Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 22
Tuddar í læknisleik
föstudagur 8. maí 200922 Umræða
Sandkorn
n Enn hefur ekki verið upplýst
um styrki til þingmanna og
flokka í tengslum við kosningar
og prófkjör. Hvað mesta athygli
vakti listi DV yfir styrkþega
Baugs. Kristinn H. Gunnars-
son, fyrr-
verandi
þingmaður,
vekur á því
athygli að
áhugi fjöl-
miðla hefur
minnkað
snöggt-
um eftir
að kosningar eru afstaðnar.
Gagnýnin er réttmæt en þó
er ljóst að helsta sökin er hjá
þingmönnunum sjálfum og
ríkisbönkunum sem viðhalda
leyndinni þrátt fyrir ítrekaðar
spurningar.
n Uppistand Agnesar Braga-
dóttur, blaðamanns Moggans,
á hátíð lögmanna olli nokkrum
titringi í Há-
degismóum.
Blaðamað-
urinn, sem
var mætt-
ur í nafni
blaðs síns,
fór mikinn
í ræðu sem
var sam-
bland af söng og töluðu máli
þar sem erfitt var að greina
orðaskil. Þó mátti greina að
lögmenn væru latir og yfir-
borðskenndir á meðan hún
kafaði dýpra í málin. Mynd-
band frá lögmannasamkom-
unni með tilþrifum Agnesar
barst inn á Moggann og olli
talsverðri depurð.
n Á Mogganum er nú umtal-
að að aðrir blaðamenn mæti á
árshátíðir sem tilheyra þeirra
málaflokkum og þiggi þann
greiða sem í boði er. Síðan þeg-
ar andinn rís taki þeir að sér
skemmtiatriði og haldi merki
blaðsins ríkisstyrkta hátt á lofti.
Óvíst er þó að prúðmenninu
Ólafi Stephensen ritstjóra líki
þetta tal en hann er sagður
brúnaþungur vegna fram-
göngu blaðamannsins Agnesar
Bragadóttur á hátíð lögfræð-
inga þótt hann þræti fyrir að
hafa af því heyrt.
n Hjá Morgunblaðinu eru
þetta væntanlega einu
áhyggjurnar. Ríkisbankinn
Glitnir strikaði út 3500 millj-
óna króna óreiðuskuld og
velti yfir á almenning. Bank-
inn afhenti síðan nokkrum
gæðingum blaðið á silfurfati
þótt að vísu hafi þeir þurft
að yfirtaka
milljarðs
króna
skuld.
Áhyggju-
leysi Óskars
Magnús-
sonar út-
gefanda og
félaga er al-
gjört og hvergi er að sjá merki
sparnaðar í neinu. Blaðið
reynir meira að segja að veiða
áskrifendur með því að gefa
utanlandsferðir. Sjálfsagt mun
ríkisbankinn koma til bjargar
aftur ef með þarf.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Mér brá
svoldið þegar ég
sá hóp af út-
skriftarnemum að dimit-
era eins og Ásdís Rán.“
n Ásdís Rán Gunnarsdóttir um að fólk haldi æ
oftar samkvæmi með „Ásdís Rán“-þema. Ásdís
gefur nokkuð góð ráð á bloggi sínu um hvað geri
gott Ásdísar-þema. - asdisran.blog.is
„Engum er minnkun að
því að leggjast inn á Vog,
öðru nær.“
n Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor um að
Ísland þurfi að fara í meðferð líkt og alkóhólisti.
Löngu fyrir hrun hafi ríkinu verið ráðlagt að hefja
samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en án
árangurs. - Fréttablaðið
„Ég á eftir að deyja hérna.“
n Ragnar Erling Hermannsson, grátandi í
fréttum Stöðvar 2. Hann situr nú í fangelsi í
Brasilíu eftir að hafa verið handtekinn með fimm
kíló af kókaíni í farangri sínum. - Stöð 2
„Endurhönnun helvítis.“
n Kallar fréttastofa BBC brasilísk fangelsi í úttekt
sinni á þeim. Þrír Íslendingar dúsa nú í fangelsum
þar í landi. - dv.is
„Þegar við vorum um það
bil að stíga út úr bílnum
kom bara einhver trukkur
og keyrði aftan á okkur.“
n María Björk, umboðsmaður Jóhönnu
Guðrúnar, en keyrt var á bíl þeirra í Moskvu í
vikunni. Allir sluppu ómeiddir en bílstjórinn
brunaði í burtu eftir slysið. - Fréttablaðið
Þögn burðardýranna
Leiðari
Samúðarbylgja hefur risið vegna Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var í Suður-Ameríku með sex kíló af kókaíni. Viðtal Stöðv-
ar 2 við Ragnar, sem situr í fangelsi í Brasilíu,
varð til þess að fólki er brugðið. Ungi mað-
urinn lýsti því að hann óttaðist um líf sitt í
fangelsi sem er á lægsta skala slíkra stofnana
á heimsvísu. Ættingjar Ragnars eru eðlilega
niðurbrotnir vegna örlaga hans og hafin er
barátta til að fá hann heim til Íslands til af-
plánunar. Þarna verður fólk að staldra að-
eins við. Ábyrgð hins unga manns á gjörðum
sínum verður að vera til staðar. Hann er þrátt
fyrir allt sekur um alvarlegt afbrot sem þarf
að gera upp við samfélagið. Ef íslenska þjóð-
in á að taka á sig kostnað vegna þessa þarf
að koma til einlæg iðrun og játning. Burð-
ardýrið Ragnar verður undanbragðalaust
að upplýsa yfirvöld um allt sem viðkemur
málinu. Hann verður að segja til þeirra sem
réðu hann til óhæfuverksins í því skyni að
ná til höfuðpaura málsins. Að því gefnu er
sjálfsagt og eðlilegt að íslenska þjóðin veiti
honum allan mögulegan stuðning og vernd
gegn þeim sem fengu hann til verka. Ákveði
Ragnar hins vegar að hylma yfir með þeim
glæpakóngum sem að baki honum standa
er lítið hægt að gera annað en tryggja hon-
um réttláta málsmeðferð. Þjóðin verður að
fordæma yfirhylminguna og rjúfa þannig
verndarhjúpinn um þá sem standa fyrir eit-
urlyfjainnflutningi. Þekkt dæmi um þögn
litlu mannanna í eiturlyfjaheiminum er mál
Idol-stjörnunnar Kalla Bjarna. Frekar en að
segja til hinna stóru sölumanna dauðans í
fíkniefnaheiminum kaus hann að sitja af sér
lengri dóm. Tvennt ræður því að ekki er sagt
til höfuðpaura. Annars vegar er það óttinn
við hefnd en hins vegar fær fólk greitt fyr-
ir að sitja inni. Meðan þögn burðardýranna
og smásalanna varir mun ekki nást veruleg-
ur árangur í baráttunni gegn eiturlyfjakóng-
unum. Litla fólkið tekur á sig skellinn af ótta
við hina stóru. Þessu verður að linna. Burð-
ardýrin eiga að fá skjól í réttarkerfinu til að
komið verði böndum á hákarlana.
reynir TrausTason riTsTjóri skrifar: Litla fólkið tekur á sig skellinn.
bókStafLega
Bjartsýni mun bæta allt
Við áttum auðvitað von á því að Jó-
hanna og Steingrímur leystu allan
vanda í fyrsta teboði eftir kosningar.
Ósk okkar var byggð á eðlilegri bjart-
sýni, því við trúum því í einlægni að
þau skötuhjúin hljóti að vera í þess-
um bransa til að gera gott úr öllu og
finna góðum verkum farveg. Þau
stefna ábyggilega að því að redda öllu
sem hægt er að redda.
Sjálfur hefði ég viljað sjá meira
gert fyrir heimilin í landinu og ég
hefði þá fyrst og fremst viljað sjá bein-
ar aðgerðir – ekki einhver ferli sem
taka ár og daga. Ég hefði t.d. viljað sjá
það gerast að ríkið tæki yfir eignir og
skuldir einstaklinga og svo hefði ég
viljað sjá afskriftir lána og okurvaxta
ganga yfir alla línuna með réttlátum
hætti.
Ég verð að trúa því að þessi
stjórn sé betri fyrir meðaljóninn en
þær stjórnir sem reistar hafa verið á
grunni helmingaskiptaveldis Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar. Og jafn-
vel þótt enn einn kjáninn sé súr eins
og skyr og jafnvel þótt formaður hins
alræmda Framsóknarflokks haldi
að landið sé stjórnlaust, þá eigum
við hin von. Við eigum von um að
ástandið batni. Okkur er nefnilega
ljóst að verra getur það varla orðið.
Auðvitað eigum við að gera kröf-
ur. Við getum mótmælt, við getum
boðað til nýrrar búsáhaldabyltingar.
Við getum gert þá kröfu að réttlæt-
ið verði áþreifanlegt – að sanngirni
nái fram að ganga. Við getum kraf-
ist þess að kjör verði jöfnuð og við
getum krafist þess að þungar byrðar
verði ekki lagðar á þá sem stóðu til
hlés og nærðust á sparnaði meðan
ríkisbubbarnir, útrásarliðið, bitlinga-
bræðurnir og pótintátar þeirra brösk-
uðu með fjöregg okkar. Við getum
krafist afskrifta og sanngjarnrar nið-
urfellingar skulda.
Kæru félagar, ég hef tekið þá
ákvörðun að boða til byltingar.
Fyrst verð ég þó að geta þess að fyrir
u.þ.b. tíu árum byrjaði ég að minn-
ast á réttlætisbyltingu og ég klifaði
á því hugtaki á meðan óréttlætið
keyrði hér allt um koll. Núna er það
bjartsýnisbyltingin sem ég boða. Og
til að sýna að ég er sannur merkis-
beri í broddi fylkingar þá lofa ég því
að reyna að vera bjartsýnn. Ég ætla
að koma með hugmyndir að nýj-
um störfum, nýsköpun, nýrri fram-
leiðsluvöru og nýstárlegri hugsun,
því ég vil leggja mitt í púkk.
Ég legg til að bjartsýni verði sýni-
leg í öllum aðgerðum ríkisvaldsins og
ég krefst þess að jákvæðum fréttum
verði fjölgað jafnt og þétt.
Já, þó að lánið það sé valt
og þjóð af kreppu rotuð
þá bjartsýnin mun bæta allt
bara ef hún er notuð.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Kæru félagar,
ég hef tekið þá
ákvörðun að
boða til
byltingar.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði
Örlaganornirnar, Urður, Verð-andi og Skuld, sem nú er orðin sú lang feitasta, virð-ast hafa það sem sérstakt
áhugamál að leggja sjálfstæðar kemp-
ur í einelti. Sérstaklega þykir þessum
hvimleiðu systrum gaman að því að
bregða sínum ljótu fótum fyrir sterka
einstaklinga sem þora að standa einir
gegn ofurefli illu aflanna. Þeir sem
leggja á sig slíkt feigðarflan virðast allt-
af þurfa að glíma við ofurefli og ein-
hverra hluta vegna vex útsendurum
myrkraaflanna, sem iðulega skáka í
skjóli Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknar, ásmeginn þegar þau verjast
áhlaupi manna eins og Ólafs F. Magn-
ússonar og Ástþórs sem er sonur ann-
ars Magnúsar. Þar sem illvirkjarnir
hafa iðulega betur í glímunni við
þessa riddara sannleikans og rétt-
lætisins þurfa þeir alltaf að vera
að og því endar brölt þeirra jafnan
með því að framboðið á þeim
verður meira en eftirspurnin.
Fjöldinn fær sig fullsadd-an af hrópendunum í eyðimörkinni, snýr við þeim baki og leggst á
bæn með vondu köllunum um
að þessir Don Kíkótar hætti
þessu sprikli sínu. En þeir halda
áfram og áfam og áfram og
Svarthöfði getur ekki að því gert
að hann dáist að úthaldinu og
seiglunni.
Fall Ólafs hefur verið hærra en Ástþórs. Hann var einu sinni maður ársins á Rás 2. Bauð Sjálfstæðisflokknum byrginn í
stóriðjumálum og sagði sig úr lögum
við þann flokk umhverfissóða og sveif
inn í borgarstjórn á eigin forsendum
og öldu almenningsálitsins. Síðan
veiktist hann og var dæmdur úr leik.
Reis upp og komst í draumastöð-
una, varð borgarstjóri. Hann var þó
ekki lengi í þeirri paradís þar sem út-
sendarar Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks komu á
hann rothöggi
og hann hefur
síðan þá barist
eins og ljón,
einn og ein-
angraður, við spillingargrísina við
Tjörnina. Á tímabili naut hans stuðn-
ings Frjálslynda flokksins en nú er sá
flokkur kominn í frumeindir og Óli
hefur þess vegna sagt skilið við hann
og boðar nú nýjan lista heiðarleika og
réttlætis.
Hingað til hefur Ólafi fund-ist eineltispúkinn Óskar Bergsson vera leiðinlegasti gaurinn í Reykjavík en nú
virðist hinn prúði kórdrengur Júlíus
Vífill hafa tekið við kefli Óskars og er
vægast sagt leiðinlegur við Óla.
Júlíus sagði Óla nýlega að fara
til læknis sem er vægast sagt lúa-
legt útspil og ber eins og Ólafur
bendir á vott um hroka, ókurteisi
og fordóma.
Ólafur er nú ekki meira lækn-isþurfi en svo að hann sýnir
þann þroska að vægja
og ætlar ekki að mæta á
fleiri nefndarfundi með
prakkaranum Júlla.
Þetta ber þó alls ekki
vott um uppgjöf þar
sem Ólafur ætlar að
halda áfram, fá fólk-
ið aftur að baki sér
og áður en yfir lýkur
munu hrekkjusvínin
öll þurfa að skríða til
læknis. Og sá læknir er
töffarinn Ólafur F.