Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 23
Þegar Ísland gekk í Evrópska efna- hagssvæðið árið 1992 héldu menn sig vera að gera reyfarakaup. Með þessu móti væri hægt að fá alla kosti Evrópusambandsaðildar og enga af göllunum. Niðurstaðan var þó á annan veg. Hefði Ísland staðið utan EES hefðu þær aðstæður sem leiddu til bankahrunsins ekki ver- ið fyrir hendi. Hefði Ísland geng- ið í Evrópusambandið er líklegt að alþjóðlegt regluverk hefði haft ein- hvern hemil á útrás bankanna. Því var það að ganga í EES og ekki ESB líklega versti hugsanlegi kosturinn í stöðunni. Ef Ísland ákveður hins vegar nú að bæta fyrir þau mistök er líkleg- ast að eftirfarandi gerist. Sótt verði um aðild strax í vor, með þjóðarat- kvæðagreiðslu í haust. Ef meirihluti þjóðarinnar reynist hlynntur að- ild, en slíkt er alls ekki víst, þarf að breyta stjórnarskrá, rjúfa þing og efna aftur til kosninga. Gefum okk- ur hér að slíkt muni gert í kringum næsta vor. En er líklegt að vinstri- stjórnin lifi aðrar kosningar af? Kosningarnar 2010 Slíkt er í raun ansi hæpið. Þó að Vinstri-grænir samþykki viðræður við Evrópusambandið og þjóðarat- kvæðagreiðslu, er ekki víst að flokkur- inn vilji tilheyra þeirri ríkisstjórn sem í raun mun fara með landið inn í ESB. Andstaðan innan flokksins er mjög sterk, og flokksforystan mun að öllum líkindum vilja forðast landráðastimp- ilinn. Í kjölfar kosninganna 2010 er því mögulegt að Sjálfstæðisflokkur- inn og Vinstri-grænir muni ná saman um að vera á móti ESB. Slíkt stjórnar- samstarf myndi þó einnig henta VG illa. Samneyti við erkióvininn myndi einnig vera túlkað sem svik af mörg- um flokksmönnum. Það er einnig söguleg staðreynd að minni flokkar fari illa út úr samstarfi við sjálfstæð- ismenn, sem oftast fá sitt fram. Þarf ekki nema líta á útkomuna fyrir Al- þýðuflokkinn, Framsóknarflokkinn og, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, Samfylkinguna eftir slíka stjórn- arsetu. Hinn möguleikinn er að Samfylk- ingin myndi Evrópustjórn, þá lík- lega með Framsóknarflokknum og hugsanlega Borgarahreyfingu eða jafnvel klofningshópi Evrópusinn- aðra sjálfstæðismanna, sem hlýtur að fara að láta á sér kræla fyrr eða síðar. Líklega er því besta leiðin til þess að vinstristjórnin haldi næstu fjögur árin að bíða með aðildarvið- ræður. Hinn möguleikinn er þá að þjóðin kjósi einfaldlega á móti Evr- ópusambandinu. Þetta myndi verða álitshnekkir fyrir Samfylkinguna, en það er ekkert sem segir að hún geti ekki haldið áfram að leiða ríkis- stjórnina eftir slíka þjóðaratkvæða- greiðslu. Það sem í boði er En er Evrópusambandið góður kost- ur? Svarið er einfalt: Við vitum það ekki. Eina leiðin til þess að komast að raun um það er að láta reyna á aðildarviðræður. Ef til vill eru sterk- ustu rökin fyrir aðild þau að svo virð- ist sem nauðsynlegt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. IMF-lánið er not- að til þess að halda krónunni við, án þess að losna við hana er varla hægt að losna við verðtrygginguna sem er að sliga okkur öll, og líklegt er að öll erlend lán haldi áfram að hækka. Svo virðist sem að íslenska krónan sé rót alls ills, og án hennar hefði sú spákaupmennska sem leiddi af sér hrunið verið ómöguleg. Flestir virðast sammála um að það að taka upp Evruna sé eini raunhæfi kosturinn. Hugmyndir sjálfstæðismanna um að taka hana upp einhliða með sérstöku leyfi IMF virðast hálfdraumórakenndar, enda ólíklegt að ESB hafi nokkurn áhuga á slíku. Það er þó verr og miður, því að líklega hefur aldrei í sögunni ver- ið óheppilegri tími til að ganga í ESB en einmitt núna, ef ekki væri fyrir krónuvandræðin. Ljóst er að ESB vill enn fá okkur, en við vor- um í mun betri samningsaðstöðu sem óspjölluð fegurðardís en við erum nú, útbrunnið skass í leit að áfallahjálp. „Síðbúin brúður verð- ur sorgmædd kona,“ segir gamall málsháttur. En ef til vill verðum við nú bara að taka þeim valkost- um sem í boði eru. föstudagur 8. maí 2009 23Umræða Hver er maðurinn? „Ég er andri stefan, handboltamaður og bankamaður.“ Hvað drífur þig áfram? „fjölskyld- an, kærastan og hvatningin til að gera betur svo að fjölskyldunni líði betur.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er Hafnfirðingur alla leið.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „skipulagður, óþolinmóður og glaðvær.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „KfC er í algjöru uppáhaldi enda þjóðarréttur Hafnfirðinga.“ Stendur einhver einn titill upp úr af þessum sex? „Þegar fyrstu tveir titlarnir voru unnir var ég bara kjúklingur en í síðustu fjórum hef ég verið í lykilhlutverki. manni líður óneitanlega betur þegar maður tekur meiri þátt.“ Heldurðu að titlarnir verði fleiri? „Ég þarf þá kannski að skipta um treyju þar sem ég er númer sex og markið var þar af leiðandi sett á sex titla. En auðvitað setur maður markið alltaf hærra. Við tökum bara eitt ár í einu.“ Muntu spila hér á landi á næstu leiktíð? „Það er óráðið.“ Er stefnan hugsanlega tekin á atvinnumennskuna? „Ég mun klára þetta tímabil og einbeita mér svo alfarið að næsta verkefni sem er að taka á móti mínu fyrsta barni sem átti nú reyndar að koma í heiminn fyrir tíu dögum. svo sjáum við til.“ Hvað finnst þér um þróun íþróttarinnar undanfarin ár? „allt fer upp og allt fer niður. Nú finnst mér sem handboltaíþróttin sé á leiðinni upp eftir svolitla lægð.“ Hver er draumurinn? „Ég er raunsæismaður og tekst á við það sem kemur upp í lífinu.“ Kemst Jóhanna Guðrún upp úr forKeppni eurovision? „Já, ég held að hún eigi eftir að vinna þetta. Okkar tími er kominn.“ ÞorlEifur ValdiMar StEfánSSon, 50 ára sölustJóri. „Já, út af því að þetta er geðveikt flott lag.“ tinna Ýr VEStMann, 15 ára gruNNsKólaNEmaNdi. „Nei, engan veginn. Norðurlöndin fara aldrei neitt í þessari keppni og það er ekkert að fara að breytast.“ JóEl BrynJólfSSon, 21 árs HuNdaVEiðari. „Já, ég vil trúa því.“ anna EMilía niKuláSdóttir, 46 ára HEimaViNNaNdi Húsmóðir. Dómstóll götunnar Jáhá, af því þetta er flott lag.“ Þóra lind VEStMann, 16 ára gruNNsKólaNEmaNdi. Haukar urðu á dögunum annað handboltafélagið frá upphafi til að vinna sjö íslandsmeistaratitla í karlaflokki á einum áratug. Einn leikmaður Haukaliðsins hefur verið með í að vinna alla titlana nema einn en það er hinn tuttugu og fimm ára andri StEfan GuðrúnarSon. Þarf að skipta um treyju maður Dagsins Er einhver leið fram hjá ESB? kjallari Valur GunnarSSon rithöfundur „Við vorum í mun betri samnings- aðstöðu sem óspjölluð feg- urðardís en við erum nú.“ svona er íslanD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.