Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 44
 | 10 21. janúar 2015 | miðvikudagur Hin hliðin Helga Hlín Hákonardóttir meðeigandi og stjórnarmaður hjá Strategíu ehf. Góðir stjórnarhættir hafa undan- farið hlotið verðskuldaða athygli hluthafa og stjórna samhliða mikilli endurnýjun í stjórnum íslenskra félaga. Almenn umræða um aukna aðkomu lífeyris- sjóða og annarra fjárfesta að stjórnarháttum hefur einnig átt sér stað, s.s. með birtingu hluthafa- stefna, skilgreindum reglum um samskipti þeirra við stjórnir, val- nefndir og sam- þykki starfs- kjarastefna. Slík þróun er jákvæð enda eðli stjórnar- hátta að vera í sífelldri endur skoðun. Hér á landi og erlendis hefur inn- leiðing stjórnarhátta þó á köfl- um verið gagnrýnd fyrir „Copy/ Paste“-eða „Tick in the Box“-inn- leiðingu, þ.e. yfirborðskennda inn- leiðingu meginreglna og jafnvel tískustrauma hverju sinni, sem endurspeglast t.d. í yfirstandandi endur skoðun OECD á meginreglum stjórnarhátta. Það gefur hins vegar augaleið að stjórnarhættir eiga að vera mismunandi eftir stjórnum og félögum hverju sinni. Breytileikann má t.d. rekja til þess hvort stjórn er rótgróin eða nýir aðilar skipi meirihluta hennar, hvort forstjóri hefur verið lengi í starfi eða ekki, samsetningu hluthafahóps og hvar umrætt félag er statt í aldri, rekstri, þróun, stefnumótun, fjármögnun og öðrum skuldbindingum o.s.frv. Yfir- borðskennd innleiðing stjórnarhátta er því í besta falli skammgóður vermir og leiðir til þess að stjórnir og hluthafar fara á mis við mikil- vægar upplýsingar, þekkingu og for- sendur sem ella myndu leiða til betri ákvarðanatöku og stjórnarhátta og minnka líkur á mistökum. Ef vel á að vera er þörf á rýni í upplýsingar og gögn einstakra félaga sem eru stjórnum þeirra nauðsynleg til að axla ábyrgð á störfum sínum. Stjórnir þurfa að hafa þekkingu á hlutverki sínu í viðkomandi félagi og þekkja forsendur fyrir stjórnarstörf- um og innleiða í stjórnarhætti félags- ins. Þetta eru svokallaðir „lögboðnir stjórnarhættir“ sem vísa til skyldna viðkomandi félags og stjórnar sam- kvæmt ytri og innri skuldbinding- um/skyldum þeirra. Með ytri háttum er t.d. átt við lög, reglur, starfsleyfi, lánssamninga og aðra samninga sem stjórnir hafa gert við þriðja aðila eða veitt umboð til gerðar á. Með innri þáttum er hins vegar t.d. átt við sam- þykktir, hluthafasamkomulög, skipu- rit, skipulag samstæðu, ráðningar- samning og starfslýsingu forstjóra. Einnig þurfa stjórnir að kynna sér hluthafastefnur einstakra fjárfesta ef þeim er til að dreifa. Endalaust má deila um hvernig tíma stjórna er best varið og hver forgangsröðun á að vera hverju sinni. Fjárfesting í kortlagningu og sértækri innleiðingu lögboð- inna stjórnarhátta skapar stjórn ávallt betri forsendur til vandaðr- ar ákvarðanatöku, hvort heldur varðandi forgangsröðun verkefna, stefnumótun, umboð og upplýs- ingagjöf forstjóra, fjárfestingar og önnur verkefni. Þar fara hagsmunir félags, stjórnar og hluthafa saman. „Copy/paste“-innleiðing stjórnarhátta og strauma N ýgerðir kjarasamningar við lækna og ólga á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga eru birtingarmynd þeirrar lokuðu stöðu sem efna- hagslífi landsins hefur verið komið í. Um leið má segja að komin sé fram vísbending um yfirvof- andi afturhvarf til gamalkunnugra aðstæðna. Sá stöðugleiki sem ráðamönnum og talsmönnum atvinnu- rekenda er tíðrætt um er nefnilega svikalogn og ljóst að landið stefnir hraðbyri í átt til aukins óstöðugleika, að stórum hluta í boði gjaldmiðilsins sem gagnast fáum og er baggi á fl estum. Innan hafta þróast hér atvinnulíf smám saman í átt til aukinnar fábreytni. Sú stoð sem bæst hefur við atvinnulífi ð er ferðaþjónusta, en þar eru laun lág og veikt gengi krónu raunar forsenda upp- gangs í þeim geira. Vaxtarmöguleikar í landbúnaði og sjávarútvegi eru takmark- aðir, sem og í tengslum við stóriðju. Og innan hafta skerðast möguleikar upplýs- ingatæknifyrirtækja til vaxtar. Stöðugleikinn sem landsmenn hafa búið við síðustu misseri er hins vegar til kominn vegna haftanna. Gengi krónunn- ar er haldið stöðugu og um leið dregur úr verðbólgu. Ástandið er hins vegar brot- hætt og komið að ákveðnum vatnaskil- um. Sættir fólk sig við að stéttir í lykil- stöðu þegar kemur að grunnþjónustu, eða atvinnuvegum sem grætt hafa á höftum sigli fram úr hinum í kjörum? Eða má búast við að fólk (og verkalýðsfélög) spyrni fótum við þróun til aukinnar misskiptingar og berj- ist fyrir sambærilegum hækkunum yfi r línuna? Kannski þá hækkunum sem takmörkuð innistæða er fyrir með ávísun á gengisfall og aukna verðbólgu (og þá um leið með hækkandi verðtryggðum skuldum og aukinni vaxtapíningu í boði Seðla- bankans). Mögulega er komið að því að dragi úr haftaskjólinu og næða taki um efnahagslífi ð í auknum mæli. Líklega er þá líka tímabært að skrúfa niður höftin, líkt og boðað hefur verið að gera eigi á þessu ári og stíga ákveðnari skref inn í umhverfi „þjóðhagsvarúðarreglna“ Seðlabankans. Um leið virðist umhverfi ð gamalkunnugt og vandséð hvernig verja eigi hér stöðugleika. Langavitleysa í sveifl u- kenndu hagkerfi , þar sem gjaldmiðillinn ýtir undir og er sjálfstæður sveifl uvaldur, er hafi n á ný. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi nýverið mikilvægi stöðugleikans á kynningarfundi SA í aðdraganda kjarasamninga. Hann benti réttilega á að miklar sveifl ur efnahagslífsins hafi hér dregið úr getu fyrirtækja til að hámarka afkomu sína og bæta rekstur. Í óstöðugu umhverfi er nefnilega ekki hægt að gera áætlanir til lengri tíma. Stöðugt er verið að bregðast við og redda hlutum fyrir horn. Lausnin virðist augljós, því vandséð er að stöðugleik- inn komi innan frá, og alls ekki með krónu. Hér þarf nýjan gjaldmiðil sem hefur það bakland sem þarf til að tryggja stöðugleika hans og þar með efnahagslífsins. Með þeim stöðugleika sem aðild að Evrópusambandinu og myntbanda- lagi Evrópu hefði í för með sér verður að teljast líklegt að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf fengi blómstrað sem aldrei fyrr. Óráð væri að brenna allar brýr að baki sér í samninga- viðræðum við Evrópusambandið á meðan því hefur ekki verið svarað hvaða leið sé landinu farsælli. Svikalogn gjaldeyrishaftanna kann brátt að vera á enda: Óstöðugleikinn virðist í spilunum Íslendingar hafa lengi státað sig af óspilltri náttúru landsins og náttúr- an hefur verið helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna til landsins og sá þáttur sem við bæði leynt og ljóst teljum vera sérstöðu okkar í barátt- unni um alþjóðlega ferðamenn. Hið sorglega er hins vegar að íslensk náttúra er ekki óspillt. Þegar landnámsmenn komu til landsins er því lýst sem skógi vöxnu milli fjalls og fjöru. Við Íslendingar tölum hins vegar oftast um náttúr- una eins og hún sé alltaf eins. Upp- blástur og sandfok hafa einkennt stór svæði landsins. Nú vill svo vel til að nýja Holuhraunið okkar sem þekur orðið yfir 80 ferkílómetra hefur breytt úr sér yfir svæði sem áður fyrr ollu miklu sandfoki. Hraunið er þannig að hjálpa okkur við að binda jarðveg. Ísland er sífellt að breytast og það er á okkar ábyrgð að gæta náttúrunnar. Á undanförnum fimmtán árum hef ég ásamt fjölskyldu minni komið að landgræðsluverkefni þar sem við höfum með dreifingu á heyi og áburðargjöf endurheimt landsvæði sem voru auðn eftir ára- langa beit sauðfjár. Í dag höfum við plantað trjám í hluta af þessu svæði sem fyrir nokkrum áratug- um voru svæði þakin íslenskum birkiskógi. Landgræðslan er enn að berjast fyrir fjárveitingum til að ná því markmiði að endurheimt gróðurs nái yfirhöndinni á árlegri gróðureyðingu. Skógrækt hefur mætt andstöðu þeirra sem finnst auðnin falleg þar sem ekki eigi að breyta neinu, en kyrrstaða er ekki til. Hekla umvafin birkiskógi er ekki síður falleg en Hekla í miðri eyðimörk. Nú er svo komið að helstu ferða- mannastaðir landsins eru komnir að þolmörkum og yfirvöld reyna að spyrna við fótum. Landeigend- ur á þekktum ferðamannastöðum hafa hrópað á yfirvöld að bregð- ast við þannig að hægt sé að taka á móti þessum fjölda ferðamanna, bæði innlendum og erlendum, á viðeigandi hátt. Íslendingar hafa í gegnum aldir verið gestrisnir og taka á móti gestum inni í stofu og dekka fallegt borð. Við notum ekki óhreinan borðbúnað frá fyrri viku þegar gesti ber að garði, en þannig er ástandið orðið á helstu perlum landsins. Deilt er um hvernig eigi að bregð- ast við. Yfirvöld hafa velt fyrir sér mörgum leiðum og engin ein leið virðist vera gallalaus. Eftir mikla vinnu og greiningu virðist náttúru- passinn sú leið sem við eigum auð- veldast með að innleiða og halda okkur innan þess alþjóðlega laga- ramma sem við verðum að taka tillit til. Gjaldið er 1.500 krónur og passinn gildir í þrjú ár. Þeir ferðamenn sem koma til landsins munu hafa fullan skilning á þess- ari gjaldtöku enda er hún vel þekkt erlendis, þótt útfærslan geti verið önnur. Fyrir okkur Íslendinga þá er spurningin hvort við, það er hvert okkar, séum tilbúin til að eyða and- virði eins kaffibolla á ári til að geta tekið á móti erlendum gestum með þeirri gestrisni og reisn sem hefur einkennt þessa þjóð í gegnum aldir. Mér finnst það ekki spurning og hvet alla til að styðja verkefnið með jákvæðu hugarfari þannig að við getum öll verið stolt af því að vera Íslendingar. Við verðum að muna að þegar kaffiboðinu lýkur, þurfa allir á einhverjum tímapunkti að komast á klósett. Milljónasta klósettheimsóknin Skoðun Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma Lausnin virðist augljós, því vandséð er að stöðugleikinn komi innan frá, og alls ekki með krónu. Markaðshornið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Segir evrusvæðið ekki á leið inn í krísuástand á ný HEIMSÆKIR INDLAND Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands (lengst til hægri), mætir hér á fund indverska viðskipta- og iðnaðarráðsins (FICCI) með yfirskriftina „Evrópa og Indland í umhverfi alþjóðavæðingar“ í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Á fundinum reyndi ráðherrann að fullvissa Indverja um að evrulöndin væru ekki í þann mund að hverfa inn í nýja efnahagskreppu, áður en hann fer til fundar við indverska fjármálaráðherrann í Nýju-Delí. NORDICPHOTOS/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 C -E F 4 C 1 7 7 C -E E 1 0 1 7 7 C -E C D 4 1 7 7 C -E B 9 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.