Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 25.04.2015, Qupperneq 6
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 STJÓRNSÝSLA Útlendinga stofnun leitar nú að húsnæði á höfuð- borgar svæðinu sem nota á sem vistarverur fyrir hælisleitendur. Fram kemur í auglýsingu Ríkis- kaupa, fyrir hönd ríkissjóðs, sem tekur húsnæðið á leigu fyrir Útlendingastofnun, að miðað sé við að húsnæðið verði tekið á leigu til tólf mánaða með mögu- leika á framlengingu til annarra tólf mánaða. „Gerð er krafa um að hús næðið sé á höfuðborgarsvæðinu, sé í göngufæri við matvöruverslun/ verslanir og nálægt almennings- samgöngum,“ segir á vef Ríkis- kaupa. Þá er miðað við að hús- næðið verði um 500 fermetrar að stærð, miðað við lágmarksloft- hæð gildandi byggingarreglu- gerðar. „Í húsnæðinu skulu vera 25 til 30 herbergi,“ segir þar jafn- framt. Þá kemur fram á vef Rauða kross Íslands að þar á bæ sé leit- að að sjálfboðaliðum til að starfa með hælisleitendum og flóttafólki. „Verkefnin eru fjölbreytt og gef- andi en staðið er fyrir ýmsum við- burðum sem draga úr félagslegri einangrun flóttamanna og hælis- leitenda,“ segir á vef Rauða kross- ins. Tekið er fram að reglulega sé staðið fyrir viðburðum á borð við spilakvöld, spurningaleiki, matar- menningarhátíðir, kvikmynda- kvöld og jafnvel dagsferðir þar sem flóttamenn og hælisleitendur fái tækifæri til að sjá helstu nátt- úruperlur landsins. - óká Útlendingastofnun óskar eftir að taka á leigu á höfuðborgarsvæðinu vistarverur fyrir hælisleitendur: Verslun og strætó þarf að vera í göngufæri HJÁLPARSTARF Rauði krossinn í Hafnarfirði leitar sjálfboðaliða í svokölluð „heimsóknarvinaverk- efni“. Hlutverk heimsóknarvinar er fyrst og fremst sagt að veita félagsskap, nærveru og hlýju. „Einsemd er alvarlegt vanda- mál í íslensku samfélagi. Aðstæð- ur fólks geta orðið til þess að það missir samband við aðra og ein- angrast,“ segir á vef Rauða kross- ins. Starfið gangi út á að rjúfa slíka einangrun. - óká Leita að sjálfboðaliðum: Einsemdin er sögð alvarleg HVATNINGARVERÐLAUN JAFNRÉTTISMÁLA 2015 ÓSKUM EFTIR TILNEFNINGUM Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð óska eftir tilnefningum til Hvatningar- verðlauna jafnréttismála 2015 sem verða afhent þann 28. maí 2015 á morgunfundinum „Eru til karla- og kvennastörf“ á Nauthóli. Verðlaunin afhendir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa stuðlað að: · Auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa · Jöfnum launum kynjanna · Jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum · Aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið Sérstaklega er leitað að fyrirtækjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: · Verkefnin hafa skýran tilgang og markmið · Jafnrétti hefur fest rætur og sýnt er fram á varanleika · Vakin er athygli á rekstrarlegum ávinningi af jafnrétti · Verkefnið er hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki Tilnefningar skulu sendast á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á unwomen.is fyrir 16. maí 2015. Nánari upplýsingar má finna á www.unwomen.is DÓMSMÁL Akureyrar- bær mun áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli bæjarins gegn Snorra Óskarssyni til Hæstaréttar. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi bæjarráðs í gær. Snorri, sem var vikið úr starfi kenn- ara við Brekkuskóla, vann í byrjun apríl mál sem bærinn höfðaði gegn honum. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um málið. Vék Gunnar Akureyrarbær unir ekki dómi í máli grunnskólakennara: Fara með Snorra fyrir Hæstarétt SNORRI ÓSKARSSON Vikið úr starfi kennara eftir ummæli á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN því af fundinum. Gunnar var starfandi fræðslustjóri sveitar- félagsins þegar Snorra var sagt upp störfum. - sa FIT HOSTEL Hælisleitendur hafa síð- ustu ár flestir haft aðsetur í Reykja- nesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ARMENÍA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hug- takið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þess- ir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg manns- líf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta við- skiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráða- manna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spie- gel í gær. Forsetar Frakklands og Rúss- lands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðar- morð á Armenum. Og báðir heim- sóttu þeir minnismerki um þjóðar- morðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð. Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorð- anna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnar- lambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum stað- reyndum og þar með einnig sögu- legri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hit- ler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðn- ings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagn- rýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Þrengt að Tyrkjum Þýskaland hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa viðurkennt að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Forsetar Frakklands og Rússlands tóku báðir þátt í minningarathöfn í Armeníu í gær. MINNINGARATHÖFN Í ARMENÍU Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Erzurum Hundreds of thousands of Armenians were killed in 1915 by forces of disintegrating Ottoman Empire. Many died in massacres while many others were deported to barren desert regions where they died of starvation or thirst ARMENIAN GENOCIDE DISPUTE Most non-Turkish scholars and more than 20 countries, including France, Italy, Russia and Canada, regard events as genocide Armenia says up to 1.5 million people were killed. Turkey rejects genocide term, insisting there was no orchestrated campaign to wipe out Armenians by Ottoman authorities © GRAPHIC NEWS Svartahaf Miðjarðarhaf Ankara Istanbúl Sivas Deir el-Zor 200 km Muş Bitlis Íran Írak Sýrland anídsjAserba andRússl meníaAr úverandin landamæri Georgía Tyrkland FJÖLDAMORÐ: Stærð hringsins táknar hlutfall dauðsfalla (nákvæmar tölur ekki þekktar) Armenar hraktir burt Sögulegt svæði Armena Hersveitir Tyrkjav ldis drápu hundruð þúsunda Arme a árið 1915. Margir létu lífið í fjöl amorðum, aðrir voru hr ktir út í gróðursnauðar óbyggðir þar sem þeir létust vegna hungur eða þ rsta. Deilt um hugtök Flestir sagnfræðingar, aðri en tyrk- neskir, segja þjóðarmorð hafa verið framið. Meira en 20 ríki taka undir, þar á meðal Frakkland, Ítalí , Rússlan og Kanada. Armenía segir allt að 1,5 mi ljónir manns hafa verið drepnar. Tyrkir segja þetta ýkjur, bæði Armenar og Tyrkir hafi látist í borgaraátökum. Tyrknesk stjórnvöld hafna þjóðar- morðshugtakinu og segja enga skipu- lagða herferð af hálfu stjórnvalda um útrýmingu Armena hafa verið til. ÞJÓÐARMORÐ Á ARMENUM Í gær var þess minnst að rétt öld er liðin frá því fjöldamorð á Armenum hófust í Tyrklandi. Víða utan Tyrklands eru fjöldamorðin kölluð þjóðar- morð, en Tyrkir neita að fallast á það hugtak. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 9 -3 E 1 C 1 7 6 9 -3 C E 0 1 7 6 9 -3 B A 4 1 7 6 9 -3 A 6 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.