Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 6
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða íslenski píanóleikari lét semja verk fyrir leikfangapíanó? 2. Hversu mörg prósent eiga nær helming af heildarauði jarðarbúa? 3. Hver er framkvæmdastjóri fjöl- miðlanefndar? SVÖR: 1. Tinna Þorsteinsdóttir. 2. Eitt prósent. 3. Elfa Ýr Gylfadóttir. DÓMSMÁL Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækju- skipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbú- inn. Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er hald- ið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á fram- kvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu sam- ráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið tak- mörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó. „Því miður var ekkert sam- ráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fisk- veiðar á svæðinu.“ Bæði Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða, mót- mæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, sam- þykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagning- ar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabóls- fjalli er nú knúinn með dísilraf- stöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjar stjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokk, telur að við afgreiðslu máls- ins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálf- partinn á minni vakt sem bæjar- stjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa vald- ið misskilningi. „Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfis- nefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira sam- ráð hefði mátt vera við rækjusjó- mennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“ gar@frettabladid.is Kærðir fyrir að slíta sæstreng í Arnarfirði Rétt leyfi skorti fyrir sæstreng sem Neyðarlínan lagði yfir Arnarfjörð segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Því neitar framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem telur þrjá rækjusjómennn hafa slitið strenginn viljandi og hefur kært þá til lögreglu. Á LAUGABÓLSFJALLI Mastur Neyðar- línunnar ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu. MYND/NEYÐARLÍNAN ARNARFJÖRÐ- UR Sæstrengur var lagður yfir rækjumið segja útgerðarmenn ósáttir. „Þessar aðgerðir geta mögulega valdið einstaka útgerð- um rekstrartapi,“ segir í bréfi til Ísafjarðarbæjar. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjar- stjóri. Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R SKEMMTANIR Til greina kemur að hafa hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þjóðhátíðardagsins á sama degi í ár. „Hugmyndin er að sameina hátíðarhöld vegna 17. júní og 19. júní þegar minnst verður að 100 ár eru frá því konur fengu kosninga- rétt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Borgar- stjóri segir að dagurinn allur tæki mið af hundrað ára afmælinu, auk hefðbundinnar dagskrár. 19. júní í ár er föstudagur og gæti endað á glæsilegum tónleikum á Arnar- hóli. Dagur velti hugmyndinni upp í umræðum á borgarstjórnarfundi í gær. „Það hefur verið stungið upp á því að gera 19. júní að frídegi í ár í tilefni afmælisins,“ segir borgar- stjórinn. Illa gangi upp að hafa tvo frídaga með svo stuttu millibili. „Þetta yrði mjög sérstakt. 19. júní er merkilegur dagur í sögu landsins. Það hefur líka sýnt sig að stórir viðburðir í sögu kvenfrelsis- baráttunnar, á borð við kvennafrí- daginn, hafa endurspeglað mik- inn áhuga þjóðarinnar á þátttöku,“ segir Dagur. Dagur segir að hann hafi nefnt hugmyndina við þá sem standa að skipulagningu viðburða sem tengj- ast afmæli kosningaréttarins. Einn- ig hafi hann komið henni óformlega á framfæri við forsætisráðuneytið. „Þetta er hugmynd og þær kom- ast ekki til framkvæmda nema með samvinnu allra. Ég tel þetta gæti orðið stórskemmtilegt.“ - jóe Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þjóðhátíðardagurinn verði sameinuð í ár: 19. júní gæti orðið frídagur í stað 17. júní ÞINGVALLAHÁTÍÐ Hátíð var haldin í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna fyrir 10 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem koma til landsins í boði ríkisstjórnarinnar. Hóparnir sem um ræðir eru tveir. Annars vegar fimm hinseg- in einstaklingar, sem flestir komu fyrir áramót, auk þrettán Sýrlend- inga sem væntanlegir eru á næstu vikum. Alls er um að ræða átján manns. Við undirritunina sagði ráðherra að hún fagnaði samstarfinu við Reykjavíkurborg. Ekki síst þar sem nú væri tekið á móti fólki sem sætt hefði ofsóknum og ofbeldi sökum kynhneigðar sinnar. Samningurinn fjallar um öll helstu verkefni sem móttaka flótta- fólks hefur í för með sér. Verkefnin varða einkum félagslega þjónustu en einnig heilbrigðisþjónustu og grunnskólamenntun sem íbúar sveitarfélaga njóta almennt. Rauði krossinn gegnir einnig hlutverki í móttöku og aðlögun fólksins og hefur samningur þess efnis verið undirritaður. - jóe Flóttamenn koma til landsins í boði ríkisstjórnar: Samið um flóttafólk UNDIRRITUN Eygló Harðardóttir og Dagur B. Eggertsson. MYND/VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -B D E C 1 7 7 C -B C B 0 1 7 7 C -B B 7 4 1 7 7 C -B A 3 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.