Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 18
föstudagur 8. maí 200918 Fréttir
Stjórnarliðar fullyrða að lögð verði fram stjórnartillaga um lausn ESB-málsins á Alþingi. Jafnframt er full-
yrt að stjórnarflokkarnir þurfi ekki að reiða sig á stuðning forystumanna stjórnarandstöðunnar þótt hendur
stjórnarþingmanna verði ekki bundnar. Búist er við að stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar verði borin undir
æðstu stofnanir flokkanna á sunnudag.
Tillaga um ESB í nafni
STjórnarinnar
Stjórnarflokkarnir hafa komið sér
niður á aðferð til þess að leggja fram
ESB-málið fyrir Alþingi þannig að
viðunandi teljist fyrir Samfylkinguna
og VG. Tillagan verður þar af leiðandi
lögð fram sem tillaga stjórnarinn-
ar eða stjórnarfrumvarp. Það merk-
ir hins vegar ekki að einstakir þing-
menn geti ekki fylgt sannfæringu
sinni svo sem lög gera ráð fyrir. Á það
er bent að afstaða til umsóknar um
aðild, hvað þá til inngöngu í Evrópu-
sambandið, sé þverpólitískt mál sem
ágreiningur sé um í öllum stjórn-
málaflokkum.
Margir stjórnarliðar fullyrða í
samtali við DV að bundið verði svo
um hnúta að afgreiðsla ESB-máls-
ins verði ekki háð afstöðu forystu
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins. Meginatriði sé að tillag-
an verður borin upp sem stjórnartil-
laga.
Ekki mótfallin sátt í þinginu
Þótt margir þingmenn í Sjálfstæð-
isflokknum og Framsóknarflokkn-
um séu hlynntir aðildarumsókn
hafa forystumenn flokkanna tvegga
gagnrýnt þann möguleika að stjórn-
arflokkarnir leggi málið í hendur
þingsins og með þeim hætti verði
treyst á stuðning úr röðum stjórn-
arandstöðunnar. Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, þingkona Sjálfstæðis-
flokksins, hefur lýst afdráttarlausum
vilja til þess að sækja um aðild að
Evrópusambandinu. Hún kveðst
hins vegar ekki vera viss um að hún
gæti stutt tillögu sem Samfylkingin
flytti ein eða fæli í sér að Samfylk-
ingin fengi einhvers konar forræði
um framvindu málsins. „Ég vil sjá
hvað frá stjórnarflokkunum kemur.
Mér þykir það harla bágborið ef þeir
geta ekki komið sér saman um þetta
og ætli að vísa þessu til annarra. Ég
er ekkert á móti því hins vegar að
reyna að skapa sátt um þetta í þing-
inu,“ segir Ragnheiður.
Meirihlutinn vill sækja um
Stjórnarþingmenn eru þegjandaleg-
ir um stefnuyfirlýsingu væntanlegr-
ar ríkisstjórnar, en hún þarf að hljóta
náð fyrir augum æðstu stofnana
flokkanna tveggja áður en hún verð-
ur kynnt opinberlega. Búist er við
að miðstjórnir eða flokksráð flokk-
anna verði kölluð saman til fundar á
sunnudag.
Könnun Capacent fyrir RÚV sýnir
að liðlega 60 af hundraði landsmanna
eru hlynntir viðræðum um aðild að
ESB. Athygli vekur að umtalsverður
meirihluti stuðningsmanna VG styð-
ur aðildarviðræður eða 47 prósent.
36 prósent VG-kjósenda eru andvígir
aðildarumsókn. Meirihluti er hlynnt-
ur aðildarviðræðum í öllum flokkum
nema Sjálfstæðisflokki.
Litlu sem engu munar þegar spurt
er um inngöngu í Evrópusambandið;
fylkingarnar eru nánast jafn stórar, þó
eru þeir ívið fleiri sem vilja inn í sam-
bandið en þeir sem vilja standa utan
þess.
Forystumenn VG, sem DV talaði
við í gær, telja að afstaðan innan VG sé
nánast samhljóða afstöðu þjóðarinn-
ar til Evrópumálanna. Ekkert sé því til
fyrirstöðu að bera upp tillögu í þinginu
sem svari spurningunni hvort sækja
eigi um aðild. Það bindi ekki hendur
flokka né einstakra þingmanna til þess
að berjast gegn aðild eða fylgja málinu
eftir komi til þjóðaratkvæðagreiðslu
um hugsanlegan aðildarsamning.
Endurspeglar þingið þjóðarvilj-
ann?
Stjórnarliðum úr röðum Samfylkingar-
innar þykir lítið leggjast fyrir formenn
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins sem þeir telja að ætli að beita
klækjum og leggja stein í götu ESB-
málsins á þingi. Þeir velji að gera sem
mest úr mismunandi afstöðu flokka
og einstakra þingmanna frekar en
að huga að því fyrst og fremst hvern-
ig koma megi þjóðinni út úr mikl-
um vanda. Borgarahreyfingin sýni að
þessu leyti meiri ábyrgð, en hún hefur
lýst eftir kynningu og samstarfsvilja á
málefnalegum grundvelli.
„Ég er ekkert á móti því
hins vegar að reyna að
skapa sátt um þetta í
þinginu,“
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
aðildarsinni ragnheiður
ríkharðsdóttir, sjálfstæðisflokki,
er hlynnt aðild að EsB en vill
ekki að málið verði á forræði
samfylkingarinnar einnar.
andstæðingur atli gíslason,
þingmaður Vg, er andvígur EsB-
aðild er fellst á að stjórnin beri
málið undir þingið. Lög bjóða að
þingmenn greiði atkvæði eftir
sannfæringu sinni.
Ráðherrar góðar lýkur eru á
að Jóhanna sigurðardóttir og
steingrímur J. sigfússon kynni
nýja ríkisstjórn á sunnudag.