Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 20
20 bókasafnið 37. árg. 2013 Og hann heldur áfram: Það er morgunljóst að lestraskilningur dvínar því minna sem barnið les. Og að minni leshæfni þýði ekki bara síðri árangur í námi og eykur þar með líkur á brottfalli seinna meir, heldur einnig minni færni til að lesa úr upplýsingum, lesa úr allri þeirri gnótt af textum og auglýsingum sem skella á okkur dag hvern, úr öllum áttum, við ólíklegustu tækifæri. Það þýðir einfaldlega að barn sem lítið eða ekkert les, muni þegar það eldist eiga erfiðara með að setja sig inn í þjóðfélagsmál, átta sig á þjóðfélagsumræðu, og verður þar með óþarflega móttækilegt fyrir áróðri – skortir færni til að sjá í gegnum hann. Minnkandi læsi þýðir blátt áfram grynnri umræðu, sem þýðir veikara lýðræði, sem þýðir verra samfélag. Það er þetta sem málið snýst um, þess vegna er læsi svona nauðsynlegt, lífsnauðsynlegt. Allt ber þetta að sama brunni. Við verðum að æfa lestur alla ævi. Til þess að það sé hægt er ekki nóg að allir fari út í búð og kaupi lesbretti og bækur. Því það er á fárra færi að kaupa nokkrar bækur á viku. Bókasöfn eru lífæð lesturs rétt eins og súrefni fyrir lífið. Bækur þurfa að vera til kaups og útláns. Bóka- unnendur munu alltaf kaupa sér bækur og bókasöfn styðja við þann iðnað. Alþekkt er að viðskiptavinir bókasafna kynnist bókum í safninu sínu og fari út í bókabúð og kaupi sér eintak „af því að ég vil eiga svona bækur“. Andri Snær Magnason (2012) heldur áfram á svipuðum nótum og Jón Kalmann í pistli sínum þar sem hann bendir á að í nágrannalöndum okkar fer veraldlegur auður yfirleitt saman við menntastig og læsi. Á Íslandi er þessu öfugt farið og erum við með neikvæð tengsl, það er því meiri auður á heimilinu þeim mun meiri líkur á verri árangri í lesskilningi. Á sama tíma eru vísbendingar um að lestur framhaldsskóla- nema fari minnkandi og minna fé sé varið í skólabókasöfnin. Auk þess er minni tíma varið í móðurmálskennslu í grunn- skólum Íslands en annars staðar á Norðurlöndum. Nemendur í kennslufræðum fá minni kennslu í íslensku og drengir eru með mun lakari lesskilning en stúlkur. Rannsókn sem var gerð á læsi hjá börnum í Bretlandi árið 2005 og svo aftur árið 2011 sýnir að bókaeign barna hefur minnkað á þessum tíma. Eitt barn af tíu átti ekki bók árið 2005 en eitt barn af þremur árið 2011. Margar rannsóknir sýna að aðgengi barna að lesefni er gríðarlega mikilvægt fyrir mál- þroska og læsi. Enn fremur sýnir rannsóknin að börn sem hafa ekki fengið bók að gjöf eru ekki eins vel læs (Clark, Woodley og Lewis, 2011). Þá hafa menn fyrirvara varðandi gæði lesturs á rafbókum annarsvegar og pappírsbókum hinsvegar. Til dæmis segir Maia Szalavitz (2012) í grein sinni í Times að sumir hafi þá reynslu að það sem lesið er á rafbók geymist síður í minninu en það sem lesið er á hefðbundna bók. Hún vísar í nokkrar at- huganir um þetta og er það nokkuð fróðleg lesning. Við ætl- um hinsvegar að leyfa rafbókunum að njóta vafans í þessari grein, uns annað kemur í ljós. Hins vegar benda margir á allmarga kosti við rafbækur eins og til að mynda þann að hægt er að stækka letur fyrir sjóndapra og í sumum tilvikum eru þær gagnvirkar, með myndefni og jafnvel hreyfimyndum til að útskýra efnið og svo framvegis. Hvaða áhrif mun þessi „bylting“ hafa á bókasöfnin okkar? Munum við kannski ekki þurfa bókasöfn? Verður hver og einn bara sitjandi við sinn skjá í leit að lesefni? Munum við með tíð og tíma ánetjast því að fletta í vefsíðum og láta fingur ráða fálmi um sýndarheim bókmennta og þekkingar? Munum við sem sagt tileinka okkur aðrar aðferðir, nýjar leiðir, þessa tækni með tökkum, músum, fingrafálmi og vafri? Og á maður að trúa því að þetta að vafra um veraldarvefinn geti hugsanlega í framtíðinni komið í stað þess að gramsa í bókahillum? Ef til vill verður hægt að setja upp sýndarsafn í stofunni heima. Þannig að með einhverskonar myndvarpa verði hægt að fylla vegg með sýndarhillum fullum af bókum, tímaritum og blöðum og maður geti hreinlega sett fingur á kjöl og dreg- ið út bók. Eða mun slíkt einungis heyra til liðinnar tíðar? Eitt er víst að bókasöfn og sér í lagi almenningsbókasöfn eru gríðarlega mikilvæg þegar kemur að alþýðumenntun og viðhaldi læsis. Því þarf að tryggja þeim hlutverk í rafvæðingu lesefnis og gera þeim kleift að mæta nútímanum og framtíð- inni, tryggja að þau verði ekki étin af byltingunni. Fólk sem ekki kann að lesa mun ekki koma til með að kaupa sér lesefni hvort sem er á pappírs- eða rafformi. Þá er líka önnur og ekki síður spennandi hlið með tilkomu rafbókanna, en það er að nú geta allir gefið út bækur, rafbæk- ur, og það er ekki sérlega flókið ferli né dýrt ef marka má orð Óskars Þórs Þráinssonar (2012): „að hver sem er geti skráð efni til útgáfu á vefinn, að því gefnu að viðkomandi eigi höfundar- rétt að efninu. Emma.is eigi að vera opin rafbókaveita fyrir þekkta sem óþekkta höfunda og útgefendur“. En það er efni í aðra grein. Niðurlag Ólíklegt er að þeir sem ekki nenna að lesa hefðbundnar bæk- ur verði allt í einu upprifnir og leggist í ipad-ana, kindl-ana og önnur lesbretti til lesturs. Það þarf enn að halda pappírspés- um að börnum til að þau temji sér listina að lesa. Auk þess að teljast list er lestur líka íþrótt, sem þarf að læra, æfa og iðka síðan alla ævina á enda. Sjálfsagt kemur sú tíð að allir verði verseraðir í stafrænum bókum og bókasöfnum, allir verði færir um að nálgast bækur á vefnum og kunni að sækja sér lesefni. En þangað til er mikil- vægt að halda höfði. Enn er nokkuð í land að allir sitji við sama borð. Bókasöfnin hafa enn það mikilvæga hlutverk að sjá öll- um fyrir upplýsingum, fróðleik og yndislesefni á hvaða formi sem er. Byltingin er þó hafin fyrir nokkru og við erum að sjálf- sögðu börn hennar. Eitt er víst að til er rannsókn sem styður þá tilfinningu fagfólks starfandi á bókasöfnum að þeir sem fá lánaðar rafbækur af bókasöfnum auka innkaup sín á þeim í framhaldinu (Kozlowski, 2012). Vegna þessa takmarkaða aðgengis að rafbókum í dag er ekki enn hægt að svara spurningunni um hvort lestur rafbóka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.