Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 52
Lífrænt orðið Lúxus föstudagur 8. maí 200952 Lífsstíll Hárglans á skóna Á þessum tímum er nauðsynlegt að grípa til hinna ýmsu ráða í sparnaðarskyni. Eitt af því sem þú getur gert til að pússa skóna þína er að nota glansefni sem hugsað er fyrir hár eða öll þau hárefni sem innihalda serum og næringu til þess að fá skóna þína til að líta út eins og nýja. flestir hafa á einhverjum tímapunkti frjárfest í glæsilegu glansefni fyrir hárið sem hefur svo eflaust gleymst uppi í skáp og því tilvalið að nota það í þess- um tilgangi. gætið þess þó að bera þetta engöngu á leðurskó. Einnig má nota ólífuolíu til að fægja skóna. Á degi jarðar, þann 22. apríl, gaf Salka út bókina Konur geta breytt heiminum - með nýjum lífsstíl eft- ir Guðrúnu G. Bergmann. Guðrún er frumkvöðull í umhverfisvænni ferðaþjónustu á Íslandi en auk þess að hafa skrifað mikið um umhverfis- mál liggja eftir hana fjölmargar bæk- ur um sjálfsrækt og heilsutengt efni. Hún rekur einnig umhverfisvænt hótel að Hellnum yfir sumartímann. Hér má lesa nokkur góð ráð fyrir græn matarkaup úr bókinni góðu. n taktu innkaupatösku með þér í búðina. n Ef þú kaupir plastpoka undir vörurnar, notaðu hann þá minnst þrisvar áður en hann fer undir ruslið. n Breyttu yfir í t.d. eina vörutegund á mánuði sem er af lífrænum uppruna. n Lestu innihaldslýsingu vörunnar sem þú ert að kaupa og kynntu þér hvað er best að forðast. n Kynntu þér hverjir selja umhverfis- og siðgæðisvottaðar vörur og hafðu í huga að versla þar næst þegar þig vantar eitthvað af þeim vöruflokkum sem þeir selja. n Kauptu siðgæðisvottað eða lífrænt ræktað kaffi. n Notaðu lífrænt ræktað íslenskt bygg í matargerð í stað hrísgrjóna. n íslenskur fiskur og kjöt eru góðir valkostir í matargerð. n Veldu lífrænar mjólkurvörur frá BIO- búinu. umsjóN: KOLBrúN pÁLíNa hELgadóttIr, kolbrun@dv.is Ferðalög og Frístundir sýningin ferðalög og frístundir verður haldin í íþrótta- og sýningarhöll- inni í Laugardal 8.-10. maí. Þar sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum og frístund- um, innan lands og utan. samhliða ferðalögum og frístundum verður haldin sýningin golf 2009, þar sem hægt verður að nálgast á einum stað allt það nýjasta sem snertir golfíþróttina. Ferðatorg ferðatorgið, sem haldið hefur verið sjö sinnum frá árinu 2000, verður kjarninn í sýningunni. Þar kynna ferðamálasamtök og markaðsstofur landshlutanna ferðaþjónustu á sínu svæði. ferðatorginu er ætlað að vera eitt allsherjarmarkaðstorg ferðaþjón- ustu á íslandi þar sem einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem í boði eru á íslandi. Golf 2009 Á sýningunni golf 2009 verður hægt að nálgast á einum stað allt það nýj- asta sem snertir golfíþróttina, hvort sem um er að ræða kylfur, fatnað eða annan útbúnað auk upplýsinga um golfklúbba landsins. skipuleggjendur golfferða munu kynna fjölbreytta ferðamöguleika tengda golfi fyrir íslenska kylfinga. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér golfíþróttina í fyrsta sinn finna líka eitthvað við hæfi því golfkennarar verða á staðnum til að ráðleggja þeim um fyrstu skrefin. Matartorg Á matartorginu verða þrjár matreiðslukeppnir á vegum Klúbbs matreiðslumeistara, ásamt því að fyrirtæki í matvæla- og veitingageiranum kynna starfsemi sína. matarmenning er samofin vel heppnuðum ferðalögum og frístundum og fellur því vel að sýningunni. matreiðslukeppnirnar þrjár eru matreiðslumaður ársins, sem fram fer föstudaginn 8. maí, matreiðslumeistari Norðurlanda, laugardaginn 9. maí og lands- hlutakeppnin íslenskt eldhús 2009, sunnudaginn 10. maí. Þá fer einnig fram á föstudeginum úrslitaviður- eign í keppninni delicato vínþjónn íslands 2009, sem haldin er af Vínþjónasamtökum íslands. Guðrún G. Bergmann gefur góð ráð til að breyta heiminum með nýjum lífstíl í bókinni. góð ráð Fyrir græn matarkaup Í þrjátíu ár hefur rannsóknarstofa L’Occitane búið til vörur með virð- ingu fyrir mannfólkinu, dýrunum og umhverfinu. Hver einasta for- múla hefst með vali á náttúrulegum og rekjanlegum innihaldsefnum frá landi Provence og Miðjarðarhafsins. Þessi nýja lína sem L’Occitane hefur nú þróað nýtir lífrænt seyði úr ólífu- trjám frá Provence. Ólífutréð sem er tákn styrkleika og lífskrafts er fært um að þrífast á mjög þurrum svæð- um. Viðnám trésins gegn þurrki skýrist aðallega af laufum þess, sem hafa ótrúlega eiginleika til að stjórna vatnsforða trésins. L’Occitane hefur staðfest langvarandi rakaeiginleika ólífulaufanna og notar seyði úr þeim í formúlum sínum. Þessar formúl- ur eru einnig ríkar af lífrænu ólífu- vatni sem gefur ljóma, og lífrænni ólífuolíu sem nærir og mýkir húð- ina. Nýja línan hentar öllum húð- tegundum en vörurnar vernda húð- ina og gefa henni langvarandi raka og ljóma. Hreinsimjólk sem hreinsar óhreinindi og andlitsfarða. húðin verður hrein og fær aukinn raka. Andlitsvatn sem hreinsar óhrein- indi og andlitsfarða sem hefur orðið eftir. húðin lifnar við og fær aukinn raka. Rakakrem unaðslegt andlits- krem sem verndar og gefur húðinni viðvarandi raka og aukin ljóma. Náttúrulegt sjampó Þetta náttúrulega ólífusjampó er kremað en milt og lætur hárið glansa af heilbrigði. Náttúruleg næring hárnæringin er einstaklega mjúk og þægileg og gerir hárið auðvelt viðureignar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.