Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 60
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 32 „Það er nú voða lítið sem ég get sagt, en mér var boðið að koma í „casting“ fyrir nýjustu myndina hans Luc Besson og gat ekki neitað því,“ segir María Birta Bjarnadótt- ur, leikkona og verslunareigandi. Besson leikstýrði og skrifaði handritið að uppáhaldskvikmynd Maríu Birtu, Léon: The Profess- ional sem kom út árið 1994 og skart- aði meðal annars Natalie Portman og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Prufan fór fram í gegnum inter- netið en algengt er að sá háttur sé hafður á í dag. „Það er alltaf voða gaman að fá að fara í svona stórt „casting“,“ segir hún en bætir við að líkurnar á að fá verkefni af þessari stærðargráðu séu um einn á móti þrjú hundruð. „Það eru alltaf sirka þrjú hundr- uð stelpur sem sækja um svona verkefni, þar eru alltaf nokkr- ar heimsfrægar fyrir og það er líklegast að ein þeirra fái í lokin hlutverkið, en maður veit aldrei nema maður reyni, svo ég sló til.“ María Birta segist ekki velta því mikið fyrir sér hvort hún hreppi hlutverkið, hún hafi gaman af því að fara í prufur og takast á við nýjar áskoranir. „Ef það á að verða þá verður það, maður getur ekki svekkt sig á því að fá ekki eitthvert tiltekið hlutverk, það koma önnur tækifæri á eftir þessu svo ég lít bara á hvert áheyrnarprufu sem æfingu fyrir það næsta.“ - gló Skemmtistaðaeigendur í miðbæ Reykjavíkur eru uggandi því um næstu helgi þurfa allir djammarar að vera búnir að leggja pinnið sitt á minnið. Ekki verður lengur nóg að ýta bara á græna takkann ef pinnið gleymist. Óvíst er hvort þeir eigi allir jafn auðvelt með að muna eftir pin- númerinu á kortunum sínum, sér- staklega ef þeir eru í glasi. „Þetta verður eitthvað bíó vegna þess að fólk er ekki alveg í besta skapinu og besta standinu þegar líður á nótt- ina. Ég held að þetta verði svolít- ið vesen,“ segir Össur Hafþórsson sem ásamt eiginkonu sinni, Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur, á staðina Park, Bar 11 og Bar 7. Hann hefur heyrt af því að aðrir veitingamenn séu órólegir yfir komandi helgi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer. Það er spurning hvort fólk tattú- veri þetta á úlnliðinn á sér og barþjónninn geri þetta fyrir það vegna þess að fólk man oft ekki hvar það er, hvað þá að það muni pinnið sitt.“ Össur segir að barþjónar verði einfaldlega að hafa þolinmæðina að vopni. „Þetta á eftir að hægja alla afgreiðslu og róa partíið aðeins niður.“ Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni hjá Prikinu, býst við að það verði hikst fyrstu helgarnar. „Fólk getur verið helvíti heiladautt. Að muna númer getur verið virkilegt verkefni, sérstaklega þegar það er byrjað að síga á seinni helminginn en vonandi gengur þetta upp,“ segir Finni, sem sjálfur mundi ekki pin- númerið sitt þegar hann brá sér í bakaríið í gærmorgun. „Ég var allsgáður þannig að ég veit ekki hvernig hinn venjulegi Jón verður klukkan hálffimm um morguninn. Áfengi fer ekkert rosalega vel með minnið, þannig að pinnið á minnið í áfengisvímu er örugglega erfið- ara en pinnið á minnið í bakaríi á þriðjudegi. En við erum allir í stuði og tæklum þetta bara,“ segir hann hress. Arnar Gíslason, einn af eigendum Lebowski Bars og Dönsku kráarinn- ar, byrjaði um síðustu helgi að láta fólk stimpla inn pin- númerin sín á Lebowski Bar og segir að það hafi gengið vel. „Ég held að þetta verði fínt. Þetta tefur vissulega fyrir afgreiðslu en á móti hefur fólk aðeins meiri tíma til að kaupa skot, snafs eða eitthvað slíkt, þannig að þetta getur líka bætt söl- una,“ segir Arnar. „Auðvitað verða einhverjir smá hnökrar en kúnn- arnir hjá okkur eru mjög þolinmóð- ir og við reynum að vera þolinmóð á móti.“ Hann bætir við að helsta vanda- málið hingað til hafi verið hversu margir gleymi kortunum sínum í posunum. „Það er búið að aukast gríðarlega mikið að fólk er að koma til okkar daginn eftir og ná í glötuð kort.“ freyr@frettabladid.is Óttast að djammarar muni ekki pin-númerin Skemmtistaðaeigendur hafa áhyggjur af því að um næstu helgi verða djamm- arar í fyrsta sinn að muna pin-númerin sín. Telja að það hægist á afgreiðslunni. ÖSSUR HAF- ÞÓRSSON Segir að pinnið á minnið eigi eftir að róa partíið niður og óttast að það verði svolítið vesen. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er spurning hvort fólk tattúveri þetta á úlnliðinn á sér og barþjóninn geri þetta fyrir það vegna þess að fólk man oft ekki hvar það er, hvað þá að það muni pinnið sitt. Össur Hafþórsson. ARNAR GÍSLASON GUÐFINNUR SÖLVI Last Year at Marienbad eftir Alain Resnais. Hún er bara ótrúleg, abstrakt svarthvít mynd frá 1961. Hún situr í mér og hefur haft rosaleg áhrif á mig. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. BÍÓMYNDIN – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s Riii i i i i isa AFSLÁTTUR % I FU LLU FJÖ RI ÚTSALA 70 ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR ÚTSALA Hvítur, grár og turkis AROS BARSTÓLL 7.995 FULLT VERÐ: 15.990 DURANGO U-SÓFI 40% AFSLÁTTUR ÚTSALA 179.994 FULLT VERÐ: 299.990Hægri- eða vinstri tunga Stærð: 292 x 160 cm. H: 70 cm. Svart, bundið leður. SYLVESTER borð- stofustóll. Margir litir. Með krómlöppum 20% AFSLÁTTUR ÚTSALA 11.192 FULLT VERÐ: 13.990 BRIGHTON SÓFI 223.993 FULLT VERÐ: 319.990 188.993 FULLT VERÐ: 269.990 30% AFSLÁTTUR ÚTSALA 3 SÆTA SÓFI 2 SÆTA SÓFI Vandað svart leður. Stærð: 3ja 204 x 80 cm. 2ja sæta 150 x 80 H: 77 cm. „Ég hef ekki fengið neitt dóna- legt, en held í vonina,“ segir Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir, nemi í Myndlistaskólanum á Akureyri. Helga vinnur að textaverki undir handleiðslu Jónu Hlífar Halldórs- dóttur myndlistarkonu og ætlar að nota Snapchat-skilaboð í sínu verki. „Mig langaði að skoða Snapchat- samfélagið og texta og myndir þar, hversu sýnilegt þetta er orðið, er okkur alveg sama? Mun þetta bíta okkur í rassinn á endanum?“ segir Helga. Á sýningunni ætlar hún að sýna Snapchat-skilaboð sem henni hafa verið send og hún hefur nú þegar fengið um 150 slík. „Ég ætla líka að vera með filmu- og polaroid- myndavélar og taka myndir. Þegar ég tek þær ætla ég að skrifa niður það sem ég er að hugsa þegar ég tek þær, líkt og um Snapchat væri að ræða, og skrifa á myndirnar eftir framköllun.“ Þannig ætlar Helga að velta fyrir sér hvað við mynd- um gera við myndirnar, hvort þeim yrði hent eða þær geymdar. - asi Gerir listaverk úr Snapchat Myndlistarneminn Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir safnar Snapchat-skilaboðum. VILL FLEIRI „SNÖPP“ Helga hvetur áhugasama til að senda sér Snapchat- skilaboð fyrir sýninguna. Fór í prufu fyrir nýjustu mynd Luc Besson Uppáhaldsmynd Maríu Birtu Bjarnadóttur er Léon, hún fór á dögunum í prufu fyrir nýjustu mynd Besson. MARÍA BIRTA Segir gaman að fara í svona stóra áheyrnarprufu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINO Ef það á að verða þá verður það, maður getur ekki svekkt sig á því að fá ekki eitthvert tiltekið hltuverk, það koma önnur. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 C -A 0 4 C 1 7 7 C -9 F 1 0 1 7 7 C -9 D D 4 1 7 7 C -9 C 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.