Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 7
7 bókasafnið 37. árg. 2013 3. Athugasemdir frá ritstjóra, ritstjórn og ritrýnum eru efnislegar. 4. Ritrýndar greinar eru merktar sérstaklega þar sem órit- rýnt efni er einnig birt. Til að fá 10 stig (2. flokkur) þarf tímarit að uppfylla til viðbótar næstu 12 skilyrði: 5. Tímarit hafi skýrar reglur um ritrýni. 6. Grein er tekin til forskoðunar hjá ritstjóra eða fræðilegri ritstjórn – samþykkt/hafnað. 7. Aðsendar greinar eru aldrei birtar án nafnlausrar ritrýni frá tveimur eða fleiri sérfræðingum á viðkomandi sviði. 8. Höfnunarhlutfall skal nema a.m.k. 15% greina. Að jafnaði skal miða við s.l. þrjú ár. 9. Regluleg og áætluð útgáfutíðni tímarits. Að jafnaði er miðað er við 5 ár. 10. Útdráttur á íslensku. 11. Útdráttur á ensku. 12. Lýsandi heiti tímarits. 13. Lýsandi heiti greina. 14. Fullnægjandi bókfræðilegar upplýsingar allra tilvitnana. 15. Fullnægjandi merking vegna aðseturs höfunda greina. 16. Litið er til hlutfalls höfunda ritrýndra greina sem eru „utanaðkomandi“, þ.e. koma ekki úr nærumhverfi tímaritsins, t.d. frá viðkomandi háskóla eða stofnun sem stendur að útgáfu tímaritsins. Sjónarmið við mat fyrir 15 stiga flokk (3. flokkur): 17. Aðgengi að greinum og/eða útdráttum á vef. 18. Skráning eða áform tímarits um skráningu í alþjóðlega gagnagrunna. 19. Litið er til þess hvort tímaritið er leiðandi vísindatímarit á sviðinu. Mat á Bókasafninu samkvæmt Matskerfi opinberra háskóla Í september 2012 tók ritnefnd Bókasafnsins þátt í könnun á ritstjórnarháttum íslenskra tímarita 2012 í samræmi við Mats- kerfi opinberra háskóla. Niðurstaða þess átti að leiða í ljós hversu hátt íslensk, ritrýnd tímarit yrðu metin til næstu þriggja ára. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar rétt fyrir jól 2012 á háskólavefnum. Því miður var Bókasafnið ekki á þeim lista vegna þess að það uppfyllti ekki fyrstu tvö grundvallarskil- yrðin. Ein spurningin um ritrýni fólst í því hvort niðurstöður rann- sóknar hefðu birst áður. Svar ritnefndar í könnuninni byggðist á aðeins einni ritrýndri grein sem hefur birst í Bókasafninu og áleit sem svo að niðurstöður greinarinnar hefðu birst áður í formi ritgerðar. Svar ritnefndar varðandi þetta atriði var því neitandi. Þess ber að geta að greinar sem byggjast á meistar- prófsritgerðum eru og verða ef til vill alltaf háðar túlkunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvar eigi að flokka þær með tilliti til fyrsta skilyrðisins um áður óbirtar niðurstöður. Þær greinar eru sann- arlega fræðilegar, byggjast á rannsóknum en hafa birst áður í formi lokaritgerðar. Þótt svo ritnefnd hefði svarað þessari spurningu játandi hefði tímaritið hvort eð er fallið á öðru skilyrði þar sem krafist er að allir í ritnefnd hafi framhaldsmenntun og hafi að auki umtalsverða rannsóknarreynslu. Í fyrstu má ætla að Bókasafnið eigi frekar langt í land með að fullnægja þeim skilyrðum sem krafist er til að öðlast 10-15 stig. En svo kann ekki að vera. Þegar betur er að gáð má sjá að Bókasafnið uppfyllir nokkur skilyrði í 2. flokki og eitt skilyrði í 3. flokki, til dæmis skilyrði 5-6, 9-13 og 17. Að mati ritnefndar er það skortur á fræðigreinum sem er helsta hindrunin og dregur Bókasafnið niður því ekki er hægt að ritrýna nema tímaritinu berist fræðilegt efni. Það verður að sjálfsögðu að taka tillit til þess að þetta ritrýniferli er rétt að byrja og tíminn og reynslan verður að leiða í ljós hvernig fer. Eins og áður segir fær akademískt starfsfók ríkisháskóla stig fyrir allar sínar birtingar í viðurkenndum fræðiritum sem met- in eru til stiga. Eins og staðan er um þessar mundir fær þetta starfsfólk ekki rannsóknastig fyrir birtingar í Bókasafninu sam- kvæmt hinu nýja mati á flokkun íslenskra tímarita (Matskerfis- nefnd, 2012). Svarið við spurningu dr. Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur þar sem hún bað um nánari skýringu á ritrýni Bóka- safnsins og hvort hún miðaðist við stigamatskerfi opinberra háskóla er því neitandi. Meistaraprófsritgerðir: túlkun og stefna ritnefndar Hingað til hefur ritnefnd gengið út frá því að meistarapróf- stengdar greinar væru til þess fallnar að vera ritrýndar og flokkað þær með fræðigreinum, það er að segja ef þær lúta ákveðnu formi. Eins og komið hefur fram hér að ofan eru greinar sem byggjast á meistararitgerðum túlkunaratriði eins og þær hafa birst fram að þessu í Bókasafninu. Þær eru fræði- legar að því leyti að þær birta niðurstöður sem eru byggðar á rannsókn og gagnaöflun höfundar. Aftur á móti hafa niður- stöður úr þeim birst áður í formi lokaverkefnis bæði á prenti og á rafrænu formi í Skemmunni. Þá hefur einnig vaknað sú spurning hvort ekki sé búið að ritrýna með einhverjum hætti umræddar greinar þar sem ritgerðir eru unnar undir hand- leiðslu leiðbeinenda. Að mati ritnefndar eru meistaraprófstengdar greinar að ein- hverju leyti fræðilegar og þær eru jafnframt eftirsóknaverðar til birtingar ef uppsetning, efni og framsetning er fullnægj- andi. Burtséð frá öllum túlkunum og því hvernig Matskerfis- nefnd metur meistarprófstengdar greinar þá lítur ritnefnd á þær sem „hálf-fræðilegar“ og hefur ákveðið að láta einn ritrýni fara yfir þær. Ritnefnd mun síðar taka þetta til endurskoðunar þegar málin liggja ljósar fyrir. Bókasafnið er eini vettvangur fyrir meistaranema til að koma á framfæri þekkingu sinni í íslensku fagtímariti. Að fá slíka grein birta í blaðið með umsögn ritrýnis er allra hagur og eykur gæði Bókasafnsins. Bókasafnið – vettvangur fyrir rannsóknir meistara- og doktorsnema MLIS framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði hófst haustið 2004 við Háskóla Íslands (Ágústa Pálsdóttir, 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.