Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 8. maí 200914 Fréttir
Sumarkort (gildir til 10. september 2009)
og 5 tímar í ljós á aðeins 19.900 kr.
KETILBJÖLLUR
KARFA
SPINNING
LYFTINGAR
SKVASS
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | www.veggsport.is
Sumartilboð!
Fólk sem ferðast til útlanda og geymir bílinn á Keflavíkurflugvelli hefur lent í því að þegar það kom til baka
hafði bíllinn verið sóttur af lánsfyrirtækjum vegna vanskila. Viðmælendur DV segja þetta þó afar sjaldgæft.
Algengara sé að útlendingar sem starfað hafi hérlendis hafi flutt brott og skilið bílana eftir í Keflavík.
Fjarlægðir vegna vanskila
Securitas rekur bílastæði við Kefla-
víkurflugvöll þar sem bíla fólks er
gætt á meðan það er statt erlend-
is. Samkvæmt heimildum DV hafa
komið upp tilfelli þar sem bílarnir
hafa verið fjarlægðir vegna vanskila
á meðan fólk dvelur erlendis. „Ég hef
ekki heyrt af þessu. Það getur verið
að þetta gerist. Það er hins vegar ekki
unnið með okkur eða í samstarfi eða
eitthvað slíkt. Það hefur aldrei neinn
hringt í okkur eða beðið um heimild
til að taka bíl. Við erum ekki í neinum
lögguleik.,“ segir Kjartan Már Kjart-
ansson, framkvæmdastjóri Securitas
á Reykjanesi. Hann segir að ef fyrir-
tæki sem eru í innheimtuaðgerðum
hafi heimild og allir pappírar stand-
ist skoðun sé ekki hægt að koma í veg
fyrir að þeir taki bíla. „Við getum ekki
stoppað það,“ segir hann.
Fullkomlega löglegt
Kjartan Georg Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri SP-fjármögnunar, seg-
ist ekki hafa heyrt af svona tilfellum.
Það sé hins vegar fullkomlega löglegt
að fjarlægja bíla vegna vanskila hvort
sem þeir séu staðsettir á bílaplani á
Keflavíkurflugvelli eða annars staðar.
Hann segist hins vegar setja spurn-
ingamerki við það að fólk sé að ferð-
ast til útlanda þegar það sé í vanskil-
um með bílana sína.
Samkvæmt heimildum DV eru
dæmi um það að bílafjármögnun-
arfyrirtæki hafi þurft að borga bíla-
stæðagjöld upp á tugi þúsunda
vegna bíla sem skildir hafa verið eftir
á Keflavíkurflugvelli. Umráðamenn
bílanna hafi þá flúið af landi brott
og hætt að borga af bílunum. Er þá
nokkuð um erlenda ríkisborgara að
ræða, sem starfað hafa á Íslandi en
hafa flutt af landi brott vegna efna-
hagsástandsins.
Afar sjaldgæft
Annar heimildarmaður DV sem ekki
vildi láta nafn síns getið segir að þetta
sé afar sjaldgæf aðgerð. Þá sé búinn
að vera eltingarleikur við umráða-
mann bílsins lengi án árangurs. Hann
segist muna eftir einu svona tilfelli á
síðustu þremur árum hjá sínu fyrir-
tæki. Þá er um að ræða svokallaða
vörslusviptingu sem framkvæmd er
eftir að sýslumaður hefur samþykkt
beiðni um nauðungarsölu.
Það komi hins vegar fyrir eins og
áður hefur verið nefnt að útlending-
ar skilji bíla eftir á Keflavíkurflugvelli.
Þá hringi þeir jafnvel í fyrirtækið sem
hefur verið að reyna að innheimta
fyrir bílinn og tilkynna að bíllinn hafi
verið skilinn eftir. Fyrirtækið geti þá
nálgast hann á Keflavíkurflugvelli.
AnnAs sigmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Bílar teknir við Leifsstöð fari fólk
í vanskilum úr landi er mögulegt að
bíllinn verði fjarlægður af bílastæði
við Leifsstöð.
„Það er hins vegar ekki
unnið með okkur eða í
samstarfi eða eitthvað
slíkt.”