Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 23
23 bókasafnið 37. árg. 2013 1. Náttúrustofa Austurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) Héraðs-og Austurlandsskógar, Gunnarsstofnun, Minjasafn Austurlands 2. Eldri lög og reglugerðir sem féllu úr gildi: Lög um utanríkisþjónustu Íslands nr. 39/1971, 12 gr. með áorðnum breytingum 86/1989 og 83/1997; Lög um bókasöfn prestakalla nr. 17/1931 með áorðnum breytingum 162/2010 og 126/2011; Lög um Blindrabókasafn Íslands nr. 35/1982 með áorðnum breytingum 83/1997, 121/1999, 154/2000 og 126/2011; Reglugerð um Blindrabókasafn Íslands nr. 799/2002; Reglu- gerð um Listasafn Íslands nr. 703/2007, 7. gr. Mannréttindaskrifstofa Íslands Mannvit Matís ohf, skjalasafn Náttúrufræðistofnun Íslands, bókasafn Nýsköpunarmiðstöð Orkustofnun, bókasafn Orkuveita Reykjavíkur Persónuvernd Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) Rannsóknarstofnun skógræktar ríkisins Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Ráðuneytissöfn Safnadeild Ríkisútvarpsins Samtökin ´78 Seðlabanki Íslands Siglingastofnun Íslands Sinfóníuhljómsveit Íslands Skipulagsstofnun Skógrækt ríkisins á Mógilsá, bókasafn Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, bókasafn Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, bókasafn Tollstjóri Umferðarstofa Umhverfisstofnun, bókasafn Umsjónarfélag einhverfra, bókasafn Veðurstofa Íslands, bókasafn Vegagerðin, bókasafn Veiðimálastofnun Verkís Vinnueftirlit ríkisins Þekkingarnet Austurlands (margar ólíkar safnadeildir)1 Þjóðminjasafn Íslands, bókasafn Þjóðskjalasafn Íslands Þjóðskrá/Hagstofa Íslands Örnefnastofnun Íslands Starfsemi þessara safna endurspeglar hlutverk stofnunar eða fyrirtækis. Markmið þeirra er að stuðla að því að stofnunin nái settum markmiðum í sínum sérhæfðu verkefnum. Þjónusta þeirra byggist á sérhæfðu efni fyrir sérstaka efnisflokka. Söfnin eru ómissandi hlekkur í starfsemi viðkomandi stofnunar. Stofnun og eða fyrirtæki eru talin ná betur settu marki ef þau eiga gott bókasafn. Þau verkefni sem sérfræðisöfn styðja við eru meðal annars fræðsla, vísindi, nýsköpun og gæði. Upplýsingaþjónustan er mikilvægasta verkefnið en það má segja að öll önnur starfsemi safnanna sé henni til stuðnings. Sérstaða þessara safna er að safnkosturinn er eingöngu notendamiðaður. Starfsemi sérfræðisafna hér á landi er oft erfið þar sem enginn formlegur samræmingaraðili heldur utan um starfsemi þeirra. Þau heyra undir mismunandi ráðuneyti ríkisins og eða fyrirtæki sem eru í einkaeigu. Tilvist og hlutverk þeirra er háð stofnun eða fyrirtæki sem safnið starfar fyrir. Allt fram til 3. janúar 2013 þegar hin nýju bókasafnslög nr. 150/2012 tóku gildi höfðu fæst sérfræðibókasöfn starfað samkvæmt sérstök- um lögum. Nýju bókasafnslögin eiga við öll söfn sem rekin eru af ríki eða sveitarfélögum. Eldri lög sem áttu við sum þessara safna féllu úr gildi með gildingu laganna 2013.2 Nýju lögin ná ekki til sérfræðisafna sem rekin eru af stofnunum og fyrirtækj- um sem eru ekki í eigu sveitarfélaga né ríkisins. Þótt viðurkennt sé að gott safn geti sparað tíma og þar með fjárútlát stofnunar og eða fyrirtækis eiga þessi söfn stundum erfitt uppdráttar sérstaklega þegar kemur að þrengingum hjá viðkomandi stofnun og virðist þá vera auðveldast að skera niður fjárveitingar til safnanna þar sem engin lög styðja tilverurétt þeirra. Sjaldan er sérstök fjárveiting þeim ætluð og því auðvelt að skera niður hjá þeim og hagræða þegar ný tækni er innleidd. Tímabilið 2000 – 2012 Á síðastliðnum 12 árum hafa orðið miklar tækniframfarir sem hafa haft gífurlegar breytingar í för með sér og áhrif á starfsemi flestra bókasafna. Má þar nefna nokkrar mikilvægar breytingar bæði hér á landi og erlendis sem hafa haft bæði góð og slæm áhrif á tilvist sérfræðisafna. Helstu breytingarnar eru: Vefurinn Rafrænt efni Samlög Opinn aðgangur Varðveislusöfn Útgefendur – fækkun – nýtt hlutverk Samskrá safna – Gegnir, Leitir.is Landskerfi Fækkun safna – samruni – þjónustusamningar Efnahagshrunið Endurskipulag, aðhald og starfsfólki fækkað Allar þessar breytingar hafa ákveðin áhrif á störf sem unnin eru innan safnanna. Störfin eru sérhæfðari og hafa færst yfir á færri hendur og unnin miðlægt fjarri söfnunum í sumum tilvikum. Má þar nefna skráningu, aðföng og uppbyggingu gagnagrunna. Vefurinn - fjaraðgangur að safnkosti Þróun á sviði upplýsingatækninnar hefur umbylt störfum á bókasöfnunum og starfsemi þeirra. Þar hefur átt sér stað mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.