Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 49

Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 49
| ATVINNA | Skrifstofustjóri Ísfélag Þorlákshafnar hf leitar að starfsmanni til þess að sinna öllum almennum skrifstofustörfum á skrifstofu félagsins í Þorlákshöfn. Um 50% starf er að ræða og getur vinnutími verið sveigjan- legur. Starfið er laust frá og með miðjum júní nk. Ísfélagið rekur frystigeymslu, ísverksmiðju og löndunarþjó- nustu fyrir skip og báta. Fastir starfsmenn eru sjö. Umsóknir ásamt ferilsskrá sendist á Petur@kuldaboli.is fyrir 10. maí 2015. Laus er til umsóknar staða sérfræðings kynningar- og markaðsdeildar á Listasafni Reykjavíkur. Um er að ræða 50% starf og gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf sem fyrst. Leiðarljós Listasafns Reykjavíkur er að vera framúrskarandi alþjóðlegur vettvangur myndlistar sem leggur áherslu á markvissa þjónustu við ólíka hópa og er eftirsóknarverður viðkomustaður í daglegu lífi fólks. Starfsvið: Starfið felst í umsjón heimasíðu, vinnslu fréttabréfs og samfélagsmiðlun (Facebook, Instagram, Twitter, Flickr, YouTube,) safnsins. Einnig er gert ráð fyrir að starfsmaður þrói og leiti nýrra leiða í rafrænni miðlun á sýningum og viðburðum safnsins og starfi að öðrum þeim verkefnum sem heyra undir deildina. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Mjög góð tölvukunnátta. • Þekking á vefumsjónarkerfi til að uppfæra og breyta heimasíðu. • Þekking á Photoshop. • Þekking á samfélagsmiðlum. • Þekking á ljósmyndun. • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta. Sjálfstæð vinnubrögð, skapandi hugsun, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er kynningar-og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Launakjör eru samkvæmt samningi og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2015 og eru umsækjendur beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is/storf Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Sérfræðingur við kynningar- og markaðsdeild Listasafns Reykjavíkur Sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó Strætó bs. og framkvæmdaráð um úrbæt- ur á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk auglýsa eftir stjórnanda til að veita ferðaþjónustunni forstöðu. Ferðaþjónustan er rekin samkvæmt samningum við sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Hlutverk sviðsstjórans er að sjá um og bera ábyrgð á faglegum og fjárhagslegum rekstri ferðaþjónustunnar. Sviðsstjórinn ber ábyrgð á ferðaþjónustunni og framkvæmd þjónustunn- ar. Hann starfar í umboði framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðra innan Strætó bs., en framkvæmdaráðið er að endurskipuleggja og móta starfsemina og reksturinn. Helstu verkefni • Ábyrgð á rekstri og þjónustu ferðaþjón- ustunnar. • Dagleg skipulagning ferðaþjónustu fatlaðs fólks, sem þjónar tæplega 2.000 notendum á höfuðborgarsvæðinu. • Ábyrgð á samningum við verktaka sem sinna akstursþjónustu, en reksturinn byggir á þjónustu tæplega 18 verktaka sem eru með um 100 bifreiðar í rekstri fyrir ferða- þjónustuna. • Rekstur og þróun upplýsingakerfis sem nýtt er fyrir ferðaþjónustuna. • Samskipti við velferðarsvið sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem bera ábyrgð á fyrirkomulagi þjónustunnar, þjónustustigi og verðlagningu. • Gerð fjárhagsáætlana og uppgjörs ferða- þjónustunnar bæði gagnvart notendum, akstursaðilum og sveitarfélögum. Menntun og hæfniskröfur • Háskólagráða sem nýtist í starfi. • Árangursrík reynsla af stjórnun. • Leiðtogahæfni og liðsheildarhugsun. • Styrkur í mannlegum samskiptum og þjónustulund. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Reynsla af verkefnastjórnun, gæða stjórnun og rekstri upplýsingakerfa. Um ferðaþjónustu fatlaðs fólks Þjónustan byggir á leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk frá 24. janúar 2012. Reglurnar taka mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í 20. gr. samningsins kemur fram að aðildarríkin skuli gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, meðal annars með því að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem og þegar því hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Umsóknarfrestur er til 7. maí. Fatlað fólk er hvatt til að sækja um starfið. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. sími: 511 1144 LAUGARDAGUR 25. apríl 2015 9 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 B -A C 3 C 1 7 6 B -A B 0 0 1 7 6 B -A 9 C 4 1 7 6 B -A 8 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.