Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 4

Fréttablaðið - 25.04.2015, Side 4
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 20.04.2015 ➜ 26.04.2015 27 MILLJARÐAR eru áætluð verðmæti nýliðinnar loðnuvertíðar. 10.000 félagsmenn STARFSGREINASAMBANDSINS FARA Í VERKFALL í næstu viku að óbreyttu. 2.000 HROSS eru í eigu útlend- inga á Íslandi. 1,5 MILLJARÐAR var arðgreiðsla Landsvirkjunar til ríkisins þetta árið. 5.440 EINSTAKLINGAR höfðu sótt um GREIÐSLUAÐLÖGUN í lok febrúar síðastliðins. 1.200 íbúðir vantaði á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU um síðustu áramót. 50 manns eru á vitnalista í aðalmeðferð í Aurum-málinu sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 600 LÍTRAR á sekúndu af köldu vatni tóku að flæða inn í Vaðlaheiðargöng í vikunni. 1.200 MILLJARÐAR eru útistandandi í verð- tryggðum húsnæðislánum. 500.000 tonn AF MOLD verða flutt burtu af Hlíðarendareit þar sem uppbygging er að hefjast. LEIÐRÉTTING Í dálknum Frá degi til dags í gær var fullyrt að Ragna Árnadóttir hefði verið fyrsta konan til að gegna embætti dómsmálaráðherra. Tvær konur gegndu þessu embætti þegar það hét dóms- og kirkjumálaráðherra. Það voru þær Auður Auðuns frá 1970-1971 og Sólveig Pétursdóttir frá 1999-2003. Ragna var hins vegar fyrst til að gegna embætti dómsmálaráðherra og dóms- og mannréttindaráðherra. Allar voru þær dómsmálaráðherrar með einhverju sniði og því ekki rétt að Ragna hafi verið fyrst. Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Verð frá 4.190.000 kr. SKIPULAGSMÁL Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri og Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður félags eldri borgara, undirrituðu vilja- yfirlýsingu í frístunda- og félags- miðstöðinni í Árskógum þann 22. apríl þar sem Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóð til Félags eldri borgara með bygg- ingarrétti fyrir fjölbýlishús með allt að 50 íbúðum fyrir eldri borg- ara við Árskóga nr. 1-3 í Suður- Mjódd. Ákveðið er að breyta nokkuð gildandi deiliskipulagi lóða við Árskóga og tengigangi að þjón- ustumiðstöð við Skógarbæ. Reykjavíkurborg skuldbindur sig ekki til að kosta gerð tengigangs- ins. - fbj Reykjavík byggir í Mjódd: Íbúðir fyrir eldri borgara BYGGJA Dagur B. Eggertsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir við undirritun. MYND/REYKJAVÍKURBORG SAMGÖNGUR Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæð- ust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum gang- anna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmd- in yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að áætl- anir stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væru vanáætlaðar, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent. Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 pró- sent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósentum, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir. „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sér- staklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verk- samningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmda- tíma, þó að það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi úti- lokað að veggjöld myndu standa undir kostn- aði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. svavar@frettabladid.is Varnaðarorðin voru hunsuð Mjög var varað við að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki, en ekkert með ráðgjöfina gert. Um- framkostnaður var áætlaður 7% en verkfræðingur taldi hann verða 15%. Þegar ljóst að hann verður enn meiri. ● Frá Eyjafirði er alls lokið 2.695 metrum en 1.475 metrum frá Fnjóskadal, eða 4.170 metrum af 7.206. ● Í febrúar 2014 opnaðist vatnsæð um 1.900 metra inn í Vaðlaheiði Eyjafjarðar- megin með 46 gráðu heitu vatni og 350 l/s stöðugu rennsli. ● Í ágúst hætti verktaki gangagrefti Eyjafjarðar- megin vegna lekans og flutti búnað yfir í Fnjóska- dal. ● Mikið hrun og vatns- innflæði í göngunum Fnjóskadalsmegin olli því að gangagrefti var hætt um síðustu helgi og öll verð- mæti flutt út úr göngum. ● Göngin fylltust af vatni á mörg hundruð metra kafla en áætlað er að 63.000 rúmmetrar af vatni séu í göngunum. ● Unnið er að áætlanagerð um framgang verksins. 57,8% lokið af gangagreftrinum KJARADEILUR Pattstaða er í samn- ingaviðræðum Bandalags háskóla- manna og ríkisins. Fundi samninga- nefnda lauk á sjötta tímanum í gær í Karphúsinu án árangurs. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en eftir helgina. Páll Halldórsson, formaður BHM, segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. „Stjórnvöld eru ekki enn þá til- búin að ganga að því að menntun sé metin til launa á Íslandi. Það er okkar grundvallarkrafa,“ segir Páll. „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur.“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir mikið bera á milli deiluaðila. Ekki sé hægt að ganga að kröfum BHM. „Að okkar mati þá eru þær ekki neitt nálægt því sem við getum komið nálægt,“ segir Gunnar. Verkfallsaðgerðirnar hafa nú Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins: Þúsundir í bið hjá sýslumanni Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Pálmi Kristinsson verkfræðingur. FRÁ SAMN- INGA- FUNDI Í GÆR Fundinum í gær lauk á sjötta tím- anum án árangurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI staðið yfir í tvær og hálfa viku og gætir áhrifa þeirra víða í sam- félaginu. Meðal annars er komin upp alvarleg staða hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu þar sem um fimm þúsund mál bíða afgreiðslu vegna verkfalls Banda- lags háskólamanna. „Öll mál sem lögfræðingar koma að, sem eru langflest mál embætt- isins, eru í bið og það safnast bara upp málin,“ segir Þórólfur Halldórs- son sýslumaður. „Ef við tökum þing- lýsingarskjöl til dæmis þá gæti ég trúað að það væri nálægt 3.700 skjöl núna sem bíða þinglýsingar.“ - vlp / gb NÝTT FLJÓT Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðar- ganga að austan. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A U Ð U N N 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 8 -A E E C 1 7 6 8 -A D B 0 1 7 6 8 -A C 7 4 1 7 6 8 -A B 3 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.