Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 29
29 bókasafnið 37. árg. 2013 Landrænir lýsigagnastaðlar hafa þróast samhliða almenn- um lýsigagnastöðlum á síðustu tveimur áratugum og eftir að alþjóðlegur landrænn lýsigagnastaðall (ISO 19115) tók gildi árið 2003 hefur mikil vinna farið fram á þessu sviði. Stöðlunin er í samræmi við hugmyndafræði um grunngerð landupplýs- inga (Spatial Data Infrastructure) og er einn hluti hennar INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins (Infrastructure for Spatial Information in the European Community), sem miðar meðal annars að bættu aðgengi að landrænum gögnum, samræmingu, betra skipulagi gagnasafna og samnýtingu upplýsinga. Í lýsigagnastöðlum á sviði landupplýsinga og sams konar stöðlum á ýmsum sviðum safnamála eru lagðar ólíkar áherslur. Samstilling helstu kjarnaþátta úr ISO 19115 og til dæmis Dublin Core er hins vegar mikilvæg vegna samhæfingar í gagnaskráningu og upplýsingamiðlun og getur verið mjög þörf í mörgum verkefnum (Nogueras-Iso, J., Zarazaga-Soria, F.J. og Muro-Medrano, P.R., 2005). Við skráningu landrænna lýsigagna er mikilvægt að gera skýran greinarmun annars vegar á stafrænum gagnaskrám og gagnagrunnum og hins vegar landrænum gagnasettum og vefþjónustum til birtingar slíkra gagna. Lýsigögn fyrir landræn gagnasett og vefþjónustur, sem eru ígildi útgáfa, eru í stöðugt ríkari mæli byggð á sérstökum INSPIRE kjarna úr landrænum lýsigagnastöðlum (INSPIRE Metadata Implementing Rules, 2007), en verið er að innleiða INSPIRE tilskipunina í öllum löndum Evrópusambandsins og á evrópska efnahagssvæðinu um þessar mundir. Innleiðingin á Íslandi er þegar hafin og mun hún án efa hafa umtalsverð áhrif á allt sem gerist í mála- flokknum innanlands á næstu árum og áratugum. Mynd 2. Landræn lýsigögn eru notuð til að lýsa stafrænum land- upplýsingum, annars vegar gagnasettum og vefþjónustum og hins vegar gagnagrunnum og stafrænum gagnaskrám. Land- rænt efni eins og útgefin kort á pappír er yfirleitt skráð samkvæmt bókfræðilegum skráningarreglum og stöðlum. Staðan á Íslandi Þeir hagsmunaaðilar sem helst tengjast landupplýsingamál- um á Íslandi eru: landupplýsingageirinn, vísindastofnanir, út- gefendur, stjórnsýslan og söfnin, en þessir hópar virðast ekki hafa mikil tengsl sín á milli. Vegna smæðar samfélagsins var fyrir hina stafrænu byltingu í vinnslu korta og annarra land- rænna gagna, mögulegt fyrir marga sérfræðinga að hafa nokkuð góða yfirsýn og vita hvert ætti að leita eftir slíkum gögnum. Þetta hefur breyst enda gögnin orðin flóknari og fjölbreytilegri um leið og þau eru dreifðari, bæði hjá opin- berum stofnunum, sveitarfélögum og hjá fyrirtækjum á mark- aði, innanlands sem utan. Eignarhald landrænna gagna er ekki lengur fyrst og fremst opinbert heldur einnig hjá einka- aðilum, sem dregur úr möguleikum til að tryggja varðveislu innan opinberra safna. Til eru dæmi þess að filmur og stafræn gögn hafi eyðilagst hér á landi við slæmar geymsluaðstæður, auk þess sem dæmi er um að fyrirtæki hafi hent landfræði- legum frumgögnum þar sem því bar engin lagaleg skylda til varðveislu þeirra og þeir sem leitað var til um móttöku efnisins töldu sig ekki hafa aðstæður til að yfirtaka það og koma til framtíðarvarðveislu. Um kort í söfnum Kort eru þekktasta form landrænna gagna. Samstarf bóka- safna og skjalasafna á sviði korta er oft minna en skyldi. Út- gefin staðfræði- og þemakort lúta miðlægri bókfræðilegri skráningu í bókasöfnum, en til dæmis tækni- og framkvæmda- kort (e. plans) fara venjulega ekki í gegnum hefðbundið út- gáfuferli. Þau eru á ábyrgðarsviði skjalasafna og verða yfirleitt útundan í samræmdri skráningu þó margt sé sameiginlegt með þeim og hefðbundnum útgefnum kortum. Margar stofn- anir og sveitarfélög á Íslandi búa yfir kortagögnum af öllum formum og gerðum, sem orðið hafa til í starfseminni á löngum tíma. Aðgengi að þeim er oft takmarkað og jafnvel fáir sem vita um tilvist gagnanna. Mynd 3. Sömu landrænu gögnin geta verið sett fram með marg- breytilegum hætti, á filmum eða pappír annars vegar og sem stafræn vektorgögn eða rastagögn hins vegar. Sömu kortagögnin geta birst sem stafræn vektor gagnasett, rastagögn eða efni á pappír og filmum. Við skráningu þessara gagna er mikilvægt að draga úr tvíverknaði, en það verður skilvirkast með því að vinna allt ferlið frá skráningu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.