Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 8. maí 200928 Helgarblað
alla þá vinnu sem í boði væri. Stund-
um var maður í burtu heilu dagana
og það er allt annað en gaman að
vera svo lengi frá þeim sem maður
elskar.“
Svanberg sárnuðu ummæli við-
skiptaráðherra í kjölfar umfjöllun-
ar Kastljóss um mál hans. „Hann
lét það líta út eins og ég væri bara
hættur að leita mér að vinnu. Um
að gera að láta litla manninn líta
svolítið illa út. En ég er alls ekki
hættur að leita. þrátt fyrir hrun-
ið. Ég horfi á alla möguleika. Varð-
andi nám og hvað eina.“ Svanberg
segir það þó hægara sagt en gert að
stökkva í nám með svo stóra fjöl-
skyldu sem treysti á hann. „Það eru
líka 27 ár síðan ég var í skóla síðast.
Það var aldrei mín sterkasta hlið.
Ég veit ekki hvort ég gæti setið all-
an daginn á löngum námskeiðum.
Það hefur alltaf reynst mér erfitt.
En ég er opinn fyrir öllu.“
Hlífa börnunum
Á heimili þeirra hjóna búa eins
og áður sagði fimm börn. Þau eru
tveggja, fjögurra, tíu, fjórtán og
sautján ára gömul. Þau hjónin reyna
að hlífa þeim við ástandinu eftir
bestu getu en það getur oft reynst
erfitt. „Maður leggur sig auðvit-
að allan fram við að láta þetta ekki
bitna á börnunum. Við ræðum þessi
mál þegar allir eru farnir að sofa á
kvöldin,“ segir Svanberg og bætir við
að enginn sé þó betur settur með
einhvern blekkingarleik.
Hjónin segja börnin líka finna
fyrir því að ekki sé hægt að fá vasa-
pening eða ný föt eins og íslensk
börn hafa vanist undanfarin ár.
„Maður hefur fundið fyrir þrýstingi
frá þeim sem hafa haft það betra en
við. Sem sagt í gegnum börnin. Að
klæðast merkjavöru og vera allt-
af í því nýjasta og eiga það nýjasta.
Til allrar lukku á ég svo nægjusöm
börn. Það hefur bjargað heilmiklu.“
Framtíðin í óvissu
Verst af öllu segir Svanberg þó vera
óvissuna sem bíði fjölskyldunnar.
Hún er algjör og þau vita ekki hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
„Ég þori ekki að horfa eða hugsa
lengra en fram á morgundaginn. Að
svo stöddu getum við það hvort sem
er ekki. Það eina sem maður getur
gert er bara að fæða og klæða í dag
og einbeita sér að því.“
Líkt og margir aðrir hefur Svan-
berg leitað að vinnu á erlendri
grund. „Ég hef ekkert fundið ennþá
enda ætla ég ekki að rífa fjölskylduna
upp á rassgatinu og flytja út nema
það sé eitthvað öruggt sem bíður.
Ég hef gert það einu sinni og það er
hægara sagt en gert,“ en Svanberg
fluttist til Svíþjóðar með fyrrverandi
eiginkonu sinni árið 1994.
„Þá var ástandið orðið erfitt hér
heima og ég flutti með fyrrverandi
út. Þá reif ég bara alla upp og stökk
út í djúpu laugina.“ Svanberg og fjöl-
skylda höfðu búið í Svíþjóð í ein sex
ár þegar þau ákváðu að flytja aftur
heim. „Ég eignaðist tvö börn þarna
úti sem móðir mín hafði aldrei
kynnst. Við ákváðum að flytja heim
svo að hún gæti kynnst börnunum
því ég hafði það á tilfinningunni að
sú gamla ætti ekki langt eftir. Og sú
varð raunin. Hún lést nánast upp á
dag ári eftir að við komum heim.“
Skýjaborgirnar fallegar
Svanberg tekur skýrt fram að hann
sé ekki að reyna að kasta ábyrgðinni
á aðra. Hann viti vel að enginn hafi
neytt hann til þess að taka þessi lán.
„Ég er með íbúðina á 100% láni. Það
er að segja að stærstum hluta hjá
Íbúðalánasjóði en svo viðbótarlán
frá verktakanum. Ég er líka með tvo
bíla og annar þeirra er á myntkörfu-
láni. Þetta leit allt vel út á sínum
tíma en hvern gat órað fyrir því að
öll lánin myndu tvöfaldast? Skýja-
borgirnar voru fallegar. Á meðan af-
borganirnar hækkuðu og hækkuðu
voru launin þau sömu.“
Svanberg svíður að hafa unnið
nánast alla ævi og standa nú eigna-
laus eftir. „Ég á ekkert. Núll og nix.
Það er mjög súrt að borga bara og
borga en eignast aldrei neitt. Í stað-
inn hækkar bara höfuðstóllinn á
láninu.“ Svanberg nefnir sem dæmi
annan bílinn sem fjölskyldan á. „Það
svíður að vera búinn að borga af bíl
í tvö ár og hafa sett annan bíl upp í
sem við áttum nánast skuldlausan.
En að skulda svo núna meira í hon-
um en þegar ég keypti hann í upp-
hafi.“
Í upphafi greiddi Svanberg
23.000 krónur af bílnum á mánuði
en þær afborganir eru nú komnar
upp í 50.000 krónur. „Og það er ekki
eins og þetta sé einhver lúxusbíll.“
Ekki nógu fátæk
Þegar Svanberg hefur leitað til félags-
málayfirvalda hefur hann komið að
lokuðum dyrum. „Meðan ég var með
vinnu voru tekjur mínar of háar til
þess að fá aðstoð frá félagsmálastofn-
un.“ Fjölskyldan er því í raun of fátæk
til þess að standa í skilum en of vel
sett til þess að fá þá aðstoð sem hún
þarf. „Við erum fátæk en ekki nógu fá-
tæk.“
Svanberg finnst skjóta skökku við
hjá ríkinu að þegar leitað er eftir láni
hjá Íbúðalánasjóði annars vegar og
aðstoð félagsmálayfirvalda hins veg-
ar sé ekki miðað við sömu hluti. „Það
virðast ekki vera sömu útreikning-
ar þar og þegar þú sækir um lán hjá
Íbúðalánasjóði. Þegar ég sótti um lán
þar var reiknað á mína fjölskyldu að
ég þyrfti að hafa 270.000 í framfærslu
á mánuði til þess að fá lán. Með mína
fjölskyldustærð. En svo eru einhverjir
allt aðrir útreikningar sem taka við á
hinum staðnum.“
Hjónin eru sammála um að þeir
aðgerðapakkar sem ríkisstjórnin
hefur boðið upp á séu ekki nógu vel
kynntir fyrir fólki. „Hvert á maður að
leita? Hvað er í boði í raun og stenst
það þegar upp er staðið? Hvaða
skilyrði þarf maður að uppfylla til
að fá þessa aðstoð og hvað gerist
þegar maður uppfyllir þau skilyrði
ekki? Er þá bara öll von úti?“
Svanberg nefnir sem dæmi þeg-
ar fjölskyldan leitaði til Íbúðalána-
sjóðs eftir aðstoð. „Þegar við leituð-
um til Íbúðalánasjóðs eftir því að
fá skuldbreytingu eða frystingu þá
fengum við þau svör að við þyrftum
að vera í skilum til þess að fá aðstoð.
Til hvers í andskotanum ættum við
að leita þangað í öngum okkar með
allt niður um okkur ef við værum
svo með allt í skilum? Ég þarf ekki
þessa aðstoð ef ég næ að standa í
skilum. Sem sagt ef maður er kom-
inn í vanskil þá er bara lok, lok og
læs. Þannig upplifir maður þetta í
það minnsta.“
Vilja fá ráðgjöf
Aðspurður hvort Svanberg og fjöl-
skylda væru tilbúin til að setjast
niður með ráðgjafa til þess að koma
sínum málum á hreint segist hann
meira en tilbúinn til þess. „Við erum
ráðalaus. Auðvitað vill maður geta
sest niður með einhverjum sem get-
ur ráðlagt manni um hvað sé næsta
skref. Hvað sé hægt að gera. Auðvit-
að langar mig að geta sagt: Hérna
ætla ég að hafa jólatréð næstu jól.
En ég get ekki sagt það og það er
mjög erfitt. Ég get ekki sagt að á
gamlárskvöld verðum við hérna úti
í garði að skóta upp.
Ef einhver aðili eða ráðgjafi vill
setjast niður með þessari fjölskyldu,
ræða málin og sýna okkur lausn-
ina þá erum við auðvitað tilbúin til
þess. Ég er líka fullviss um að aðrir
í okkar stöðu myndu nýta sér það.
Það þarf eitthvað meira en bara Jó-
hönnu að segja það í fréttunum að
nýr pakki sé á leiðinni. Hvar er þessi
pakki og hver ætlar að sýna okkur
hann? Manni finnst svo langt í allar
lausnirnar.“
Eftir að Svanberg fór að tala við
fjölmiðla um stöðu sína hafa fjöl-
margir einstaklingar haft samband
og lýst yfir þakklæti sínu. „Fólk er
þakklátt því að einhver þori að stíga
fram og gera eitthvað. Það eru marg-
ir í þessari stöðu en þora kannski
ekki að segja neitt. Líta á þetta sem
skömm. Skömm að leita eftir hjálp.
Hjálpin ætti því að vera augsýnileg
og aðgengileg öllum.“
Saman í sund
Svanberg, sem er fæddur og uppal-
inn í Keflavík, segist afar þakklátur
fyrir mörg af þeim úrræðum sem
bæjaryfirvöld bjóði fjölskyldufólki
upp á. „Það er frítt fyrir krakka í sund
hérna og það hefur hjálpað okkur
mjög mikið. Að geta komist aðeins
út og gleymt öllum þessum áhyggj-
um og skemmt sér með börnunum.
Svo er líka frítt í strætó hérna. Svona
smáatriði gera ótrúelga hluti fyr-
ir mann. Því þetta myndi kosta sitt
þegar þetta safnast saman. Það er
mikill munur á að borga 3000 krón-
ur í sund og annað eins í strætó eða
þá að borga 500 krónur bara fyrir
okkur tvö.“
Svanberg segist viss um að þeir
tímar sem gangi núna í garð muni
verða þeir erfiðustu á hans ævi.
„Þetta verður sennilega það allra
erfiðasta sem ég og þessi fjölskylda
komum til með að ganga í gegn-
um. Ef það er eitthvað sem á eftir að
draga okkur alveg niður í svaðið þá
er það þetta hér. Við sem þjóð eig-
um ekki að þurfa að líða fyrir verk
nokkurra þjófa. Hvorki ég, börnin
mín, né barnabörnin mín. Ég hef
alltaf skilað mínu til samfélagsins.“
asgeir@dv.is
„Þegar við leituðum til Íbúðalánasjóðs eftir því
að fá skuldbreytingu eða frystingu þá fengum við
þau svör að við þyrftum að vera í skilum til þess
að fá aðstoð. Til hvers í andskotanum ættum við
að leita þangað í öngum okkar með allt niður um
okkur ef við værum svo með allt í skilum?“
Unnið baki brotnu
svanberg hefur alltaf unnið
mikið og aldrei kvartað en
nú er enga vinnu að fá.
mynd HEiða HElgadóttir