Fréttablaðið - 21.01.2015, Page 34

Fréttablaðið - 21.01.2015, Page 34
KYNNING − AUGLÝSINGVeisluþjónusta MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 20156 Anna Hildur Björnsdóttir fermdist í apríl í fyrra. Ferm-ingin var haldin í sal og móðir hennar, Anna Guðrún Konráðsdóttir, segir allt hafa gengið eins og í sögu. Bæði fyrirhöfn og kostnaður var innan hóflegra marka. „Vinur minn, Snorri Grétar Sigfús- son, sá um matinn en hann er kokk- ur á Vegamótum. Hann gerði kjúk- lingaspjót, kjötbollur og súpu. Við fjölskyldan sáum svo um sætmet- ið. Við buðum meðal annars upp á bleika blómaköku og kransaköku með páskaeggjum. Þá keyptum við franskar makkarónur hjá heildversl- uninni Garra svo dæmi séu nefnd.“ Eva Björnsdóttir, gullsmiður hjá Meba, var Önnu Guðrúnu innan handar við skreytingarnar. „Pom- poms-skrautið í loftinu var keypt í Púkó og smart á Laugavegi en flest- allt annað skraut í Söstrene Grene. Við komum svo með kertastjaka og vasa að heiman.“ Heimagert og aðkeypt í bland Fermingar eru á næsta leiti og eflaust margir farnir að huga að undirbúningi. Leitað var til tveggja mæðra, sem fermdu börnin sín í fyrra, eftir hugmyndum og góðum ráðum. Önnur hélt veisluna heima, hin í sal. Báðar blönduðu saman aðkeyptum og heimagerðum veitingum. Tristan Egill Elvuson fermd-ist líka í apríl í fyrra. Móðir hans, Elva Björk Ragnars- dóttir, heldur úti heimilisblogginu verkefnivikunnar.blogspot.com. Þar má fylgjast með framgangi verk- efna sem hún tekur sér fyrir hendur á heimilinu vikulega. Flest snúa að húsgögnum, húsbúnaði og skrauti og eru með svokölluðu Do It Your- self-sniði eða DIY eins og það er kallað. Fermingin var haldin heima og bjó Elva til ýmiss konar heimagert skraut. Fermingarskraut er gjarn- an tengt áhugasviði barnsins og sonur Elvu er einstaklega vel að sér í landafræði. Frá unga aldri hefur hann jafnframt haft mikinn dýra- áhuga og þekkir ótrúlegustu teg- undir. „Ég ákvað því að skreyta borðin með hnöttum sem ég bjó til úr frauðplastkúlum og landakort- um sem ég klippti niður. Á hverju borði voru svo nokkur plastdýr sem hafa safnast upp á heimilinu í gegnum árin. Sum þeirra spreyjaði ég með málningarspreyi frá Slipp- félaginu til að poppa þau upp.“ Það sama gerði Elva við nokkra ódýra kertastjaka úr Tiger. Þessu var svo blandað smekklega við kertastjaka, skálar og annað skraut á heimilinu. Í veislunni var boðið upp á spjót, snittur og minihamborgara frá Yndis auka. „Ég pantaði kökur frá Myllunni og gerði Rice Crispies- kransaköku og annað smálegt sjálf.“ Maturinn var aðkeyptur. Kökurnar flestar heimagerðar. Pom-poms- skrautið er úr Púkó og smart. Frönsku makka- rónurnar komu frá heildverslun- inni Garra. Heimagerð kransakaka með páskaeggja- og Barbapabbaívafi. Marglit kerti í misháum stjökum koma vel út. Elva klippti niður landa- kort og límdi utanum frauðkúlur með möttu Mod Podge. Skreytti svo með snæri. Með krókum og dúskum er hægt að breyta hnöttunum í fallegt loftskraut. Elva spreyjaði vasa og lítil plastdýr með koparlituðu málningarspreyi frá Slippfélaginu. F E R M I N G A R B R Ú Ð K AU P Á R S H ÁT Í Ð I R E R F I D R Y K K J U R F U N D I R R Á Ð S T E F N U R A FM Æ L I E F R I S A LU R I N N E R L AU S F Y R I R Þ I G . . . V I LT U H A L DA V E I S LU ? B A N K A S T R Æ T I 7 A - 101 R E Y K J AV Í K - S . 562 3232 N FJ d e si g n Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 C -0 C 2 C 1 7 7 C -0 A F 0 1 7 7 C -0 9 B 4 1 7 7 C -0 8 7 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.