Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.11.2015, Blaðsíða 28
528 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Það er gríðarlega mikilvægt að efla heimilislækningar á Íslandi og auka vægi þeirra í grunnámi læknisfræðinnar auk þeirrar áherslu sem leggja þarf á sérnámið,“ segir Alma Eir og bætir við að ef halda eigi í horfinu við eðlilega endurnýjun heimilislækna þurfi allt að helmingur hvers árgangs unglækna að leggja þetta sérnám fyrir sig. „Það gerist hins vegar ekki nema heimilislækningar séu kynntar nægilega vel og snemma fyrir læknanemunum. Við þurfum að auka vægi heimilislækninga í læknadeild til að þetta megi verða.“ Með nýrri reglugerð um sérnám í lækn- isfræði sem tók gildi síðasta vor og var kynnt í 6. tbl. Læknablaðsins 2015 er einnig kveðið á um breytingar á samsetningu kandídatsárs þar sem tíminn á heilsu- gæslu verður fjórir til sex mánuðir í stað þriggja mánaða. Alma segir þetta munu eflaust hafa þau áhrif að fleiri kandídatar íhugi að leggja fyrir sig sérnám í heimilis- lækningum. „Þegar þau sjá hvað þetta er ofboðslega fjölbreytt og skemmtilegt nám og starf.“ Frá vöggu til grafar Alma rifjar upp að um nokkurra ára skeið eftir að héraðskyldan svokallaða lagðist af, hafi engin skylda verið að verja hluta kandídatsársins á heilsugæslustöð. „Þetta var þannig til ársins 2000 og við erum enn að súpa seyðið af því hversu fáir læknar völdu heimilislækningar sem sérgrein á þessum árum. Þegar ég kom heim eftir sérnám árið 2000 voru tveir sérnáms- læknar í heimilislækningum hér en nú eru þeir tæplega 40. Við útskrifum núna 8-10 heimilislækna annað hvert ár en þyrftum að útskrifa ennþá fleiri ef við ætluðum að halda eðlilegri endurnýjun í stéttinni.“ Alma segir sérgreinina hafa breyst mik- ið á undanförnum árum. „Það er því enn mikilvægara að kynna hana fyrir unga fólkinu okkar svo það átti sig á því hversu mikla möguleika hún býður uppá. Það er hægt að stunda rannsóknir og leggja fyrir sig undirsérgreinar á sviði héraðslækn- inga, eða taka viðbótarsérgrein í öldrun. Þetta er fjölbreyttasta sérnám sem hægt er að fara í en líka mjög erfitt og krefjandi. Það má segja að heimilislæknirinn fylgi skjólstæðingum sínum frá vöggu til grafar því hann sinnir mæðraeftirliti, ungbarna- eftirliti, börnum, unglingum, öldruðum og fólki með alvarlega langvinna sjúkdóma, það eru oft mjög flókin tilfelli þar sem vandamálin eru líkamleg, félagsleg og geðræn. Samskiptin við sjúklingana eru mjög mikil og náin og það eru alls ekki allir sem hafa það sem þarf í þetta. Aðrir sérgreinalæknar segja gjarnan að erfiðustu dagarnir þeirra séu göngudeildardagarnir en þannig eru allir dagar heimilislæknis- ins. Það er í rauninni ekki hægt að ætlast til þess að heimilislæknirinn sinni svona krefjandi starfi eingöngu og mikilvægt að geta boðið upp á aðra hluti með sem eru líka krefjandi en á annan hátt, eins og að kenna, sinna rannsóknum og öðru slíku. Það eykur einmitt á fjölbreytnina í starf- inu.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni er sér- námsgreinunum gert að leggja fram mark- lýsingu á náminu sem síðan er samþykkt af matsnefnd. Nefnd á að taka út kennslu- stöðvar og meta hæfi þeirra til að kenna og í henni sitja Reynir Tómas Geirsson, „Heimilislækningar eru fjölbreyttar, krefjandi og spennandi“ segir Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri í sérnámi heimilislækninga „Við byggjum á 25 ára reynslu af kennslu í heimilislækningum á Íslandi og við erum mjög stolt af því að geta sagt að skipulag sérnámsins sé mjög gott og standi jafnvel framar því sem er í boði í nágrannalöndunum,“ segir Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.