Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 16
föstudagur 8. maí 200916 Fréttir
Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófess-
or og stjórnarformaður Trygginga-
stofnunar, telur að vaxtabótakerfið
sé ákjósanlegt tæki til þess að greiða
götu þeirra sem verst eru settir í kjöl-
far bankahrunsins. Vaxtabæturn-
ar komist greiðlega til þeirra sem
á þurfi að halda og þær taki tillit til
allra veigamestu þáttanna, svo sem
tekna, skulda og framfærslu barna.
Vaxtabæturnar hafi nú þegar verið
hækkaðar um 25 prósent en senni-
lega hefði verið hagkvæmt fyrir ríkis-
sjóð að hækka þær um 100 prósent.
„Vaxtabæturnar hitta í mark; þær ná
til markhópsins sem raunverulega er
illa settur,“ segir Stefán. „Þær fara til
þeirra sem hafa lágar tekjur, eiga lít-
ið í húsnæði sínu, skulda mikið mið-
að við eignir og taka þar að auki mið
af fjölda barna. Við vitum að ung-
ar barnafjölskyldur eru verst settar.
Þetta er unga fólkið sem á undan-
förnum fjórum, fimm árum keypti
íbúðir á uppsprengdu verði með
meiri skuldsetningu en áður hafði
þekkst. Vaxtabæturnar ná til þessa
hóps. Þeir sem hafa hærri tekjur og
minni skuldir fá minni vaxtabætur.“
Vill 100 prósenta hækkun
vaxtabóta
Stefán telur að með því að hækka
vaxtabæturnar verulega sé hægt að
koma þessum hópi fyrir vind. „Þetta
er ótrúlega markviss leið og hún er
til í kerfinu og það eina sem þarf er
að hækka bæturnar. Það er ekki dýrt
miðað við þann árangur sem þær
skila. Ef við hefðum hækkað þær um
100 prósent í stað 25 prósenta hefðu
þessar fjölskyldur fengið 55 þúsund
krónur á mánuði en einstæðar mæð-
ur líklega um 40 þúsund. Þetta mundi
gerbreyta öllu fyrir flesta þá sem eru
í miklum fjárhagshremmingum um
þessar mundir, líka þeim sem eru at-
vinnulausir um þessar mundir.“
Stefán telur að aðgerð sem um-
talsverð hækkun vaxtabóta sé mun
ódýrari og aðgengilegri leið en al-
menn niðurfærsla skulda. „Þetta
þarf ekki að kosta mikið miðað við
skuldaniðurfellingu. Þar ræða menn
um hundruð milljarða króna niður-
færslu hjá öllum. Ég tel raunhæft að
koma þorra þeirra sem eru í mikl-
um erfiðleikum til hjálpar í gegnum
vaxtabótakerfið fyrir um 15 milljarða
króna.“
Kreppan dýpkar í öðrum
löndum
Á málþingi Félagsfræðingafélags Ís-
lands í vikunni flutti Stefán erindi
um bankahrunið og leitaðist við að
skoða íslensku kreppuna í alþjóðlegu
samhengi. Margt er ýkt og óvenjulegt
enda tjónið af bankahruninu meira
en í kreppunni sem hófst á Wall
Street 1929. „Þegar rætt er um að
bæta fólki eignamissi verður að hafa
í huga að verð eigna hækkaði gríðar-
lega árin fimm áður en bankakerfið
hrundi. „Finnsku kreppuna frá 1990
til 1994 er hægt að hafa til hliðsjónar.
Þar dróst þjóðarframleiðslan saman
um 10 prósent, kaupmáttur rýrnaði
um allt að 8 prósent og atvinnuleysi
fór í 18 prósent. Hér er spáð um 10
prósenta samdrætti í þjóðarfram-
leiðslu en að kaupmáttur geti rýrnað
um allt að 20 prósent.“
Spár gera ráð fyrir 10 prósenta at-
vinnuleysi hér á landi, en nýjar upp-
lýsingar benda til þess að mjög hafi
dregið úr uppsögnum og að um það
bil jafn margir fái vinnu nú og sagt er
upp störfum. Stefán bendir á að Ís-
land fari inn í kreppu með mun meiri
skuldabyrði en Svíar, Finnar og Jap-
anir gerðu um 1990.
Ekki er allt svo með öllu illt
Samkvæmt nýju yfirliti OECD um
heimskreppuna er Ísland ekki á leið
í raðir fátækari Evrópuríkjanna, að
mati Stefáns. Fjölmörg lönd búi auk
þess við meira atvinnuleysi en vænta
má að verði hér á landi við verstu skil-
yrði. Spáð er að atvinnuleysi á evru-
svæðinu verði 10 prósent á þessu ári.
„Níu til tíu prósenta atvinnuleysi er
meira en við eigum að venjast og að
mörgu leyti erum við ekkert sérlega
vel undir það búin enda vön góðu at-
vinnuástandi.“
Stefán telur að eignarýrnun lífeyr-
issjóðanna slagi í 30 prósent, en tap-
ið sé þó minna en hjá lífeyrissjóðum
bæði í Bandaríkjunum og á Írlandi.
„Íslenska lífeyrissjóðakerfið var mjög
öflugt fyrir og safnaði meira í sjóði
en tíðkaðist meðal OECD-þjóðanna.
Hollendingar standa nálægt okkur.
Kerfið stendur nokkuð sterkt eftir þrátt
fyrir eignarýrnunina enda kemur það
fram í því að þeir sem þurfa að skerða
lífeyrisgreiðslur á þessu ári skerða
þær þó ekki meira en 10 prósent í
mesta lagi. Þetta er svo að hluta bætt
með framfærslutryggingu lífeyris-
þega,“ segir Stefán og bendir á að sem
hlutfall af lágmarkslaunum sé fram-
færslutryggingin hærri nú en hún hafi
nokkru sinni verið. „Segja má að líf-
eyrisþegar sigli inn í kreppuna í betri
stöðu en oftast áður.“
Brauðmylsnukenningin
Um skuldastöðu heimilanna segir
Stefán að ástandinu svipi til þess sem
uppi er á teningnum víða um lönd,
til dæmis í Bandaríkjunum. Þar eru
28 prósent heimila í neikvæðri eig-
infjárstöðu. Hér geti hæglega 25 pró-
sent hafnað í sambærilegri stöðu.
„Um 75 prósent heimilanna í landinu
greiða minna en 100 þúsund krón-
ur á mánuði af íbúðum sínum. Á að
hjálpa þessu fólki með 20 prósenta
niðurfellingu skulda? Ég held að það
þurfi ekki á því að halda. Hreint ekki.
En ætti að hjálpa þeim efnameiri
þannig að þeir geti aukið neysluna
sem að sínu leyti ætti að skapa fleiri
störf fyrir fólk í meiri þrengingum?
Þetta var verið að auglýsa hér í kosn-
ingabaráttunni. Þetta er dæmigerða
frjálshyggjukenningin frá Banda-
ríkjunum. Brauðmylsnukenningin.
Sem gengur út á að ef við ætlum að
hjálpa fólki í neyð og þrengingum þá
eigi að byrja á því að hjálpa ríka fólk-
inu. Þá geti það aukið neysluna og
svo mun fátæka fólkið fá vinnu við að
framleiða upp í þá neyslu. Þetta væri
langa leiðin að því að leysa vandann.
Ég held að við eigum að hjálpa fólki
í þrengingum án þess að það fari í
gegnum fjárhag ríka fólksins.“
Stefán bendir á að meðaltekjur
heimila séu um 450 þúsund krón-
ur eftir skatta. Gögn Seðlabankans
bendi til þess að 25 prósent heimila
greiði meira en 100 þúsund krónur á
mánuði í afborganir af húsnæði og 11
prósent heimila greiði meira en 150
þúsund krónur. Fyrir bankahrun-
ið voru vaxtagjöld allra lána sjaldan
meira en 14 prósent af ráðstöfunar-
tekjum. Þau hafa líklega tvöfaldast af
erlendum lánum en ekki öðrum, seg-
ir Stefán.
Jóhann hauKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
ÞJÓÐFÉLAGIÐ BREYTIST
TIL FRAMBÚÐAR
Niðurfærsla allra skulda er dæmigerð brauðmylsnukenning frjálshyggjunnar, segir stefán ólafsson próf-
essor. „Þeir sem mæla fyrir slíkri leið vilja gefa ríkum eftir miklar skuldir og trúa því að með því móti
hrökkvi molar af borðum þeirra og ný störf verði til er þeir festa fé í rekstri.“ Hann telur að vaxtabótakerfið
sé vannýtt. Það sé klæðskerasniðið að vanda þeirra sem búa við miklar skuldir, lágar tekjur og hafi börn
á framfæri. Þjóðfélagið gæti vel ráðið við 100 prósenta hækkun vaxtabótanna í stað fjórðungshækkunar.
Stefán segir að margar þjóðir stefni í verri stöðu en Ísland samkvæmt nýjum tölum frá OECD.
„Verst er þegar mikil skuldabyrði,
atvinnuleysi og lækkandi tekjur fara
saman á heimilunum. Úrræðin þarf
að sníða að vanda þessa fólks.“
Málþing Félagsfræðingafélagsins
samdráttur þjóðarframleiðslunnar er
mun meiri á írlandi og í Eystrasaltslönd-
unum en á íslandi. Myndir róBErt rEynisson