Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 21
föstudagur 8. maí 2009 21Helgarblað „Mjög ljótur“ Maður grunaður upplifðu þegar þau uppgötvuðu að dóttir þeirra væri horfin. Á meðal þess sem Kate sagði var að henni hefði verið ráðlagt að sýna engar tilfinningar þegar hún höfð- aði til mannræningjans, eða ræn- ingjanna, og bað um að Madeleine yrði skilað því sá sem rændi henni „gæti fengið einhvers konar... ánægju af því“. Kate var gjarna gagnrýnd á þessum tíma fyrir að sýna ekki til- finningar opinberlega. Hjá Opruh Winfrey upplýsti Kate að hún hefði „grátið í sjötíu og tvær klukkustundir“ og hefði „verið dofin“. Í nýlegum símtölum til einkaspæj- ara McCann-hjónanna hafa komið fram upplýsingar um hátt í þrjátíu til- felli þar sem mögulega hefur sést til Madeleine, aðallega í Bandaríkjun- um og Suður-Ameríku, en fá tilfelli sem rekja má til Evrópu. Teikning af grunuð- um manni sjónar- vottur lýsir honum sem „mjög ljótum“ manni. Magnús Þorsteinsson hefur átt í viðræðum við skilanefnd Landsbankans vegna hárrar skuldar við bankann. Magnús fékk lán þegar hann keypti Eimskip árið 2004. Straumur fékk Magnús lýstan gjaldþrota vegna ábyrgðar á láni BOM-fjár- festinga. Milljarða skuld Magnús Þorsteinsson, sem úr- skurðaður var gjaldþrota í Héraðs- dómi Norðurlands eystra á mánu- daginn vegna rúmlega milljarðs króna skuldar við Straum-Burðar- ás, skuldar gamla Landsbankan- um um þrjá milljarða króna, sam- kvæmt heimildum DV. Skuldir Magnúsar við bankann munu vera tilkomnar vegna þess að Magnús fékk lán til að kaupa Eimskip árið 2004 sem hann svo renndi inn fyr- irtæki sitt Avion Group. Skilanefnd Landsbankans hef- ur átt í viðræðum við Magnús út af skuldinni. Þetta staðfestir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi gamla Landsbankans. Páll get- ur hins vegar hvorki gefið upp fyr- ir hönd skilanefndarinnar hversu háa fjárhæð Magnús skuldar né hvort hann hafi skrifað undir sjálf- skuldarábyrgð vegna skuldanna. Hann getur heldur ekki sagt til um hvernig viðræðurnar við Magnús hafa gengið eða til hvaða aðgerða skilanefnd Landsbankans muni grípa gegn Magnúsi ef skuldin fæst ekki greidd. Í tilfelli skuldarinnar við Straum- Burðarás skrifaði Magnús upp á sjálfskuldarábyrgð í janúar árið 2008 vegna útistandandi láns sem BOM-fjárfestingar tóku hjá bank- anum árið 2005 en Magnús var þá að kaupa fyrirtækið. Þess vegna féll skuldin á bú Magnúsar sjálfs. Samanlagt nema skuldir Magn- úsar við þessi tvö fjármálafyrirtæki því líklega rúmlega þremur millj- örðum króna. Líklegt þykir að þessi tvö fjármálafyrirtæki séu stærstu skuldunautar Magnúsar vegna tengsla hans við þau. En Magn- ús var einn af stærstu eigendum Landsbankans þar til árið 2005 og var viðskiptafélagi Björgólfs Guð- mundssonar og sonar hans Björg- ólfs Thors sem voru stærstu ein- stöku hluthafar Landsbankans og Straums. Magnús sendi á miðvikudag frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki flutt lög- heimili sitt til Rússlands vegna þess að Straumur hefði lagt fram gjaldþrotaskiptabeiðni gegn hon- um vegna skuldarinnar því hann hefði ekki vitað af henni þegar hann flutti lögheimil- ið. Magn- ús sagðist í tilkynn- ingunni harma að þessi aðgerð sín hefði verið túlk- uð sem flóttatil- raun og að hann ætlaði ekki að hlaupast undan skyldum sín- um. ingi@dv.is IngI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is skuldar landsbankanum nokkra milljarða magnús Þorsteinsson, sem úrskurðaður var gjaldþrota á mánudaginn vegna vanefnda við fjárfestingabankann straum, skuldar Landsbankanum nokkra milljarða króna. Hann hefur átt í viðræðum við skilanefnd bankans út af málinu. Hann sést hér með Björgólfi guðmundssyni. „Samanlagt nema skuldir Magnúsar við þessi tvö fjármálafyr- irtæki því líklega rúm- lega þremur milljörð- um króna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.