Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2015, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.01.2015, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 2015 | SKOÐUN | 17 Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rekt- ors eru þeir umsækjend- ur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættis- ins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leið- togahæfileika og skýra og metn- aðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem telj- ast embættisgeng. Atkvæði starfs- manna skólans sem hafa háskóla- próf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfs- manna 10%. Ef enginn fær hrein- an meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð til- lögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðis- legt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku sam- félagi að starfsmenn stofn- unar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögu- legar ástæður en líka mál- efnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálf- stæð samfélög kennara og fræði- manna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar fram- fara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekk- ingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögð- um fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðl- ist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans. Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskól- ans. Áður var Háskólaráð skip- að deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúd- enta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáein- ir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljós- ara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekk- ingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tæki- færi til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja. Næsti rektor Háskóla Íslands Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosn- inga til þings og sveitar- stjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá megin- straums- og miðjusækn- um stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmála- flokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröll- ríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjenda- andúð og andúð á því fjölmenn- ingarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagn- ast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safn- ast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslams væðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóð- ernisrembingi og andúð á inn- flytjendum, oft á tíðum sérstak- lega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðju- verkaárás í Frakklandi. Upp- gangur þessara afla var haf- inn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórn- málamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenn- ingu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosning- ar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekk- ert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveru- leiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu. Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaá- rás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæð- ingu Evrópu“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verð- ur fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðar lyndi, kærleika, rétt- læti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku sam- félagi stafar ekki ógn af innflytj- endum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hing- að til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hug- myndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagn- kvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigr- umst á öfgunum. Það er þann- ig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningar samfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Að ala á ótta! LÝÐRÆÐI Torfi H. Tulinius prófessor ➜ Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nem- endur í öguðum en jafn- framt skapandi vinnubrögð- um fræðimannsins fi nni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. SAMFÉLAG Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur ➜ Íslensku samfélagi stafar ógn af öfl um sem telja sig yfi r aðra hafna vegna þjóðern- is, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menn- ingar eða annarra slíkra þátta. EKKERT PINN ENGIN HEIMILD PINNIÐ Á MINNIÐ Nú verður þú að nota pinnið. Frá og með 19. JANÚAR kemur græni takkinn á posanum ekki lengur til hjálpar ef þú manst ekki pinnið þitt. Ef þú stað festir ekki með pinni þá áttu á hættu að fá ekki heimild fyrir greiðslunni. Vertu klár með pinnið. UNDANTEKNINGAR • Ef þú getur ekki notað pinnið vegna fötlunar eða af heilsu- fars ástæðum skaltu ræða við útgefanda kortsins, banka eða spari sjóð. Útgefendur greiðslukorta eiga sértækar lausnir sem kunna að gagnast þér. • Ef kortið þitt er án örgjörva skrifar þú áfram undir greiðslukvittun. www.pinnid.is ÍS LE N SK A /S IA .I S/ FG M 7 23 49 0 1/ 15 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 B -E E 8 C 1 7 7 B -E D 5 0 1 7 7 B -E C 1 4 1 7 7 B -E A D 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.