Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 21.01.2015, Síða 6
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða íslenski píanóleikari lét semja verk fyrir leikfangapíanó? 2. Hversu mörg prósent eiga nær helming af heildarauði jarðarbúa? 3. Hver er framkvæmdastjóri fjöl- miðlanefndar? SVÖR: 1. Tinna Þorsteinsdóttir. 2. Eitt prósent. 3. Elfa Ýr Gylfadóttir. DÓMSMÁL Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða kærðu þrjá rækju- skipstjóra til lögreglu fyrir að vinna skemmdarverk á sæstreng sem lagður var yfir Arnarfjörð í fyrrasumar en slitinn í sundur í haust. Sæstrengurinn flutti rafmagn í mastur sem Neyðarlínan reisti á Laugabólsfjalli og ber búnað sem á að bæta fjarskipti á svæðinu. Orkubú Vestfjarða tók við rekstri strengsins þegar hann var tilbú- inn. Samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi sendu bæjaryfirvöldum á Ísafirði bréf þar sem því er hald- ið fram að útgáfa skipulagsstjóra Ísafjarðar í júní í fyrra á fram- kvæmdaleyfi til Neyðarlínunnar hafi verið ólögmæt þar sem ekki hafi verið gætt að lögbundnu sam- ráði. Ekki hafi verið samráð við Skipulagsstofnun og umsögn frá Umhverfisstofnun hafi verið tak- mörkuð því hún hafi aðeins fjallað um lagningu strengsins á landi en ekki í sjó. „Því miður var ekkert sam- ráð haft við þá aðila sem stunda útgerð og veiðar á þessu svæði,“ segir í bréfi samtakanna. „Í þessu tilfelli hefur strengurinn verið lagður yfir gjöful rækjumið þar sem veiðar hafa verið stundaðar í áratugi í Arnarfirði en lagning hans takmarkar einnig aðrar fisk- veiðar á svæðinu.“ Bæði Þórhallur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, og Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Orkubús Vestfjarða, mót- mæla því að ekki sé lögmætt leyfi fyrir strengnum. „Öll tilskilin leyfi liggja fyrir, frá byggingarfulltrúa, sam- þykkt af byggingarnefnd, og frá Umhverfisstofnun vegna lagning- ar í sjó,“ segir Þórhallur. Þórhallur og Kristján telja að skipstjórarnir þrír hafi tekið lögin í sínar hendur í haust, vísvitandi farið á bátum sínum og togað yfir strenginn þar til hann slitnaði. Strengurinn kostaði að sögn Þórhalls 17 milljónir króna. Hann reyndist ónýtur og var dreginn í land. Búnaðurinn á Laugabóls- fjalli er nú knúinn með dísilraf- stöð og óvíst er um lagningu og legu nýs strengs. Daníel Jakobsson, sem var bæjar stjóri á Ísafirði þar til í júní í fyrra og situr nú í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokk, telur að við afgreiðslu máls- ins á þeim tíma hafi ekki verið viðhöfð góð stjórnsýsla. „Þetta gerðist nú reyndar hálf- partinn á minni vakt sem bæjar- stjóri,“ tekur Daníel fram. Hann kveður bréf frá umhverfisnefnd bæjarins á þessum tíma vegna erindis Neyðarlínunnar hafa vald- ið misskilningi. „Fyrir leikmann er ekki hægt að skilja annað heldur en að það sé búið að gefa út framkvæmdaleyfi en í raun var ekki verið að því heldur að tilkynna að umhverfis- nefnd hafi samþykkt málið fyrir sitt leyti. En í þessu tilviki er það ekki á forræði bæjaryfirvalda að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu sæstrengs,“ útskýrir Daníel. Burtséð frá því að meira sam- ráð hefði mátt vera við rækjusjó- mennina segir Daníel að alls ekki hafi verið tilefni til að slíta strenginn. „Þarna er búið að valda stórtjóni og draga úr öryggi okkar íbúanna.“ gar@frettabladid.is Kærðir fyrir að slíta sæstreng í Arnarfirði Rétt leyfi skorti fyrir sæstreng sem Neyðarlínan lagði yfir Arnarfjörð segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Því neitar framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem telur þrjá rækjusjómennn hafa slitið strenginn viljandi og hefur kært þá til lögreglu. Á LAUGABÓLSFJALLI Mastur Neyðar- línunnar ber búnað sem bætir fjarskipti á svæðinu. MYND/NEYÐARLÍNAN ARNARFJÖRÐ- UR Sæstrengur var lagður yfir rækjumið segja útgerðarmenn ósáttir. „Þessar aðgerðir geta mögulega valdið einstaka útgerð- um rekstrartapi,“ segir í bréfi til Ísafjarðarbæjar. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Þetta gerðist nú reyndar hálfpartinn á minni vakt sem bæjar- stjóri. Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R SKEMMTANIR Til greina kemur að hafa hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þjóðhátíðardagsins á sama degi í ár. „Hugmyndin er að sameina hátíðarhöld vegna 17. júní og 19. júní þegar minnst verður að 100 ár eru frá því konur fengu kosninga- rétt,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Borgar- stjóri segir að dagurinn allur tæki mið af hundrað ára afmælinu, auk hefðbundinnar dagskrár. 19. júní í ár er föstudagur og gæti endað á glæsilegum tónleikum á Arnar- hóli. Dagur velti hugmyndinni upp í umræðum á borgarstjórnarfundi í gær. „Það hefur verið stungið upp á því að gera 19. júní að frídegi í ár í tilefni afmælisins,“ segir borgar- stjórinn. Illa gangi upp að hafa tvo frídaga með svo stuttu millibili. „Þetta yrði mjög sérstakt. 19. júní er merkilegur dagur í sögu landsins. Það hefur líka sýnt sig að stórir viðburðir í sögu kvenfrelsis- baráttunnar, á borð við kvennafrí- daginn, hafa endurspeglað mik- inn áhuga þjóðarinnar á þátttöku,“ segir Dagur. Dagur segir að hann hafi nefnt hugmyndina við þá sem standa að skipulagningu viðburða sem tengj- ast afmæli kosningaréttarins. Einn- ig hafi hann komið henni óformlega á framfæri við forsætisráðuneytið. „Þetta er hugmynd og þær kom- ast ekki til framkvæmda nema með samvinnu allra. Ég tel þetta gæti orðið stórskemmtilegt.“ - jóe Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þjóðhátíðardagurinn verði sameinuð í ár: 19. júní gæti orðið frídagur í stað 17. júní ÞINGVALLAHÁTÍÐ Hátíð var haldin í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna fyrir 10 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, undirrituðu í gær samning um móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem koma til landsins í boði ríkisstjórnarinnar. Hóparnir sem um ræðir eru tveir. Annars vegar fimm hinseg- in einstaklingar, sem flestir komu fyrir áramót, auk þrettán Sýrlend- inga sem væntanlegir eru á næstu vikum. Alls er um að ræða átján manns. Við undirritunina sagði ráðherra að hún fagnaði samstarfinu við Reykjavíkurborg. Ekki síst þar sem nú væri tekið á móti fólki sem sætt hefði ofsóknum og ofbeldi sökum kynhneigðar sinnar. Samningurinn fjallar um öll helstu verkefni sem móttaka flótta- fólks hefur í för með sér. Verkefnin varða einkum félagslega þjónustu en einnig heilbrigðisþjónustu og grunnskólamenntun sem íbúar sveitarfélaga njóta almennt. Rauði krossinn gegnir einnig hlutverki í móttöku og aðlögun fólksins og hefur samningur þess efnis verið undirritaður. - jóe Flóttamenn koma til landsins í boði ríkisstjórnar: Samið um flóttafólk UNDIRRITUN Eygló Harðardóttir og Dagur B. Eggertsson. MYND/VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -B D E C 1 7 7 C -B C B 0 1 7 7 C -B B 7 4 1 7 7 C -B A 3 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.