Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 31
31 bókasafnið 37. árg. 2013 Hefðbundin kort Koma verður tækni- og framkvæmdakortum/skipulagskortum stofnana í samræmda skráningu, hágæðaskönnun og skil til Þjóðskjalasafns Íslands, en þúsundir titla slíkra korta sem komnir eru á skilaskyldualdur eru taldir vera geymdir við óvið- unandi aðstæður hér á landi. Tryggja þarf að hjá Landsbóka- safni Íslands - Háskólabókasafni séu til eintök af öllum útgefn- um Íslandskortum og aðgengi að upplýsingum um öll kort þarf að vera opið á netinu. Vefsjár Tryggja verður að afrit séu tekin reglulega af útliti allra ís- lenskra vefsjáa, en útlit vefsjáa afritast til dæmis hvorki í reglu- bundinni afritun Landsbókasafns á íslenskum vefsíðum eða í alþjóðlegum verkefnum eins og Web Archive (Þorvaldur Bragason, 2012). Afritunin þyrfti ávallt að fara fram áður en útliti vefsjáa er breytt að einhverju ráði og alltaf áður en þeim er lokað. Ákvarða þarf ábyrgðaraðila á stjórnun þessarar varð- veislu, en eðlilegast væri að Landsbókasafn sinnti því hlutverki eins og safnið gerir nú varðandi vefsíður. Þverfagleg menntun lykilþáttur Ólíklegt er að áðurnefnd varðveislumál lagist að ráði fyrr en breytingar verða á núverandi stöðu í menntunarmálum. Fyrir utan það að varðveislustefnan er ekki til, ræður mestu að skortur er á bókasafns- og upplýsingafræðingum með þekk- ingu á hinum ólíku gerðum landrænna gagna og jafnframt vantar á vinnumarkaðinn landfræðinga með þekkingu á helstu gildum gagnaskráningar og safnastarfs. Þá væri einnig þörf fyrir sagnfræðinga með viðbótarmenntun bæði á sviði land- fræði og bókasafns- og upplýsingafræði. Í Háskóla Íslands eru í mismunandi deildum kennd námskeið sem taka á flestum þeim þáttum sem þarf til að mennta nemendur til starfa á þessu sviði. Bæta þyrfti afmörkuðu efni inn í nokkur núverandi námskeið, meðal annars vegna fræðilegrar samþættingar. Þetta gerist hins vegar ekki án þess að kennarar Háskólans taki af skarið, samræmi og leiði samþættingarverkefni á þessu sviði. Ekki verður séð að viðbótarkostnaður Háskólans þyrfti að verða mikill því hér er hvorki verið að ræða um ný námskeið eða fleiri starfsmenn, heldur fyrst og fremst samstillingu milli nokkurra kennara og almennt samstarf deilda og faggreina innan skólans. Að lokum Með breyttri forgangsröðun verkefna á mörgum stofnunum sem geyma landræn gögn, á að vera hægt að skipuleggja og nýta vinnu starfsmanna með öðrum hætti en nú er gert og ráða með tímanum nýja sérmenntaða safnastarfsmenn með þekkingu á öllum gerðum landrænna gagna. Þetta þyrfti því ekki endilega að fela í sér umtalsverðan viðbótarkostnað á hverri stofnun, þó til slíks geti tímabundið komið í vissum til- fellum. Hins vegar komast stofnanir ekki undan því að taka á varðveislumálum landræns efnis eins og annarra gagna, því þeim ber skylda til þess samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands. Til að tryggja varðveisluöryggi og um leið aðgengi að öllum þessum landrænu gögnum þarf að hugsa heildrænt um allar gerðir og form gagnanna á landsvísu. Abstract: Geographical data in Iceland - Lack of a national preserva- tion policy A preservation policy for geographical data is lacking in Ice- land. The library/archival sector and the geographical sector have limited associations and an interdisciplinary university program with an integration of these fields has not been crea- ted. On the one hand there seems to be limited experience of the nature and forms of most types of geographical data other than conventional maps in many Icelandic libraries and archi- ves. On the other hand there has been a general lack of inter- est in the cataloguing of metadata and the basic principles of libraries and archives within the geographical sector. Public preservation policy needs to be put forward with the goal to ensure the proper protection and preservation of all geog- raphical data on a national scale and the open access to that information. Heimildir: INSPIRE Metadata Implementing Rules: Technical Guidelines based on EN ISO 19115 and EN ISO 19119. (V. 1.2). (2007). European Commission Joint Research Centre. Sótt 5. desember 2012 af http://inspire.jrc.ec.europa. eu/documents/Metadata/INSPIRE_MD_IR_and_ISO_v1_2_20100616. pdf Nogueras-Iso, J., Zarazaga-Soria, F.J. og Muro-Medrano, P.R. (2005). Geographic Information Metadata for Spatial Data Infrastructures. Resources, Interoperability and Information Retrieval. Berlin: Springer. Walford, N. (2002). Geographical Data. Characteristics and Sources. Chiches- ter: John Wiley & Sons, Ltd. Þorvaldur Bragason (2012). Afritun og varðveisla heimilda um íslenskar vefsjár. Landabréfið 26 (1) 57-64. Þorvaldur Bragason og Guðrún Gísladóttir (2007). Varðveisla fjarkönnunar- gagna á Íslandi og miðlun upplýsinga um þau. Landabréfið 23(1) 3-24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.