Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.05.2013, Blaðsíða 25
25 bókasafnið 37. árg. 2013 aðgang að birtum vísindagreinum og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (2012) gerði slíkt hið sama í október 2012. Þrátt fyrir að kveðið sé á um opinn aðgang að rannsóknarnið- urstöðum í stefnu Vísinda- og tækniráðs hafa flestir íslenskir háskólar, stofnanir og rannsóknasjóðir ekki markað sér form- lega OA stefnu. Undantekningin er Háskólinn á Bifröst sem markaði sér OA stefnu í janúar 2012. Samkvæmt OA stefnunni „samþykkja akademískir starfsmenn skólans að leitast við að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, annað hvort í gegn- um tímarit sem gefin eru út í opnum aðgangi eða með safn- vistun“ (Háskólinn á Bifröst, 2012). Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís (2013) samþykkti reglur um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum í desember 2012. Í samræmi við regluna var bætt við ákvæði um opið að- gengi í samninga við rannsóknaraðila sem undirritaðir voru fyrir næsta styrktímabil 2013. Evrópusambandið (ESB) hefur frá 2008 lagt áherslu á OA í styrkjastefnu sinni, þar á meðal í FP7 rammaáætluninni sem margir íslenskir vísindamenn hafa sótt í (OpenAIRE, 2011). Hluti af þessu átaki er OpenAIRE verkefnið (Open Access In- frastructure for Research in Europe) sem er fjármagnað af ESB undir Seventh Framework Programme. Verkefnið heldur úti upp lýsingagátt um OA og veitir aðra þjónustu. Verkefnið hófst 2011 og hét þá OpenAIRE en árið 2012 breyttist heitið í OpenAIREplus (2011). Rúmlega 40 háskólar og vísindastofnanir í Evrópu taka þátt í verkefninu en Ísland gerðist þátttakandi árið 2011 og er höfundur fulltrúi Íslands í verkefninu. Verkefnið er um opinn aðgang, varðveislusöfn og hvernig hægt er að koma vísindum innan Evrópu á framfæri í opnum aðgangi. Þetta er gott tækifæri fyrir Ísland til að vinna betur að framgangi opins aðgangs og varanlegrar varðveislu vísindagagna. Verði opinn aðgangur að veruleika eins og allt bendir til þá munu aðföng og samningar um aðgang að tímaritum og bókum heyra sögunni til. Þessi störf eru mikilvæg á sérfræði- söfnum nú á tímum. Fjárveiting til safnanna mun breytast þar sem þau munu ekki sjá um þessi aðföng lengur þegar opinn aðgangur er kominn varanlega til sögunnar. Starfsmenn safn- anna verða að vera útsjónasamir með því að nýta sér hin nýju tækifæri sem bjóðast er tengjast vísinda- og útgáfustörfum. Fækkun safna – samruni – þjónustusamningar Starfsmenn sérfræðisafnanna hafa verið virkir þátttakendur í öllum þessum tækniframförum og hafa innleitt flestar nýjung- ar á söfnunum. Oftar en ekki hafa starfsmenn safnanna verið frumkvöðlar í innleiðingu tækninýjunga. Sú er samt raunin að þessar breytingar hafa þegar haft neikvæð áhrif þannig að störf hafa verið lögð niður og mörgum söfnum lokað. Þótt svo tæknin hafi haft afgerandi áhrif er ekki hægt að kenna tæknibreytingum alfarið um. Aðrar helstu ástæður eru: endur- skipu lag, aðhald, sameining, þjónustusamningar og efnahags- hrunið. Mörg dæmi eru um fækkun safna á Íslandi. Á 15 árum hefur heilbrigðissöfnum fækkað um 73%. Árið 1995 voru starfandi 11 heilbrigðisvísindabókasöfn. Árið 2012 voru heil- brigðis vísindabókasöfnin aðeins þrjú; Fagbókasafn Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA), Bókasafnið að Keldum og Heil- brigðis vísindabókasafn Landspítalans. Hjá Heilsugæslu Reykja - víkur er ekki lengur formlegt safn. Þann 3. mars 2000 varð samruni Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala háskólasjúkrahúss (skammstafað LSH). Söfn þeirra voru formlega sameinuð árið 2001 í eitt safn sem hlaut nafnið Bókasafn Landspítala háskólasjúkrahúss. Forsagan er að árið 1995-1996 var stofnað Sjúkrahús Reykjavíkur með samruna Borgarspítalans og St. Jósefsspítala Landakoti. Samtímis voru söfn þeirra sameinuð í eitt. Þetta safn var eitt þriggja safna sem sameinaðist Bókasafni Landspítalans árið 2001. Þriðja safnið var Geðdeildarsafnið sem hafði verið áður sjálfstætt safn á Landspítalanum. Árið 2001 breyttist heiti Bókasafns Landspítalans í Bókasafns- og upplýsingasvið Landspítalans (skammstafað BUSV) og var því stjórnað af sviðsstjóra sem er bókasafnsfræðingur. BUSV tilheyrði sérstakri skrifstofu sem hét Skrifstofa kennslu, vísinda og fræða. BUSV varð til við samruna bókasafnanna, tölvuvers LSH og ljósmyndadeildar. Á sviðinu störfuðu 24 starfsmenn sem voru bókasafnsfræðingar, ljós- myndarar og hönnuðir. Árið 2009 urðu þær breytingar að svið- ið var lagt niður og breytt í deild sem heyrði undir Skrifstofu kennslu-, vísinda og gæða. Yfir safninu var nú deildarstjóri, sá hinn sami og verið hafði sviðsstjóri BUSV og var nafni bóka- safnsins breytt í Heilbrigðisvísindabókasafn. Í lok árs 2012 urðu enn breytingar þannig að nú er safnið verkefni innan Vísindadeildar Landspítalans og yfirmaður verkefnastjóri. Árið 2001 störfuðu 24 starfsmenn og þar af tíu bókasafnsfæðingar á BUSV, en nú starfa þar átta manns, þar af þrír bókasafnsfræðingar í 2.8 stöðugildum, en sá fjórði er í námsleyfi til vorsins 2013. Bókasafn Landspítalans gerði þjónustusamninga við Krabbameinsfélagið árið 2001, Landlæknisembættið 2004, Reykjalund 2004 og Vinnueftirlitið árið 2010. Þarna störfuðu sérstök söfn sem voru lögð niður þegar þjónustusamning- arnir voru gerðir. Saga FSA er sambærileg sögu Bókasafns Landspítalans. Þar hefur starfsmönnum fækkað, yfirmaður heitir nú verkefnastjóri og starfsemi safnsins hefur breyst í verkefni sem fellur undir Vísindadeild spítalans. Frekari breytingar Á árinu 2013 standa fyrir dyrum breytingar á Siglingastofnun, Umferðarstofu, Vegagerð og Flugmálastjórn þar sem til stendur að sameina þessar stofnanir í tvær; Fjarsýsluna og Vegagerðina. Ekki er ákveðið hvað verður um gömlu stofnan- irnar né hvernig útgáfumálum þeirra verður háttað (Eiríkur Þ. Eiríksson, tölvupóstur 9. júlí 2012). Hjá Matís er ekkert form- legt bókasafn lengur. Bækur merktar Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins eru geymdar hjá Matís en voru áður hjá Sjávarútvegsbókasafninu. Þar er nú aðeins starfandi skjalasafn (Eydís Arnviðardóttir, tölvupóstur 28. júní 2012). Samvinna á innlendum og erlendum vettvangi Sérfræðisöfnin hafa verið þátttakendur í samvinnuverkefnum á innlendum og erlendum vettvangi. Flest þeirra eru virkir þátttakendur í Landsaðgangi og Gegni. Erlend sam- vinnuverkefni hafa til dæmis verið í tengslum við millisafnalán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.