Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 37
37 bókasafnið 37. árg. 2013 fréttir út frá þeim. Síðan eru fréttirnar birtar ásamt uppruna- legu upplýsingunum sem samtökunum bárust frá heimilda- mönnum sínum. Tilgangur þess er sá að lesendur geti rann- sakað þær og myndað sér skoðanir á efni þeirra og séð að heimildir eru til fyrir þeim fréttum sem samtökin birta. Vegna þess að samtökin birta upprunalegu upplýsingarnar með fréttum sínum geta fréttamenn annarra fréttamiðla nýtt upp- lýsingarnar og skrifað sínar eigin fréttir og skapað þannig enn frekari umræðu um efni upplýsinganna. WikiLeaks samtökin hvetja aðra fréttamiðla til þess að nýta upplýsingarnar sem WikiLeaks birta því stefna þeirra er sú að fréttamiðlar heimsins eigi að starfa eins mikið saman og hægt er svo upplýsingarnar dreifist um allan heim frekar en að vera bundnar við eitt svæði eða ákveðinn hóp af fólki (WikiLeaks, e.d.). Upplýsingalekar WikiLeaks WikiLeaks samtökin hafa staðið að mörgum upplýsingalekum frá því að þau voru stofnuð árið 2006. Lekarnir hafa tengst stjórnvöldum, einstaklingum og fyrirtækjum út um allan heim og vakið fólk til umhugsunar um margvísleg málefni og frætt almenning um staðreyndir sem fólk hafði jafnvel ekki gert sér í hugarlund að til væru. Sumir lekarnir hafa tengst Íslandi sér- staklega (Domscheit-Berg, 2011). Einn frægasti upplýsingaleki WikiLeaks er án efa myndband sem WikiLeaks menn nefndu Collateral Murder. Myndbandið var tekið upp af hermönnum sem voru um borð í Apache her- þyrlu Bandaríkjamanna í Írak og sýnir atburði sem gerðust 12. júlí 2007. Talsverð vinna fór í að undirbúa myndbandið fyrir birtingu sem fór að miklu leyti fram á Íslandi. Myndbandið var síðan birt á Netinu af WikiLeaks samtökunum 5. apríl 2010 (Assange, 2011). Á myndbandinu kemur fram hvernig banda- rískir hermenn myrða og særa íraska borgara og tvo frétta- menn Reuters fréttastofunnar. Óhætt er að segja að mynd- bandið hafi vakið gríðarlegan óhug meðal almennings, sér- staklega þau ummæli hermanna sem heyrðust á myndband- inu er þeir skutu á og myrtu íraska borgara sem komu á vett- vang til að bjarga því fólki sem þegar hafði orðið fyrir árás hermannanna. Meðal þeirra særðu voru tvö börn sem komu á vettvang í litlum sendibíl, en bílstjórinn ákvað að stöðva bílinn og reyna að aðstoða fórnarlömb skotárásarinnar (Domscheit- Berg, 2011). Einn þekktasti upplýsingalekinn sem tengist Íslandi hlýtur að teljast vera sá sem innihélt hin margfrægu Kaupþings skjöl. Þessi skjöl voru í raun lánabók Kaupþings banka og innihélt hún upplýsingar um öll þau lán sem bankinn veitti sem voru hærri en 45 milljónir íslenskra króna. Þar kom í ljós að margir lánþeganna voru innherjar bankans og þó að lánsupphæð- irnar væru gríðarlega háar voru oft engar tryggingar fyrir lán- veitingu þeirra. Þessi leki WikiLeaks olli talsverðu fjaðrafoki, en viðbrögð Kaupþings banka við lekanum voru umtalsverð því innan við sólarhring frá því WikiLeaks birti gögnin á vef sínum, höfðu lögfræðingar bankans hótað lögsókn gegn aðstand- endum samtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins (RÚV) heyrði einnig frá lögfræðingum bankans, en til stóð að birta frétt um innihald upplýsingalekans í sjónvarpsfréttum RÚV. Fimm mín- útum áður en fréttatíminn átti að hefjast fékk Kaupþing banki lögbann á RÚV sem gerði það að verkum að fréttastofan mátti ekki flytja frétt sína um málið. (Assange, 2011). Upplýsingalekar WikiLeaks hafa verið af margvíslegum toga og beinst að mörgum aðilum. Þeir hafa vakið mismikla athygli en tilgangur þeirra er þó ávallt hinn sami að sögn WikiLeaks sem er að sjá til þess að almenningur fái fyrst og fremst sannar upplýsingar og sem nákvæmastar um hin ýmsu mál sem upp koma í samfélagi okkar (WikiLeaks, e.d.). Gagnrýni á WikiLeaks Samtökin hafa fengið margvíslega gagnrýni frá ýmsum aðil- um sem láta skoðanir sínar í ljós, en þó má segja að flestir séu sammála um að WikiLeaks hafi veitt mikilvægar og gagnlegar upplýsingar um brot á mannréttindum. Helsta gagnrýni sem samtökin fá á sig tengist aðferðum og mistökum samtakanna við birtingu á gögnum. Ein slík gagnrýni kom frá Glenn Green- wald, lögfræðingi, sem hefur barist ötullega fyrir mannrétt- indum. Að hans mati eiga samtök eins og WikiLeaks fullan rétt á sér. Hinsvegar gagnrýnir hann meðferð þeirra á persónu- legum upplýsingum þeirra sem fram koma í þeim gögnum sem samtökin hafa lekið. Þá nefnir hann sérstaklega afgangska samstarfsmenn hersveita NATO sem nefndir voru með nafni í upplýsingaleka WikiLeaks um afgangskar stríðsdagbækur (e. The Afghan War Diary) en með því eru WikiLeaks samtökin gagnrýnd fyrir að hafa sett þá aðila ásamt fjölskyldum þeirra í lífshættu („Is WikiLeaks‘ Julian Assange a Hero?“, 2010). Mörg samtök sem eru fylgjandi frjálsri fjölmiðlun hafa einnig gagn- rýnt WikiLeaks fyrir það sama og Glenn Greenwald, þeirra á meðal eru samtökin Reporters Without Borders. WikiLeaks samtökin hafa einnig verið gagnrýnd fyrir önnur mál. Stephen Aftergood, framkvæmdarstjóri Samtaka amer- ískra vísindamanna (e. Federation of American Scientists) hefur, líkt og fleiri, gagnrýnt samtökin fyrir að vernda ekki persónuupplýsingar þeirra sem nefndir eru í hinum ýmsu gögnum sem WikiLeaks hafa lekið. Einnig telur hann að sam- tökin hafi ekki eingöngu farið í herferð gegn spillingu heldur einnig gegn leyndarhyggju sem hann álítur ekki í lagi því sum launung er æskileg og réttmæt að hans mati. Með því að ráðast gegn leyndarhyggju á þennan hátt telur Stephen Aftergood að það muni skaða fleiri en sjálf WikiLeaks samtökin og það verði erfiðara að styðja nafnleysi og vernd upp- lýsingamanna WikiLeaks og fréttamanna um allan heim („Is WikiLeaks‘ Julian Assange a Hero“?, 2010). Rannsóknaraðferðir og gagnaöflun Tímabilið sem var valið til að afla upplýsinga og kanna um- fjöllun fréttamiðlanna um WikiLeaks samtökin var frá 1. janúar 2010 til og með 31. desember 2011. Árið 2010 var valið vegna þess að þá komu miklir upplýsingalekar frá WikiLeaks, sem birtu áðurnefnt myndband frá Írak, Collateral Murder (Domsc- heit-Berg, 2011). Einnig má nefna hina þekktu sendiráðspósta þar sem trúnaðarskjölum úr bandarískum sendiráðum víðs- vegar um heiminn var lekið og tengdist sá leki Íslandi beint (Cablegate, e.d.). Árið 2011 var valið til að athuga hvort og þá hvernig umfjöllun WikiLeaks fengju þegar ekki væri mikið um stóra og mikla upplýsingaleka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.