Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 26
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Það er hátt til lofts á heimilinu enda er íbúð-in á efstu hæð fjölbýlis-húss. Eldhúsið og stof-an eru samtengd og rúmgott rými þar sem stórir eldhúsgluggarnir vísa í átt að Esjunni. Sautján potta- plöntur dreifa úr sér í íbúð- inni enda hefur Gunni gaman af plöntum en segist einu sinni hafa verið mikill plöntubani. Það hefur þó greinilega breyst til hins betra því plönturnar eru allar við hestaheilsu. „Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar allt- af í meira og meira af plöntum,“ segir Gunni glaður í bragði. Tónlist ómar úr plötuspilara um íbúðina þegar hann tekur til við að sýna okkur fimm uppá- haldshlutina sína. Sautján pottaplöntur og eldhús með útsýni yfir Esjuna Tónlistarmaðurinn Gunnar Tynes er áhugamaður um matseld og pottaplöntur. Hann býr ásamt með- leigjanda sínum í bjartri íbúð á Skúlagötu sem er full af pottaplöntum og spennandi eldhústólum. HNÍFURINN Gunni á mikið af alls kyns eldhústækjum og tólum enda hefur hann gaman af því að elda og í eldhúsinu er góður hnífur nauðsynlegur. „Ég trúi ekki á að maður þurfi að eiga sjö hnífa eða eitthvað. Einn góðan stóran og einn góðan lítinn. Og búið.“ LOGSUÐUTÆKIÐ Logsuðutækið keypti hann fyrir rúmu hálfu ári og notar það talsvert. „Þetta er mjög sniðugt, ég held að það höfði svolítið til mín með matargerðina hvað það er mikið af trikkum. Hvernig er best að gera eitt eða annað,“ segir hann brosandi. MYNDLIST Listaverk eftir myndlistarkonuna Söru Riel er eitt af því sem er í uppáhaldi. „Þetta er mynd sem Sara Riel málaði fyrir síðustu útgáfu hjá hljómsveitinni Múm og gaf mér síðan í jólagjöf. KJÖTMEYRARI Það jafnast fátt á við góða steik. Þegar kjötið á að vera sérlega meyrt er gott að eiga sniðuga græju eins og kjöt- meyrara. „Þetta er svona gott fyrir Bónuskjötið,“ segir Gunni og brosir. ELDHÚSIÐ Gluggarnir eru stórir og útsýnið stórgott. Gunni stefnir á að sá fyrir krydd- jurtum og hengja þær upp í stóra gluggann en birtan skapar kjörskilyrði til ræktunar. Mér finnst þetta stundum vera eins og þegar fólk fær sér tattú, mér finnst aldrei vera nóg. Mig langar alltaf í meira og meira af plöntum.Gyða Lóa Ólafsdóttirgydaloa@frettabladid.is U PPÁH ALD S Í H O SILÓ GU N N AR TYN ES TÓ N LISTARM AÐ U R ➜ STAÐURINN ÚTSÝNIÐ Stórir gluggarnir hleypa birtu inn í rúmgott eldhúsið. Við eldhúsvaskinn er útsýni yfir Esjuna og á eldhúsbekknum standa nokkrar af fjölmörgum plöntum heimilisins. Eldhúsið er uppáhaldsstaður Gunna. „Það er svo gaman að elda og svo er svo gott útsýni,“ segir hann og bætir við: „Það er æðislegt að koma fram á morgnana og sjá Esjuna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PLANTAN Plöntuna fékk Gunni frá vini sínum og þá var hún talsvert minni í sniðum. „Svo allt í einu þremur árum seinna óx upp sproti og það kom rautt blóm. Þegar það opnaði sig fékk ég símtal frá honum og þá hafði hann eignast barn. Alveg klikkað.“ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 A -2 6 2 C 1 7 6 A -2 4 F 0 1 7 6 A -2 3 B 4 1 7 6 A -2 2 7 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.