Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 15
15   Endurskoðun á lagaumhverfi bókasafna hefur nú staðið yfir í tæpan áratug. Þáverandi menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, skipaði nefnd í júní 2003 sem átti að kanna hvort hagkvæmt væri að setja heildarlög fyrir allar tegundir bókasafna og skilgreina hlutverk og stöðu þeirra í safnakerfi landsins. Ennfremur var nefndinni falið að skilgreina stöðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem forystusafn allra bókasafna landsins og fjalla um lög um almennings- bókasöfn með tilliti til þessa. Nefndina skipuðu Þóra Óskarsdóttir tilnefnd af menntamálaráðuneyti, Kristbjörg Stephensen tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Marta Hildur Richter tilnefnd af samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna, Sigrún Klara Hannesdóttir tilnefnd af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Þórdís T. Þórarinsdóttir tilnefnd af Upplýsingu – félagi bókasafns og upplýsingafræða. Nefndin skilaði af sér í janúar 2004 og lagði þá fram tillögur að frumvarpi til bókasafnalaga, frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn og frumvarpi til laga um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Tillögurnar voru til umræðu og athugunar í ráðuneytinu um skeið, en niðurstaðan varð sú að freista þess að setja ein heild- arlög um starfsemi almenningsbókasafna, skólasafna og um Blindrabókasafn Íslands (nú Hljóðbókasafn Íslands). Í janúar 2006 óskaði þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, eftir því að nefndin endurskoðaði tillögur sínar með tilliti til þess að sett yrðu ein heildarlög. Sú breyting varð á nefndinni að Jana Friðfinnsdóttir tók við sem fulltrúi Bókasafnalög 2012 – eitt bókasafnakerfi Aðdragandi að endurskoðun laga um bókasöfn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í október 2006 lauk nefndin störfum og lagði fram tillögu að frumvarpi til bókasafnalaga. Tillögurnar voru síðan til frekari vinnslu í ráðuneytinu og horft var til þróunar sem varð í löggjöf annarra málaflokka, sem síðan birtust til dæmis í safnalögum frá 2011 og myndlistar- lögum frá 2012. Jafnhliða var unnið að endurskoðun laga um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og voru þau lög samþykkt í september 2011. Til umræðu var að lög um safnið yrðu kafli í bókasafnalögunum en horfið var frá því. Víðtækt samráð var haft um tillögu nefndarinnar að frum- varpi og var leitað eftir áliti og athugasemdum frá helstu hagsmunaaðilum. Haustið 2011 voru frumvarpsdrög sett í kynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins og bárust þá frekari athugsemdir og rötuðu margar inn í endan- lega gerð frumvarpsins sem Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra lagði fram á Alþingi haustið 2012. Frumvarpið varð að lögum 19. desember 2012 og segja má að góð sátt hafi náðst um málið. Þörf fyrir lagabreytingar Ráðist var í að endurskoða lagaumhverfi bókasafna vegna sí- felldra breytinga sem hafa átt sér stað í umhverfi þeirra til margra ára. Reynt var að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur í nágrannalöndunum, en norræn bókasöfn þykja standa fram- arlega. Þar vegur þyngst sífellt aukin notkun upplýsingatækni við miðlun upplýsinga og í rekstri bókasafna. Við tæknivæð- inguna hafa skapast mörg ný tækifæri, hagræði og sparnaður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.