Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 30
föstudagur 8. maí 200930 Helgarblað S alem hét smábær rétt fyr- ir norðan Boston. Þar voru nokkrar unglingsskjátur í nornaleik úti í skógi 1692 þeg- ar komið var að þeim og til þess að afsaka einkennilega hegðun sína kenndu þær um nokkrum meinlausum göml- um kerlingum og sögðu kerlingarnar vera nornir sem lagt hefðu á þær álög. Þetta vatt síðan upp á sig þannig að stúlkurnar urðu að halda fast við afsakanir sínar, sem skjótlega breyttust í ásakanir á hendur kerlingunum og ótal mörgum öðrum þar í nágrenninu sem sakaðir voru um galdra og djöfulskap. Samfélag í heljargreipum Hinu svonefnda galdrafári í Salem lauk ekki fyrr en sannkallað múgæði hafði gripið um sig og fjöldi manns hafði verið tekinn af lífi, og eru þessir atburðir eitthvert best skrásetta dæmi sögunnar um hvernig múgæsing grípur um sig uns heilt samfélag er í heljargreipum. Ýmsar ástæður hafa verið tíndar til til að skýra þetta galdrafár, sem reyndar átti sér hlið- stæðu í Evrópu um sama leyti, og einnig hér á Íslandi. Í samfélagi púrítana var mikil áhersla lögð á samkennd og samvinnu en mannlegt eðli hefur gegnum tíðina reynst flóknara en svo að slíkt samkennd endist að eilífu. En þeg- ar erjur og togstreita tóku að gera vart við sig, þá hneigðust menn til að leita að ástæðum þess í einhverjum utanaðkomandi illum öfl- um. Trúin sagði fólkinu að ef það laut öllum reglum og boðum og bönnum kirkjunnar, þá myndi því vel farnast, en þegar fólkinu farn- aðist síðan misvel, þá var ekki gott að skýra það - nema þá helst þannig að djöfullinn sjálf- ur væri einhvers staðar að leggja snörur sínar fyrir hina trúuðu. Allt er samkvæmt guðs vilja Fólkið í Essex sýslu, þar sem bærinn Salem er niðurkominn, leit á sig sem sérstaka vini guðs og fannst því að allt hlyti að eiga að vera þar slétt og fellt og fallegt, og samkvæmt guðs- vilja. En fólkið var líka einstrengingslegt sem því nam og sífellt lá við að blossuðu upp heit- ar deilur um landamerki, ferðir nautgripa í leyfisleysi um annarra manna jarðir, og svo framvegis. Þeir sem trúðu því að þeir lifðu samkvæmt beinum fyrirskipunum frá guði almáttugum hlutu um leið að trúa því að allt sem gert væri á hluta þeirra, væri um leið gert á hluta guðs almáttugs, og því voru menn fast- ir fyrir. En jafnframt áttu menn erfitt með að fá út- rás fyrir gremju sína í garð nágranna sinna, vegna þess að ekki varð betur séð en þeir væru líka einkavinir guðs. Lausnin á þessu og öðrum deilum sem brátt urðu ekki um- flúnar í Essex sýslu var því að djöfullinn væri að verki. Og reyndar er óhætt að segja að trúi maður yfirleitt á tilvist djöfulsins, þá var hann svo sannarlega að verki í Salem og nágrenni næstu mánuðina. Sannkallað æði rann á íbú- ana og þeir tóku að ásaka hver annan í djöful- móð um að ganga erinda andskotans - og ekki þurfti alltaf mikið til. Ákærð vegna barneigna Ágætt dæmi um hugarástandið og réttarfar- ið í Essex sýslu um þessar mundir var ásök- un sem frú Putnum nokkur bar fram á hendur nágrannakonu sinni, sem hét Rebecca Nur- se. Frú Putnum hélt því statt og stöðugt fram að Rebecca Nurse væri norn sem gert hefði samning við pokurinn og fyrir sér hafði hún helst það að Rebecca Nurse hafði komið upp stórum barnahópi og barnabörnunum var líka farið að fjölga verulega á Nurse-heimil- inu. Frú Putnum, sem var sanntrúuð kona og fór í kirkju við hvert tækifæri, hafði hins veg- ar misst öll sín börn kornung, utan eitt. Og nú fannst henni augljóst að barnalán Rebeccu Nurse - sem væri ekki nærri eins guðrækin kona og hún sjálf - gæti aðeins þýtt að hún hefði samning við djöfulinn einhvers staðar í handraðanum. Og hið háþróaða réttarkerfi í Essex sýslu var sama sinnis og Rebecca Nurse var tekin af lífi og brennd sem norn. Hefði getað bjargað lífinu Reyndar hefði Rebecca Nurse kannski getað bjargað lífinu með því að játa á sig samning við djöfulinn, en hún hafði ekki vit á því. Svo einkennilega brá nefnilega við að í Salem og nágrenni voru aðeins þeir teknir af lífi, sem neituðu sakargiftum. Einhvers staðar í ann- arri Mósebók fundu sanntrúaðir ritningar- stað, þar sem trúuðum var uppálagt að taka af lífi nornir, eða altént lofa þeim ekki að lifa, en þeir og þær sem urðu fyrir ásökunum um galdra og nornaskap, gátu yfirleitt bjargað sér með því að vera nógu fljótir að játa. Þeir og þær sem neituðu fram í rauðan dauðann, voru nær undantekningarlaust fluttir á gálga- hæð. Og þangað safnaðist fólkið og hvatti böð- ulinn áfram, þótt svo bæri oft við að þeir sem stóðu einn daginn undir gálganum og heimt- uðu að meintar nornir og galdramenn yrðu hengd þegar í stað, kæmu þangað næst í vagni böðulsins og yfirgæfu staðinn þá ekki fyrr en í líkkistu. Prestur fluttur í gálga Tvær grímur fóru þó um síðir að renna á mannskapinn, og helst þegar séra Georg Burroughs var fluttur í gálgann, sakaður og dæmdur fyrir galdra og djöfulskap. Með hon- um voru sjö konur sem áttu að fá að dingla með honum, og lýðurinn var æstur og ákaf- ur og heimtaði að fólkinu yrði fórnað þegar í stað guði til dýrðar. En séra Georg fékk fyrst að segja nokkur orð til mannfjöldans og þar sem hann stóð í stiganum sem lá upp að gálganum tók hann til máls og fór að hvetja hinar góðu sálir í Essex sýslu til að láta af þessu galdrafári en hlusta í staðinn á raunverulega rödd kær- leikans í brjósti sér. Séra Georg kvað ekki fast að orði, né hróp- aði hástöfum - þvert á móti talaði hann svo lágt og hógværlega að menn urðu að hafa sig alla við til að hlusta en orðin náðu þó eyrun- um. Í samtímaheimild segir að ekki sé fyrir það að synja að „hugsunarlaust fólk“ hafi orð- ið fyrir nokkrum áhrifum af fögrum orðum prestsins. Og að lokum fór séra Georg með faðirvorið, hægt og hátíðlega og án þess að fipast á nokkrum stað. Og þá fór nú kliður um mannfjöldann, sem beðið hafði spenntur eftir því að fá að sjá séra Georg dingla í gálganum ásamt konun- um sjö. Trú manna var nefnilega sú að enginn þjónn eða þjónustupíka djöfulsins gæti farið skammlaust með faðirvorið, svo samkvæmt því hafði fólkinu skjátlast og séra Georg gat með engu móti verið í þjónustu djöfulsins. Hvíslaði djöfullinn faðirvorinu að prestinum? Þar sem fólkið var farið að muldra um þetta sín á milli æpti upp ein þeirra stúlkna sem hrint höfðu galdrafárinu í Salem af stað og viðhéldu því síðan með fáránlegum ásökun- um og söguburði, og hún sagðist nú hafa séð svartklæddan dularfullan mann standa rétt fyrir aftan séra Georg í tröppunum upp að gálganum og hvísla faðirvorinu í eyra hans. Þannig hefði hann komið því frá sér; það hefði verið djöfullinn sjálfur að reyna að blekkja fólkið til að láta þjón sinn lausan. En þótt fólk- ið væri orðið vant því að trúa hvaða dillum og grillum sem stúlkunum datt í hug að bera á borð, þá trúðu þessu nú ekki margir. Því það stóð líka á helgum bókum að meira að segja djöfullinn gæti ekki farið með faðir- vorið - því hlaut hér að vera eitthvað málum blandið. Og kurr reis meðal mannfjöldans og nokkrir gerðu sig líklega til þess að hrifsa séra Georg úr höndum lögreglustjórans og böð- ulsins sem bjuggu sig undir að senda hann til helvítis, þar sem hann ætti heima. En þá birtist í raun og veru svartklædd- ur maður, nema hvað þessi var á hesti og al- veg greinilega ekki djöfullinn sjálfur; fólkið í Essex sýslu var farið að þekkja þennan mann vel. Hann hét Cotton Mather og var prédikari sem frægur mun vera í bandarískri sögu fyrir mælsku sína og trúarlegan eldmóð, sem birt- ist í meira en tvö hundruð bókum sem hann skrifaði drottni til dýrðar. Hann var ekki orð- inn þrítugur þegar hann frétti af galdrafárinu í Salem og flýtti sér þangað til þess að leggja hersveitum Drottins lið, sem hann gerði síðan með þvílíkum árangri að hann er talinn eiga hvað stærstan þátt í því hversu langvinnt og ógurlegt þetta galdrafár varð. “Aldrei er djöfullinn hættulegri …” Hvenær sem eitthvað virtist ætla eitthvað að draga úr æðinu var Cotton Mather mættur á staðinn og brýndi fyrir hinum guðhræddu að bugast hvergi, heldur halda áfram að hengja þjóna andskotans. Og nú þrumaði Math- er yfir viðstöddum að bæn séra Georgs væri prýðilegt dæmi um að aldrei væri djöfullinn skeinuhættari og lymskulegri en þegar hann birtist í líki engils. Og fólk skyldi ekki halda að séra Georg væri allur þar sem hann væri séð- ur, hann væri nú til dæmis ekki vígður prestur, heldur hefði einungis tekið sér prestsembætti í krafti þekkingar sinnar á Biblíunni. Þannig tókst Cotton Mather um síðir að kveða niður þær raddir sem farnar höfðu ver- ið að hvísla um að kannski væri séra Georg ekki stórhættulegur útsendari djöfulsins, og böðullinn fékk að halda áfram verki sínu. Í galdrafárinu í Salem fór fram eina aftakan sem vitað er um í Ameríku þar sem sá dæmdi var kraminn til bana, en það var sérstök af- tökuaðferð sem tíðkast hafði nokkuð í Evrópu á miðöldum, en var reyndar aðeins beitt við sérstök tækifæri. Þannig var mál með vexti að maður nokkur að nafni Giles Corey blandað- ist inn í galdrafárið og hefði þó fyrirfram verið talinn manna ósennilegastur til að vera álit- inn þjónn Satans. Gamall bóndi flækist í galdramál Corey var kominn töluvert yfir áttrætt, hafði búið á þessum slóðum allan sinn aldur og var kunnur fyrir vinnusemi. Honum hafði tekist með þrotlausri elju að koma sér upp skikk- anlegu býli og var þrátt fyrir háan aldur enn sístarfandi, enda var hann heilsuhraustur og hnarreistur. En hann var sennilega ekki ýkja Æðið í S lem Fyrir viku síðan skrifaði Illugi Jökulsson um fyrstu morðin sem framin voru í ensku nýlendunum í Norður-Ameríku. Hann er enn á sömu slóðum og segir hér frá galdrafárinu sem braust út í Salem í Massachusetts 1692. Hengdur fyrir galdra Presturinn georg Burroughs var meðal þeirra sem leiddur var í gálga og hengdur. Ófáar nornir voru brenndar. Pyntaður til bana Corey giles neitaði að játa á sig sök og var pyntaður til bana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.