Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 21

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 21
LÆKNAblaðið 2015/101 521 Tölfræðiúrvinnsla Þegar unnið var úr gögnum eftir íhlutunartímabil voru þær kröfur gerðar varðandi gönguþjálfunina að þátttakandi þurfti að hafa gengið að minnsta kosti 20 mínútur tvo daga í viku alla rann- sóknina svo hægt væri að nýta niðurstöður við úrvinnslu gagna. Varðandi líkamsræktarþjálfunina þurfti þátttakandi að hafa mætt að minnsta kosti tvö skipti í viku og vera alla vega 20 mínútur í hvert skipti svo hægt væri að nýta niðurstöður við úrvinnslu gagna. Gerð var krafa um 80% mætingu á alla fræðslufyrirlestra. Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið SPSS 17.0 (Stat- istical Package for the Social Sciences). Við greiningu gagna var notað parað t-próf fyrir mælingar innan sama hóps, þar sem for- senda um normaldreifingu gagna var til staðar (Shapiro-Wilk ś).22 Meðaltöl og staðalfrávik voru reiknuð. Marktækni var miðuð við 5% marktektarmörk (p<0,05). Áhrifastærð var reiknuð með Cohen ś d á eftirfarandi hátt fyrir endurteknar mælingar: Áhrifastærð = Meðaltalsmunur/((staðalfráviki 1 + staðalfrávik 2)/2).23 Tekin voru sex einstaklingsviðtöl. Viðtölin voru hljóðrituð, tóku á bilinu 25 til 52 mínútur og voru opin og óstöðluð. Notast var við viðtalsherbergi sem kunnugt var þátttakendum. Við greiningu og úrvinnslu viðtala var unnið eftir skýru verklagi og rannsóknarað- ferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði.21 Niðurstöður Niðurstöður úr greiningarviðtalinu PANSS má sjá í töflu I. Þar kemur fram að þátttakendur skoruðu lægra hvað viðkemur nei- kvæðum einkennum t(10) = 2,68, p<0,05 og almennum geðrænum einkennum t(10) = 3,46, p<0,05 eftir 20 vikna íhlutun. Ekki varð breyting á jákvæðum einkennum. Í töflu I má sjá að hvíldarpúls þátttakenda lækkaði að meðaltali um 7 slög á mínútu t(13) = 5,06, p<0,05 yfir íhlutunartímabilið. Ekki urðu breytingar á þyngd, efri eða neðri mörkum blóðþrýstings, mittisummáli né líkams- þyngdarstuðli yfir rannsóknartímabilið. Heildarniðurstöður úr kvörðum sem lagðir voru fyrir í upp- hafi og lok íhlutunar má sjá í töflu I. Það dró úr þunglyndi t(12) = 2,79, p<0,05 og kvíða t(12) = 2,34, p<0,05 og jákvæð breyting varð á þeim þremur hlutum CORE-OM-kvarðans sem notast var við, líðan t(13) = 2,46, p<0,05, vandamál t(13) = 3,02, p<0,05 og virkni t(13) = 3,95 p<0,05. Þar að auki jukust lífsgæði, t(13) = 4,40, p<0,05 eftir íhlutunina en engar breytingar urðu á sjálfstrausti (RSES), vonleysi (Becks) né streitu (DASS). Hreyfing þátttakenda jókst eftir því sem leið á rannsóknina eins og sjá má á mynd 1. Í fyrstu vikunni hreyfði hver þátttakandi sig í að meðaltali 39 mínútur, eða um 14 mínútur þrisvar sinnum í viku. Í lok rannsóknar hreyfði hver þátttakandi sig að meðaltali 133 mínutur á viku eða um 44 mínútur þrisvar sinnum í viku. Dæmi um svör sem komu fram í einstaklingsviðtölum má sjá í töflu II. Í viðtölunum lýstu þátttakendur betri stjórn á jákvæðum einkennum geðklofa eins og að hafa betri stjórn á hugsunum og að eiga auðveldara með að leiða hjá sér ofskynjanir. Þar kom fram að þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með íhlutunina, þeim fannst gaman að hreyfa sig og fundu mikinn mun á sér bæði andlega og líkamlega. Hreyfingin hafði góð áhrif þar sem þátt- takendum fannst auðveldara að umgangast annað fólk, að sjálf- traust þeirra yxi og að drægi úr kvíða og þunglyndi. Umræða Niðurstöður sýna heilsufarslegan ávinning að lokinni 20 vikna íhlutun hjá sjúklingum með geðklofa. Breytingar til batnaðar urðu á neikvæðum einkennum geðklofa, þunglyndi, kvíða, streitu og Tafla I. Meðaltöl (staðalfrávik) á mælingum fyrir og eftir íhlutun. Mælitæki Fyrir Eftir Áhrifastærð (Cohen´s d) P-gildi Þyngd (kg) 90,9 (27,9) 89,8 (25,7) 0,1 0,301 Líkamsþyngdarstuðull (kg/m²) 28,7 (23,4) 28,3 (22,1) 0,1 0,420 Mittisummál (cm) 98,5 (19,1) 97,1 (16,9) 0,2 0,225 Blóðþrýstingur Efri mörk (mmHg) 131,4 (19,0) 126,6 (9,1) 0,3 0,235 Neðri mörk (mmHg) 82,6 (16,3) 83,9 (15,5) 0,1 0,710 Hvíldarpúls (slög á mín) 90,3 (15,8) 82,8 (12,0) 0,5* 0,001 PANSS jákvæð einkenni 11,7 (3,7) 10,8 (3 ,6) 0,2 0,064 Neikvæð einkenni 19,2 (3,5) 17,7 (4,1) 0,4* 0,023 Alm. geðræn einkenni 45,5 (8,1) 42,2 (7,8) 0,4* 0,006 dASS Þunglyndi 14,7 (11,2) 5,3 (7,3) 0,8* 0,016 kvíði 12,0 (10,7) 6,2 (4,6) 0,5* 0,037 Streita 10,5 (9,4) 7,5 (5,9) 0,3 0,060 CoRE-oM Virkni 32,7 (3,7) 25,6 (4,1) 1,9* 0,029 Líðan 10,0 (2,0) 7,6 (2,6) 1,3* 0,020 Vandamál 23,6 (6,0) 17,2 (3,8) 1,1* 0,010 QoLS 50,0 (4,7) 56,8 (4,7) 1,4* 0,001 Rosenberg 23,5 (5,6) 25,7 (2,8) 0,4 0,090 BHS 9,9 (2,0) 9,0 (1,6) 0,4 0,385 Gildi: Meðaltal (staðalfrávik), *p<0,05 dASS: depression, Anxiety, Stress Scale; CoRE-oM: The Clinical outcomes in Routine Evaluation outcome Measure; QoLS: Quality of Life Scale; Rosenberg: Rosenberg Self- Esteem Scale; BHS: Beck Hopelessness Scale. PANSS: Positive and Negative Syndrome Scale. Mynd 1. Meðaltal og staðalfrávik fyrir vikulega hreyfingu þátttakenda yfir íhlutunar- tímabilið. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.