Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 90

Fréttablaðið - 25.04.2015, Page 90
25. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Sófinn er í senn glæsilegur og þægilegur. Hann er með hand eða rafstýrðum hvíldarstólum í öllum sætum. ISABELLA hægindasófi Nettur og þægilegur tungusófi. Hann er einnig fáanlegur sem hvíldarstóll, tveggja eða þriggja sæta og öll sæti stillanleg. DIVA tungusófi Alklæddur leðri eða í slitsterku tauáklæði. sófinn er fáanlegur í fjöldamörgum útfærslum svo sem tveggja, þriggja eða fjögura sæta. Öll sæti fáanleg með rafstýrðum skemlum. ERMES hægindasófi Góðir hvíldarstólar með háu baki og stillanlegum hnakkapúða fyrir auka stuðning. Margir litir í boði. Ezzy og MOBIUS hvíldarstólar Nettir sófar og stólar með hallandi baki, sem mega standa nánast upp við vegg. Platan Vulnicura með Björk Guð- mundsdóttur kom út þann 20. janú- ar síðastliðinn. Vulnicura er átt- unda sólóplata Bjarkar sem gefin er út af One Little Indian. Talaði ekki opinskátt Plötunni lýsti Björk á heimasíðu sinni Bjork.com sem ástar sorgar- plötu og sagði að það kæmi sér á óvart hversu nákvæm skráning hún væri á ferlinu. Þrjú lög fyrir sam- bandsslit og þrjú eftir en sambandið sem um ræðir var langtíma ástar- samband Bjarkar við listamann- inn Matthew Barney. En mætti þá segja að Vulnicura væri ein af henn- ar persónulegustu plötum til þessa? „Já, ef til vill, en mér finnst lög eins og til dæmis Dark Matter með engum texta af Bio philia mjög pers- ónulegt. Það var samið um dauða ömmu minnar sem var mér mjög kær. Hún var frekar svona introvert þannig að það á vel við,“ segir Björk og bætir við að öll hennar lög séu frekar persónuleg fyrir sig. Í kjölfar útgáfu Vulnicura fór Björk í röð viðtala á miðlum eins og til dæmis Pitchfork. Þar talaði hún um ferlið á bak við sköpun plöt- unnar en passaði sig jafnframt á að minnast ekki á persónulega hluti sem lutu að skilnaðnum. „En ég talaði því meira um heilun mína og einbeitti mér bara að ferlinu mínu,“ segir hún. Það er alltaf ferli „Mér finnst við allar plötur sem ég hef gert að ég hafi farið í gegnum ferli. Til dæmis Homogenic, þá var ég á Spáni að reyna að defínera hvað er íslensk tónlist en á sama tíma glóbal,“ segir hún en platan Homogenic kom út árið 1997 og fékk prýðisgóðar viðtökur. Roll- ing Stone gaf henni meðal annars fjórar stjörnur af fimm. Síðasta plata Bjarkar á undan Vulnicura, Bio philia, kom út árið 2011 og segir Björk umfjöllunar- efni hennar persónulegt. „Bio- philia var kannski um hvar við stöndum í alheiminum og í sam- henginu tækni og náttúra, sem mér finnst mjög persónulegt.“ Björk segir texta sína oft og tíðum fjalla á einhvern máta um ástina, enda hefur sú tilfinning verið mörgum listamönnum yrkis efni í gegnum tíðina. „Text- arnir mínir eru nú svona oftast um ást,“ segir hún og bætir við: „Hvort sem það er verið að tala um kristalla eða sjálfstæðis- baráttu.“ Vill að allt sé orðið slípað Björk hefur í mars og apríl haldið sex tónleika í New York. Tónleika- hald heldur áfram í sumar og kemur hún tvisvar sinnum fram á Iceland Airwaves-hátíðinni. Aðdáendur Vul- nicura og Bjarkar mega eiga von á að platan verði flutt í heild. „Mig langar rosalega að spila hana með sömu hljóðfæraleikurunum og eru á plötunni, Unu Sveinbjarnar og félögum, svo við munum líklegast spila plötuna frá A til Ö.“ Björk segir tónleikana á Íslandi sér mikilvæga. „Alltaf langmikil- vægustu tónleikarnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað,“ segir hún og biður að lokum fyrir kveðju heim til Íslands. Öll mín lög eru persónuleg fyrir mig Björk Guðmundsdóttur þarf ekki að kynna fyrir neinum Íslendingi. Í janúar gaf hún út plötuna Vulnicura sem hefur fengið góðar viðtökur. Björk segir öll sín lög persónuleg, hún spilar á Airwaves í ár og segir tónleika á Íslandi vera langmikilvægasta. BJÖRK 1977 Plötuna gaf Björk út ellefu ára gömul. DEBUT 1993 NME: 9/10 POST 1995 Rolling Stone 4/5 HOMOGENIC 1997 Rolling Stone 4/5 VESPERTINE 2001 Pitchfork 7,2 MEDÚLLA 2004 Pitchfork 8,4 VOLTA 2007 Pitchfork 5,8 BIOPHILIA 2011 Pitchfork 6,2 VULNICURA 2015 Pitchfork 8,6 SÓLÓPLÖTUR BJARKAR BJÖRK HEFUR AUK SÓLÓPLATNA SINNA GEFIÐ ÚT PLÖTUR MEÐ KUKLI OG SYKURMOLUNUM ÁHRIFAMIKIL Líkt og vaninn er hjá Björk er mikið lagt í alla umgjörð í kringum plötuna. Alltaf langmikilvæg- ustu tónleik- arnir fyrir mig, þess vegna geri ég þá oftast seinna á túrnum svo allt sé orðið slípað. 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 8 -1 5 D C 1 7 6 8 -1 4 A 0 1 7 6 8 -1 3 6 4 1 7 6 8 -1 2 2 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.