Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 8. maí 200910 Fréttir
Samkvæmt heimildum DV afneitaði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip, tengslum við ShopUSA fyrir
nokkrum árum þegar Eimskip spurði um þau. Það er ljóst að hann hefur farið með rangt mál bæði
gagnvart fyrirtækinu og í samtali sem hann átti við DV. Talið er að erlendir kröfuhafar taki yfir rekstur
Eimskip í júní. Þrjú af skipum félagsins hafa legið við bryggju í Noregi og Danmörku í nokkurn tíma.
Þau voru fjármögnuð af sænska bankanum Nordea.
DV birti á miðvikudag upplýsing-
ar um að Eimskip hefði keypt félag í
eigu eiginkonu forstjórans. Eimskip
keypti félagið IceExprsess í febrú-
ar 2008. IceExpress keypti félagið
ShopUSA í september 2007 af Hildi
Hauksdóttur, eiginkonu Gylfa Sig-
fússonar, forstjóra Eimskip. Í lok árs
2007 var IceExpress orðið stærsti
undirverktaki Eimskip í Banda-
ríkjunum.Í viðtali við DV afneit-
aði Gylfi eignarhlut eiginkonunnar.
Hann sagði hana einungis starfa fyrir
ShopUSA. Þess skal auk þess getið að
við kaup Eimskip á IceExpress fylgdi
ShopUSA ekki með í kaupunum.
Tengslin gagnrýnd
Eins og sést í afritum sem birtast
með greininni á Hildur Hauksdóttir
50 prósent í ShopUSA holding ehf..
Það er því ekki rétt hjá Gylfa að kona
hans eigi ekki eignarhlut í félaginu.
Þar sést líka að faðir hennar Haukur
F. Leósson fer með prókúruumboð
félagsins. Samkvæmt heimildum
DV var sett út á tengsl ShopUSA við
Eimskip fyrir nokkrum árum. Þau
voru talin óheppileg. Þá sagðist Gylfi
ekki hafa neinna hagsmuna að gæta
vegna ShopUSA. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að það er ekki rétt. Einn-
ig lét Gylfi þau orð falla að þetta væri
eitthvað sem væri farið að tíðkast
á Íslandi. Nýir viðskiptahættir hafi
komið með yfirtökum útrásarvíking-
anna á íslenskum fyrirtækjum.
Fjárfestu í sex skipum
Í janúar 2004 keypti Eimskip 51
prósent hlut í norska skipafyrir-
tækinu CTG. Í október 2005 keypti
félagið síðan 49 prósent hlut í fé-
laginu og átti eftir það félagið að
fullu. Strax um sumarið 2004 hóf
Eimskip að láta smíða ný skip fyr-
ir CTG. Í lok árs 2005 hafði félagið
sex skip í smíðum. Heildarfjárfest-
ingin í þessum sex nýju skipum er
talinn hafa numið átta milljörðum
króna. Öll skipin voru smíðuð í Nor-
egi í dýrustu skipasmíðastöðvum
heims. Sem dæmi hafi einungis eitt
af þeim skipum sem Landsbankinn
fjármagnaði verið fjármagnað með
venjulegu láni. Hin tvö munu hafa
verið fjármögnuð með yfirdrætti.
Þrjú skip liggja við bryggju
Samkvæmt heimildum DV fjár-
magnaði Landsbankinn þrjú af
þessum skipum, Svartfoss, Holm-
foss og Polfoss. Hin þrjú skipin voru
fjármögnuð af sænska bankanum
Nordea sem er stærsti banki Norð-
urlandanna. Þau skip heita Storfoss,
Langfoss og Dalfoss. Að sögn heim-
ildamanns DV hefur Storfoss leg-
ið við bryggju í Álasundi í Noregi í
nokkurn tíma. Dalfoss og Langfoss
liggja við bryggju í Árósum í Dan-
mörku. Samkvæmt heimasíðu Eim-
skip hefur Dalfoss legið sex daga við
bryggju, Langfoss 16 daga og Stor-
foss 20 daga. Þau hafa þó legið mun
lengur í höfn. Ástæða þess að dag-
arnir eru ekki réttir er sú að þau hafa
verið færð á milli bryggja í millitíð-
inni og þá er byrjað að telja aftur.
Sex milljónir á dag
Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna
skipin þrjú sem Nordea fjármagn-
aði liggja við bryggju en ekki þau
sem Landsbankinn fjármagnaði. Þó
er talið að þar sem Nordea á veð í
þeim hafi Eimskip ákveðið að skila
þeim. Í samtali við DV sagðist Páll
Benediktsson, upplýsingafulltrúi
skilanefndar Landsbankans, ekki
kannast við þessar fullyrðingar.
Samkvæmt heimildum DV kost-
ar það Nordea nálægt 6 milljónum ís-
lenskra króna á dag að láta þessi skip
standa án þess að þau séu notuð. Ef
þau standa í mánuð kostar það Nor-
dea því í kringum 170 milljónir króna
án þess að tekjur komi inn á skipin.
Þessi kostnaður leggst ekki á Lands-
bankann þar sem skipin þrjú sem
þeir fjármögnuðu eru stöðugt í sigl-
ingum.
Sá orðrómur er auk þess á kreiki
að norskt dótturfélag Samskipa sem
heitir Silver Sea sé í viðræðum um
leigu á skipunum sem Nordea fjár-
magnaði. Þetta hefur ekki fengist
staðfest.
Yfirtekið af erlendum
kröfuhöfum
Þeir sem DV ræddi við finnst skrýtið
að ekki sé búið að skipta um stjórn
Eimskip. Þar sitja ennþá fulltrúar
gömlu hluthafanna. Þrír þeirra eru
fulltrúar Björgólfs Guðmundssonar.
Einn viðmælandi sem blaðið ræddi
við taldi mjög líklegt að breyting
yrði gerð á stjórninni á næsta að-
alfundi Eimskip. Gylfi Sigfússon
sagði að aðalfundur yrði haldinn í
lok maí.
Einn heimildarmaður sagði að
erlendir kröfuhafar myndu þá yfir-
taka félagið og fara með yfirstjórn
þess. Gylfi eigi þó áfram að fara
með stjórnina. Guðmundur P. Dav-
íðsson, framkvæmdastjóri Eimskip
á Íslandi, verði þó látinn fara. Guð-
mundur er bróðursonur Björgólfs
Guðmundssonar. Hann var ráðinn
til Eimskip í september 2007 um
það leyti sem yfirtaka Björgólfs var
að hefjast. Guðmundur starfaði fyr-
ir það sem framkvæmdastjóri Grett-
is, félags Björgólfs, stærsta hluthafa
Eimskip. Á árunum 2003 til 2007
starfaði hann í Landsbankanum.
Björgólfur sendi sem kunnugt
er yfirlýsingu frá sér í vikunni. Þar
kom fram að persónulegar ábyrgðir
hans tengdar Eimskip og Icelandic
séu 50 milljarðar í gegnum félagið
Gretti.
Óskynsamlegar fjárfestingar
Fjárfestingar Eimskip á síðustu
árum þóttu margar hverjar ekki
skynsamlegar. Einn viðmælandi
sem DV ræddi við og þekkir vel til
málefna Eimskip nefndi sem dæmi
yfirtökuna á kanadíska félaginu
Atlas árið 2006. Þá hafi 20 fjárfest-
um verið kynnt félagið en einungis
Eimskip hefði boðið í það. Þrátt fyr-
ir það hækkaði Eimskip tilboð sitt.
Kaupverðið þá var 34,5 milljarðar
íslenskra króna. Sama hafi átt við
um aðrar fjárfestingar. „Þetta voru
menn sem vissu ekkert hvað þeir
voru að gera,“ sagði einn viðmæl-
andi DV.
DV mun í næstu viku fjalla meira
um málefni Eimskips.
Laug að óskabarni
þjóðarinnar
annaS SiGmundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Gylfi Sigfússon Ljóst er að gylfi laug bæði að dV og að Eimskip um tengsl sín
við shopusa.
Langfoss og dalfoss Þessi skip liggja
við höfn í Árósum í danmörku. sænski
bankinn Nordea fjármagnaði þau og
hafa þau staðið við bryggju í nokkurn
tíma.
ShopuSa á Íslandi
Hér sést að Hildur
situr í stjórn félagsins
og faðir hennar Haukur
f. Leósson fer með
prókúruumboð.