Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 3

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 3
LÆKNAblaðið 2015/101 503 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagna- grunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Á forsíðu blaðsins að þessu sinni er vefverk eftir Örnu Óttarsdóttur (f. 1986) frá árinu 2013, Stelputeppi. Verkið sýnir teikningabrot úr skissubók Örnu þar sem krotað er yfir myndina og fyrir neðan má lesa „nei, nei“. Við gerð verksins kviknuðu frekari hugmyndir um yfirfærslu hálfkaraðs krots yfir í margslunginn myndvefnað og hefur listakonan unnið að nokkrum slíkum verkum undanfarið. Þess utan hefur Arna fengist við ýmsa aðra list- miðla. Við gerð veggteppanna hefur hugmyndin viðkomu á milli skissu- bókar og vefnaðar í tölvuforriti þar sem uppröðun og úrvinnsla á sér stað. Þar er átt við heildarmyndina eins og sjá má í stórum, aflituðum skellum sem koma fram við klippi- vinnu eða útstrokun á tölvuskjá. Þessu er öllu haldið til haga í endanlegri útfærslu. Þegar heildar- myndin er fullgerð sem skissa í tölvu hefst Arna síðan handa við að vefa. Í grunninn notar hún íslenska ull sem ofin er saman við sænska bómull. Hún notar allajafna fíngerðan þráð og fyrir vikið verður veggteppið létt og hálfgagnsætt. Þá hefur hún komist upp á lag með að lita ullarbandið og ná þannig fram hinni fölleitu litapallettu. Verkin eru ekki unnin í vefstól heldur í frístandandi ramma en þar gildir sama hugsun, samspil á lóðréttum og láréttum ásum. Í myndvefnaði sínum reynir Arna stöðugt að ögra þeirri grunnreglu með því að velja inn misflóknar myndir með skálínum, spírölum og hring- formum. Hún leikur sér að því að draga fram hversdagslega þætti úr starfi listamanna sem yfirleitt eru máðir út áður en listaverk lítur endanlega dagsins ljós. Brottkastinu, skissubókum og Photoshop- skjölum, er gert hátt undir höfði. Samsuða þessi verður síðan efniviður í verkum sem hún er langtímum saman að fullklára. Þetta misræmi myndar forvitnilega spennu í verkunum sem og togstreitan á milli hefðbundins handverks og hugmyndafræðilegra aðferða samtímalistar. Nú á vetrarmánuðum má sjá sýningu Örnu Óttarsdóttur á veggteppum í i8 gallerí á Tryggvagötu. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Hildibrandur Bjarnason bóndi og safnstjóri hákarlasafnsins í Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi tók glaðbeittur á móti fundarmönnum aðalfundar LÍ sem haldinn var í Stykkishólmi 1.-2. október síðastliðinn. Hildi- brandur og hans fólk hefur komið upp myndarlegri aðstöðu í stórum skála til að taka á móti ferða- mönnum sem vilja fræðast um hákarlaveiðar við Íslandsstrendur fyrr og nú og verkun hákarlsins er skýrð í máli og myndum, og útlist- uð öll þau not sem forfeður okkar höfðu af skepnunni. Hildibrandur fór á kostum í frásögnum sínum af hákarlaveiðum og sagði það lítinn hákarl sem ekki næði einu tonni að þyngd, hákarlaveiðar væru þó með öllu aflagðar við Ísland og hann fengi sitt hráefni af grænlenskum togurum þar sem hákarlinn kæmi sem meðafli með öðrum fiski. Sýnikennsla Hildibrands hvernig konur gætu notað skráppjötlu sem áhrifaríka vörn gegn fjölþreifnum karlmönnum vakti ómælda kátínu þó ólíklegt sé að þar megi finna viðskiptatækifæri á nútímavísu. Gestum var boðið upp á bæði skyr- Hákarl og brennivín í Bjarnarhöfn og glerhákarl, harðfisk og hákarlalýsi fyrir þá sem það vildu og einnig selspik og svo var öllu skolað niður með staupi af íslensku brennivíni (í boði Læknafélagsins). Hildibrandur sagði hákarlalýsi mun betra viðbit með harðfiski en smér en tókst þó ekki að sannfæra neinn viðstaddan um ágæti hugmyndarinnar. Eftir skemmtilega viðdvöl var svo haldið til baka þar sem beið framreiddur nútímakvöldverður á Hótel Stykkishólmi. ábendingar1 Pradaxa®(dabigatran) 5 NÝ IS -P R A- 14 -0 1- 30 , A U G 14 Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og(DVT) til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum Meðferð hjá fullorðnum við lungnasegareki og til fyrirbyggjandi(PE) meðferðar við endurteknu lungnasegareki Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls hnéliðskipti Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum* Varðandi heimild og nánari upplýsingar er vísað í stytta samantekt á eiginleikum lyfsins á bls. XX * Til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA); aldur 75 ára; hjartabilun (NYHA (New York Heart Association)≥ �okkur II); sykursýki; háþrýstingur.≥

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.