Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 50
50
Sæmundur fróði útskrifaðist frá Svartaskóla eftir sjö ára nám
eins og frægt er orðið. Hann hafði hug á að fá brauð í Odda en
til þess að það gæti orðið þurfti hann að vera snar í snúning-
um. Hann brá því á það ráð að gera samning við kölska um
flutning heim til Íslands. Kölski brást vel við, breytti sér í sel og
flutti Sæmund á baki sér, átti hann að eignast prest að launum
ef honum tækist að koma honum heim án þess að kjóllaf hans
vöknaði.
Sæmundur hafði með sér bók sem hann hafði fengið lánaða
á bókasafni Svartaskóla en láðst að skila. Var það Saltarinn. Las
prestur ákaft í bókinni á leiðinni. Rétt áður en þeir félagar tóku
land var kölski farinn að hrósa sigri en þá sló Sæmundur hann
í hausinn með bókinni, svo fast að hann sökk, prestur vöknaði
og synti í land en sá vondi varð af kaupunum.
Af þessu má sjá að bækur eru til margra hluta nytsamlegar
og geta komið að óvæntum notum þegar á reynir. Því fer þó
fjarri að hlutverk bókasafna sé eingöngu að lána út bækur
heldur fer þar fram fjölbreytt starfsemi og á það ekki síst við
um skólabókasöfn.
Í samtímanum er ákaflega auðvelt að nálgast upplýsingar
um allt milli himins og jarðar og magnið slíkt að mörgum
reynist erfitt að fóta sig í þeim frumskógi. Verksvið bókasafns-
og upplýsingafræðinga felst því í auknum mæli að kenna
nemendum að nýta þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang
að og hjálpa þeim að greina hismið frá kjarnanum. Náms-
framboð í íslenskum framhaldsskólum er fjölbreytt og þarfir
nemenda mismunandi. Í slíkum skólum er hlutverk bóka-
safnsins afar mikilvægt og eins og nærri má geta kallar þessi
mikla fjölbreytni á umtalsverða þekkingu og hæfni starfsfólks.
Sem betur fer eru bókasöfn í langflestum framhaldsskólum
landsins, söfn sem eru vel mönnuð fagfólki sem hefur metnað
fyrir hönd nemenda sinna og vill sjá þá ná árangri í leik og
starfi. Vonandi verður svo áfram, nemendum og kennurum til
gagns og gamans því ef vel tekst til er skólabókasafnið eins
konar miðstöð skólans; staðurinn þar sem hjarta hans slær. Í
Tækniskólanum höfum við verið einstaklega heppin hvað
þetta snertir. Lipurð, færni og hlýlegt viðmót einkennir and-
rúmsloftið á bókasafninu og þar má sannarlega heyra hjarta
skólans slá.
Dóróthea J. Siglaugsdóttir er kennari við Tækniskólann. Hún er með BA próf í málvísindum og
kennsluréttindi frá Háskóla Íslands
Á bókasafninu slær hjarta skólans