Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 34
föstudagur 8. maí 200934 Helgarblað „Ég hafði mikla þörf fyrir að vita hvort toppstykkið væri enn í lagi. Ég horfði á aðrar konur á mínum aldri sem fóru kjarkmiklar í alls konar há- skólanám og hugsað með mér: Þær geta þetta en ég get það alveg ör- ugglega ekki,“ segir Edda en lét það þó ekki stöðva sig. Hún segir fyrstu önnina hafa verið afar erfiða. „Mér leið eins og ég væri Andrés önd í vit- lausu leikriti og ég hugsaði með mér: Svakalegur misskilningur var þetta. Ég ætlaði mér bara að klára önnina og biðjast afsökunar og láta mig síð- an hverfa.“ Edda hélt þó ótrauð áfram, kláraði alla kúrsana og í sumar ætlar hún sér að klára ritgerðina sína en ritgerð- arefnið er „Húmor í stjórnun“. Nám- ið nýtist Eddu ákaflega vel í því starfi hennar sem minna hefur borið á en Edda hefur haldið óteljandi námskeið í velflestum fyrirtækjum landsins þar sem viðfangsefnið er meðal annars tjáning og tilfinningavinna leikarans. Aðspurð segir hún leiklistina full- nægja mikilli félagsþörf þó að hún geti orðið ótrúlega einmanaleg. „Við leikkonurnar í Fúlar á móti höfum til dæmis allar þá reynslu að hafa leikið í einleikjum sem allir hafa notið gíf- urlegra vinsælda en við höfum hleg- ið að því að við höfum sjaldan upplif- að meiri einmanaleika en á þessum tímabilum – eftir sýningar þegar áhorfendur voru allir farnir, búnir að klappa sýningunni lof í lófa, þá húkir leikkonan alein, tekur af sér farðann og hefur engan til þess að tala við.“ Edda segir leikara eiga það til að einangrast. „Vinnutími okkar er þeg- ar aðrir eiga frí svo frítímanum eyðir maður gjarnan með kollegum sínum. Tilfinningaleg einangrun á sér einn- ig stað ef fólk er ekki á verði. Það er svo auðvelt að verða höfnunartilfinn- ingu og komplexum að bráð. Þá detta margir í þá gryfju að hætta að horfast í augu við raunverulegar tilfinning- ar sínar og fela sig bakvið hressilegan töffaraskap,“ segir Edda. Raunveru- legt öryggi fyrir henni er þegar fólk þorir að gangast við erfiðum tilfinn- ingum og þorir að deila þeim með öðrum. Í sínu besta formi Edda er komin yfir fimmtugt en er þó algjörlega óstöðvandi, bæði sem leikkona og í hversdagslífinu. „Þegar ég varð fimmtug varð ég þunglynd og hugsaði með mér: Guð minn góður, þetta er agalegt, nú er ég orðin göm- ul!“ Það tók tvö, þrjú ár og þá varð þetta aftur brjálæðislega skemmti- legt og ég fann aftur unglinginn. Ég sé núna fyrir mér marga áratugi í fullu fjöri og 97 ára held ég að ég verði í banastuði að ferðast með fyrirlestra mína um allan heim,“ lýsir Edda yfir. Í verkinu Fúlar á móti hefur Edda svo sannarlega fengið tækifæri til að gera grín að öllum þeim vandamál- um sem geta hugsanlega hrjáð kon- ur sem ætla má að séu komnar á svo- kallað síðara skeið. „Grín er svo mikil heilun. Það ríkja heilmiklir fordómar gagnvart konum á breytingaskeiðinu en í þessu dásamlega stykki getum við hlegið að okkur og gert góðlátlegt grín að öllu sem pirrar aldurshóp- inn 40 plús,“ segir Edda og framtíðin er björt. „Nú get ég farið að leika öll dram- atísku hlutverkin sem bíða eftir að ég takist á við þau. Það er allt svo spennandi sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Edda sem er með stút- fulla dagskrá fram yfir næsta vetur. „Stundum hef ég ekki haft hug- mynd um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér. Ég hef alltaf verið poll- róleg þó að ég hafi oft verið í óvissu hvernig ég færi að því að greiða skuldirnar um næstu mánaðamót. Þetta er spennufíkillinn í mér, eitt- hvað „kick“ sem ég fæ út úr óviss- unni.“ Það sem skiptir hana þó mestu máli er gleðin sem fylgir fiðrildun- um í maganum á henni – þessi guðs- gjöf eins og hún kallar það og hún er þakklát fyrir allt sem lífið hefur fært henni. „Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég get borgað af lánunum mínum næsta vetur. Ég kýs frekar að setja Elvis á fóninn, syngja af öllum lífs og sálar kröftum og fara í endorf- ínvímu.“ hanna@dv.is „Þegar ég varð fimmtug varð ég þunglynd og hugsaði með mér: Guð minn góður, þetta er agalegt, nú er ég orðin gömul!“ „Íslenskar konur eru líka mjög meðvitaðar um það að þó að þær eldist þurfa þær ekki að líta út eins og krump- aðir ruslapokar.“ Ekki fúl á móti Edda fer með eitt af hlutverk- unum í leikritinu fúlar á móti sem sýnt er í íslensku óperunni um þessar mundir. Skotin skvísa Edda viðurkennir að hafa nýlega kynnst „ofboðslega fallegum manni“ eins og hún orðar það sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.