Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 28

Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 28
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Mig langar að ferðast og stóri draumur-inn er að fara til Los Angeles. Svo bara njóta lífsins og vera eins og aðrir unglingar,“ segir Ísabella Ásta Tórisson sem í síðustu viku fékk loksins ný lungu eftir langa bið. Barist við sjúkdóm lengi Ísabella er 16 ára og hefur frá unga aldri barist við sjúkdóminn Cystic Fibrosis eða slímseigjusjúkdóm, sem lýsir sér þannig að út kirtlar starfa ekki eðlilega. Einkenni koma aðallega fram í lungum og meltingarfærum en þeir sem hafa sjúkdóminn framleiða seigara slím sem getur stíflað minnstu greinar loftveganna. Þetta veldur aukinni hættu á sýkingum í loftvegum eða lungum. Sjúkdómurinn hefur háð henni mikið og frá því í janúar 2014 hefur heimili hennar og for- eldra og litlu systur verið á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn þar sem hún hefur beðið eftir að kallið komi, að réttu lungun hafi fundist. Líf hennar hefur því verið ólíkt lífi jafnaldra hennar. Hún þurfti að klára grunnskólagönguna á spít- alanum og hefur ekki getað byrj- að í framhaldsskóla eins og vinir hennar. Biðin reynt á Þegar blaðamaður heyrði fyrst í fjölskyldunni í síðustu viku var Ísabella mikið veik. Biðin og óvissan eftir lungunum hafði reynt mikið á. En síðan kom kallið óvænt, á föstudaginn í síðustu viku var þeim tilkynnt að lungu hefðu fundist. Á tveimur tímum var Ísa- bella búin undir aðgerð. Einu sinni áður á því tæpa eina og hálfa ári sem hún hefur búið á spítalanum hafði komið símtal, í nóvember. Ísabella var þá búin undir aðgerð en svo kom í ljós að blætt hafði inn á lungun og því voru þau ónothæf. En það reyndist ekki raunin núna. Lungun hentuðu fullkomlega og aðgerðin gekk vel. Krónísk sýking eyðilagði lungun Að sögn Ásthildar Stefánsdóttur, móður Ísabellu, greindist hún með sjúkdóminn þegar hún var eins og hálfs árs en fram að því hafði hún verið mikið veik. „Það gekk vel með hana fyrstu árin eftir að hún greindist. Hún fór svo að veikjast meira í kringum sex ára aldurinn,“ segir hún. Ísabella gat þó stundað skóla og gert flesta hluti líkt og jafnaldrar hennar þótt hún hafi oft veikst. Þegar hún var tólf ára fékk hún hins vegar króníska sýkingu í lungun sem ekki hefur tekist að losna við. Unglingsárin hefur hún því verið meira og minna veik inni á spítala. „Lungun eyðilögðust og í fimm ár hefur hún fengið sýkla- lyf í æð, nánast upp á hvern ein- asta dag. Stundum oft á dag,“ segir Ásthildur. Búa á spítalanum Líf fjölskyldunnar hefur stjórnast af veikindum Ísabellu. Þau hafa búið á spítalanum síðan í janúar. „Það er hús hérna sem er fram- lenging af spítalanum, þar er reynt að hafa eins heimilislegt og hægt er. Við erum með okkar eigið her- bergi og síðan er sameiginleg eld- húsaðstaða. Pabbi Ísabellu fer síðan í vinnuna á morgnana og keyrir litlu systur hennar, sem er tíu ára, í skólann og svo koma þau hingað aftur seinni partinn,“ segir Ásthildur. „Okkar líf er hérna. Við búum hér í augnablikinu. Ég fer öðru hverju heim til að athuga hvort húsið sé ekki enn á sínum stað,“ segir hún en á næstu mán- uðum munu þau geta flutt af spít- alanum og aftur heim. Lítur allt vel út Það var mikil gleði þegar kallið loksins kom og Ísabella fékk ný lungu. „Þetta gerðist mjög óvænt en við vorum auðvitað búin undir að þetta yrði óvænt. Þegar við fengum að vita af þessu voru lung- un komin á spítalann og allt leit rosalega vel út. Það tók rétt rúma tvo tíma að gera hana tilbúna. Hún var keyrð niður rétt um tólf og aðgerðin var búin hálf sex. Lung- un sem hún fékk eru ofsalega fín. Læknarnir eru rosalega ánægðir og segja að þetta gangi allt vel,“ segir Ásthildur. Ísabella er þó enn mjög kvalin. „Henni er illt og hún er með mikla verki. Henni líður ekki vel en þetta er eins gott og það mögulega getur verið. Henni fannst strax auðvelt að anda þegar hún var komin úr öndunarvélinni en á enn erfitt með að anda djúpt,“ segir Ásthildur. Hvetur fólk til að taka afstöðu Næstu mánuðir verða erfiðir fyrir Ísabellu og munu taka mikið á. „Fyrsta árið verður erfitt. Fyrstu mánuðina er hún á mjög stórum lyfjaskömmtum, enda mjög hætt við sýkingum. Síðan tekur líka við endurhæfing því hún er búin að vera rúmliggjandi síðustu mánuði. Það er alltaf mikil sýkingarhætta fyrstu mánuðina en við erum bara bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir Ásthildur. Biðin eftir nýjum lungum hefur tekið á en Ísabella hefur verið dugleg að vekja athygli á mikil- vægi þess að fólk taki afstöðu til líffæragjafar. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál hennar og hún heldur úti Facebook-síðu þar sem yfir 8 þúsund manns fylgjast með henni. Þar hefur hún fjallað mikið um líffæragjafir og hvatt fólk til að taka afstöðu til þeirra. „Að taka afstöðu til líffæragjafa er mjög mikilvægt að mínu mati. Fólk hefur fullan rétt til að segja nei en það þarf að finna út hvað maður vill ef eitthvað skyldi ger- ast og láta aðstandendur vita hver ósk þín er. Það eru því miður allt- of margir sem deyja á meðan þeir bíða eftir líffæri,“ segir Ísabella. Nær draumnum Ísabella hefur lengi átt sér þann draum að geta heimsótt Los Ange- les þegar heilsan verður betri. Í sjúkrastofu hennar á spítalanum er heill veggur með myndum af ýmsum kennileitum úr borginni, Hollywood-skiltinu og fleira. Nú lítur allt út fyrir að biðin eftir því að komast til borgar englanna hafi styst og að draumurinn komi til með að rætast. „Við vitum að það verður ekki fyrsta árið en hún færist nær draumnum núna og getur vonandi látið alla drauma sína rætast,“ segir móðir hennar. Löng bið eftir lungum er loksins MÆÐGURNAR Ásthildur, Ísabella og Celina sem er tíu ára systir Ísabellu. Ísabella Ásta hefur beðið eftir nýjum lungum frá því í janúar 2014 og hefur þráð það heitast að vera eins og aðrir ung- lingar. Biðin tók loks enda í síðustu viku þegar hún fékk ný lungu. Hún hvetur fólk til þess að taka afstöðu til líffæragjafar. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 9 -6 F 7 C 1 7 6 9 -6 E 4 0 1 7 6 9 -6 D 0 4 1 7 6 9 -6 B C 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.