Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 40

Læknablaðið - 01.11.2015, Side 40
& Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð Sykursýki tegund 2 IS /L R/ 04 14 /0 17 9 540 LÆKNAblaðið 2015/101 Allir geta verið sammála um að lyfja­ ávísanir verða að vera eins öruggar og frekast er unnt. Á árum áður voru allir lyfseðlar skrifaðir á pappír, síðan komu símaávísanir, ávísanir með símbréfum og ávísanir gegnum tölvukerfi eða á netinu. Öll þessi kerfi hafa sína kosti og galla en nú er stefnt að því að innan tíðar verði all­ ar lyfjaávísanir rafrænar sem er talin vera öruggasta og hagkvæmasta aðferðin. Allir læknar hafa á einn eða annan hátt aðgang að rafrænu lyfjaávísanakerfi þannig að þetta markmið er raunhæft. Svipað má segja um afhendingu lyfja í lyfjabúð eða skömmtun í heimahús, gegn framvísun skilríkja, sem teljast nægjanlega öruggar aðferðir. Stöðugt fleiri læknar nota lyfja­ gagnagrunn landlæknis en í september 2015 nýttu 867 læknar grunninn í starfi sínu, í september 2014 var fjöldinn 412. Ljóst er að aðgengi lækna að lyfjagagna­ grunni hefur aukið öryggi ávísana og bætt starfsumhverfi lækna en fleira þarf að koma til. Samskipti læknis og sjúklings Áður hefur verið fjallað í þessum pistlum um vandamál með sjálfvirkni í lyfjaávís- unum sem oftast stafa af því að sambandi læknis og sjúklings er ábótavant. Á vefsíð- unni heilsuvera.is geta sjúklingar sjálfir séð hvaða lyf þeir hafa verið að fá og hvað þeir eiga óafgreitt en þannig geta þeir iðulega sloppið við að leita til læknis að óþörfu. Á sama hátt getur læknirinn séð hvað viðkomandi sjúklingur er að fá af lyfjum, frá sér og öðrum læknum, og hvað hann á óafgreitt (sjá eldri pistla um það efni). Allt þetta eykur öryggi og bætir samskipti læknis og sjúklings. Stöðugt fleiri heilsu- gæslustöðvar bjóða uppá endurnýjun lyf- seðla með tengingu gegnum „heilsuveru“ og verða það að teljast örugg samskipti. Stofnun og endurnýjun lyfseðla í gegnum síma er ekki eins örugg aðferð nema ef læknirinn talar við sjúklinginn sjálfan og þekkir röddina. Sumir læknar eiga sam- skipti við sjúklinga með tölvupósti sem er sæmilega örugg aðferð. Gallar á kerfinu og fyrirbyggjandi aðgerðir Engin samskiptakerfi eru gallalaus og þekktur er fjöldi tilvika þar sem beitt hef- ur verið blekkingum eða fölsunum til að útvega lyf, og þá er venjulega um að ræða ávanabindandi lyf. Læknar þurfa að vera sérstaklega varkárir þegar um er að ræða ávísanir á ávanabindandi lyf, bæði nýjar ávísanir og endurnýjun eldri ávísana. Þegar um slík lyf er að ræða ættu læknar helst ekki að fela öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum að taka við beiðnum heldur gera það sjálfir. Þekkt eru allmörg dæmi um að ein­ staklingur með fíknivanda hringi í lækni og villi á sér heimildir eða þykist vera aðstandandi tiltekins sjúklings. Síðan er beðið um lyfjaávísun sem þessi ein­ staklingur leysir út í lyfjabúð. Dæmi eru um að slíkar falsanir hafi viðgengist mánuðum saman án þess að upp kæmist og þær komast ekki endilega upp nema fyrir einskæra tilviljun. Þetta undir­ strikar að þegar um ávanabindandi lyf er að ræða þurfa læknar að vera á verði gagnvart einstaklingum sem reyna að blekkja þá. Góð regla er að skrifa ekki út ávanabindandi lyf í fyrsta skipti án þess að hitta sjúkling. Önnur regla er að hitta reglulega þá sjúklinga sem fá miklu ávísað og fara yfir stöðuna. Þó læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni vantar enn upp á að þeir hafi heildarsýn. Þannig hefur borið á því að læknar séu skráðir fyrir vélskömmtun án þess að þeir viti af því. Stutt er síðan vélskömmtun fór að berast í nýja lyfjagagnagrunninn en nú geta læknar séð skammtanir og í gáttinni má sjá nafn þess læknis sem stendur fyrir skömmtuninni. Telji læknir nauðsynlegt að breyta skömmtun eða fella hana niður getur hann fengið upplýsingar hjá Emb­ ætti landlæknis um hvaðan skömmtun er afgreidd (nafn skömmtunarfyrirtækis). Samskipti læknis og Embættis landlæknis Samskipti lækna við Embættið fara að mestu fram bréfleiðis, með tölvupóstum eða í gegnum síma. Mikið af þessum sam- skiptum snúast um lyfjaávísanir. Bréf með persónuupplýsingum eru, öryggisins vegna, send í ábyrgðarpósti. Þessi bréf eru send á heimili viðkomandi læknis vegna þess að landlæknir hefur ekki aðgang að skrá yfir starfsstöðvar lækna og þar að auki verður að telja það öruggara vegna minni hættu á að bréfið sé opnað af öðr- um en lækninum sjálfum. Æskilegt væri að koma á samskiptum milli lækna og Embættis landlæknis sem væru þægilegri og ódýrari en engu að síður örugg; það mál er í skoðun. Öryggi lyfjaávísana Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is Ólafur b. Einarsson sérfræðingur lárus S. Guðmundsson lyfjafræðingur F R Á E M b æ T T i l a n D l æ k n i S 1 1 . p i s t i l l

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.