HRAFNKELL SIGURÐSSON Concrete Conception (e). 2014. Svarthvít ljósmynd, 55x41,25 sm. Birt með leyfi listamannsins og i8. Myndin er tekin í rafeindasmásjá og sýnir mörgþúsundfalda stækkun á steypu sem listamaðurinn blandaði sjálfur í þessum tilgangi. MYND / ÚR EINKASFNI ið, en fiðluleikurinn var dálít- ið ómarkviss á köflum. Hann var ekki alltaf hreinn. Svipaða sögu er að segja um hinn svokallaða Silungakvin- tett eftir Schubert, sem var leik- inn eftir hlé. Fimmmenningarnir spiluðu af lífi og sál, en það dugði ekki alveg til að gera upplifunina ánægjulega. Ástæðan var fyrst og fremst fiðluleikarinn sem aftur spilaði býsna margar, áberandi feilnótur. Stundum var líka styrkleikajafn- vægið á milli hljóðfæranna ekki sem skyldi. Undirleikur í píanóinu var þá of sterkur þegar aðalstef- ið var í höndunum á einhverjum öðrum. Hins vegar var píanóleik- urinn í sjálfu sér flottur, og margt fallegt heyrðist frá sellóleikar- anum og víóluleikaranum. Engu að síður var heildarmyndin ekki nógu góð; maður gat aldrei tapað sér í fegurð tónlistarinnar. Það var synd. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Líflegt og kraftmikið en heldur mikið af feilnótum. ar af mér og o.s.frv. en þær eru þó mismeðhöndlaðar. Í næstu seríu koma svo tjöldin inn og þar með hið mannlega. Hið mannlega í náttúrunni og líkaminn hefur verið rauður þráður síðan þá. Ég treysti því að það sé heilsteypt hugsun í því sem ég geri og það er boðskapurinn.“ Þessi þróun virðist halda áfram í verkum Hrafnkels því með innkomu mannsins í verk hans birtast fjöllin í borginni í snjóruðningum sem eru að bráðna í vorsólinni á Selfossi. „Það má segja að þarna hafi ég verið búinn að fara í gegnum bæði fjöll í bænum og bæ í fjall- inu. Að loknum þessum tíma var ég talsvert í London og þar fer ég að horfa á ruslið. Fram að því hafði allt verið ideal en með rusl- inu kemur ákveðið myrkur en um leið meira jafnvægi. Þegar ég byrjaði á ruslinu þá gerðist eitt- hvað. Það opnaðist fyrir ákveðnar rásir og skynjun og inn kom meiri líkami. Meiri skrokkur. Það birt- ist svo í sjóstakkaseríunni. Þann- ig er alltaf ákveðin framvinda. Málið er að undir niðri er maður, maður sjálfur, og því kemur ekk- ert annað en ég. Verkin mín koma mér oft á óvart og taka völdin. Ég vinn og hugsa; hvað er þetta og af hverju? Þannig eru verkin langt á undan sjálfum mér og minni hugs- un. Þetta er vald sköpunarinnar umfram hina rökrænu hugsun.“ Gríðarleg vinna virðist oft liggja að baki verkum Hrafnkels sem búa þó yfir einhverjum ómót- stæðilegum, tærum einfaldleika. Þannig er til að mynda með nýj- ustu seríuna revelation (afhjúpun/ opinberun). „Ég neyddist til þess að læra að kafa til þess að taka þessar myndir. Hafði aldrei fikt- að við köfun áður en þetta er tekið á 10 metra dýpi í íslensku stöðu- vatni og þá er vissara að vita hvað maður er að gera.“ Konur sem sömdu tónlist þurftu lengi vel að þola mikla fordóma. Það þótti kannski allt í lagi að þær væru söngkonur eða hljóðfæra- leikarar. En að öðru leyti áttu þær bara að vera sætar og halda kjafti. Kærasta Gustavs Mahler, Alma, var til dæmis tónskáld. Gust- av tók hana tali við upphaf sam- bands þeirra, honum fannst ekki við hæfi að hún væri að fást við tónsmíðar vegna þess að HANN væri tónskáld! Það mætti ekki vera samkeppni á milli þeirra. Hún ætti fyrst og fremst að vera auðmjúk eiginkona. Skilyrði fyrir hjónabandi væri að hún léti tón- smíðarnar eiga sig. Kventónskáld á nítjándu öld- inni tóku því stundum til bragðs að semja undir karlkyns dulnefni. Nokkrar tónsmíðar eftir Mendels- sohn eru til dæmis alls ekki eftir hann, heldur eftir systur hans, sem hét Fanny. Hún notaði nafn bróður síns svo einhver vildi yfir- leitt heyra tónlist hennar. Louise Farrenc (1804-1875) virðist hafa verið undantekn- ing. Hún samdi ekki undir dul- nefni eftir því sem ég best veit og naut samt nokkurrar virðingar á meðan hún lifði. En þegar hún lést féllu verk hennar þó í gleymsku. Ekki er það fyrr en nýverið, með auknum áhuga á tónlist liðinna kventónskálda, að rykið hefur verið dustað af tónsmíðum henn- ar. Eitt þeirra var flutt á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnu- dagskvöldið. Þetta var kvintett fyrir píanó, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa op. 30. Flytjendur voru Gréta Guðnadóttir á fiðlu, Guðrún Þórarinsdóttir á víólu, Júlía Mogensen á selló, Þórir Jóhannsson á kontrabassa og Ing- unn Hildur Hauksdóttir á píanó. Músíkin kom nokkuð vel út. Túlkunin var kraftmikil og lif- andi. Maður dáðist sérstaklega að litríkum píanóleiknum, sem var afar lipur og óheftur. Víólu- og sellóleikurinn var líka fagmann- legur, sem og kontrabassaspil- Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 B -D 0 E C 1 7 7 B -C F B 0 1 7 7 B -C E 7 4 1 7 7 B -C D 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.