Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 36
föstudagur 8. maí 200936 Helgarblað
Sex stig frá Kevin Bacon, leikur bandarískra námsmanna, var á meðal þess sem leiddi til nýrra vísinda um
þróun kerfa. Fimmtán árum síðar eru þau vísindi notuð til að spá fyrir um útbreiðslu A/H1N1-vírussins,
sem veldur svonefndri svínaflensu. Kolbeinn Þorsteinsson kynnti sér málið.
Sú kenning að allir jarðarbúar séu í
sex vina fjarlægð frá öllum öðrum er
af mörgum talin mýta. Sú hugmynd
að allir, tæplega sjö milljarðar, á jörð-
inni geti verið nátengdir hver öðrum
í gegnum net vina hefur löngum not-
ið vinsælda.
Um áratuga bil hafa vísindamenn
reynt að færa sönnur fyrir því að ver-
öldin sé byggð upp af félagslegum
kerfum sem að lokum tengjast inn-
byrðis.
Sú kenning að á milli allra væri
„sex stiga aðskilnaður“ þar sem hvert
stig væri manneskja sem einhver
þekkti varð vinsæl þegar John Gu-
are skrifaði leikritið „Six Degrees of
Seperation“, sem síðar varð að kvik-
mynd, 1993, og skartaði Will Smith í
aðalhlutverki.
Sex stig frá Kevin Bacon
Árið eftir fengu námsmenn í Banda-
ríkjunum hugmynd um partíleik;
„Sex stig frá Kevin Bacon“. Sagan seg-
ir að eftir að hafa legið kvöld eitt yfir
kvikmyndum með leikaranum Kevin
Bacon hafi námsmennirnir nefnt af
handahófi þekkt nöfn úr Hollywood
og síðan tengt viðkomandi leikara
við Bacon í gegnum kvikmyndir sem
báðir léku í.
Í kjölfarið varð til vefsíða, borð-
leikur og bók, og fyrirbæri varð til,
þó að margir leyfðu sér að efast um
nákvæmnina. Sú spurning vaknaði
hvað myndi gerast ef látið yrði reyna
á kenninguna.
Þess má geta að Kevin Bacon
stofnaði síðar góðgerðarsamtök-
in SixDegrees.org sem byggja á vin-
sældum leiksins og fékk hann til liðs
við sig fjölda frægs fólks.
Sex stiga-kenningin prófuð
Í anda frægrar tilraunar sem fram-
kvæmd var á sjöunda áratug síðustu
aldar voru fjörutíu pakkar látnir í
hendur fólks sem valið var af handa-
hófi hér og hvar í heiminum og var
verkefnið hluti af áætlun BBC sem
hugðist láta reyna á sex stiga-kenn-
inguna.
Fólkið átti síðan að koma pakk-
anum til Marc Vidal, vísindamanns
sem bjó í Boston í Bandaríkjunum,
í gegnum einhvern sem það var dús
við.
Þrír pakkanna skiluðu sér alla leið
til Marcs Vidal, og að meðaltali í sex
stigum eða þrepum. Þeir sem skipu-
lögðu tilraunina halda að ástæða
þess að hinir þrjátíu og sjö pakkarn-
ir skiluðu sér ekki sé sú að einhvers-
taðar rofnaði keðjan því fólk lét und-
ir höfuð leggjast að koma pakkanum
áfram.
Frá Kenía til Bandaríkjanna
Upphafsstaður eins pakkans var af-
skekkt þorp í Kenía, Nyamware, þar
sem Nyaloka Auma kom honum
í hendur frænku sinnar í Naíróbí.
Frænkan sendi hann til vinar í New
York-fylki, sem sendi hann til vinar
í Boston. Þegar upp var staðið end-
aði pakkinn á áfangastað eftir að hafa
farið í gegnum hendur sjö manns.
Sá árangur, og sú staðreynd að
tveir aðrir pakkar skiluðu sér í hend-
ur Marcs Vidal í gegnum innan við
sex hlekki, eru talin sanna að kenn-
ingin virkar, þó hún sé ekki óskeikul.
Fleiri tilraunir hafa verið fram-
kvæmdar til að sýna fram á hve lít-
ill heimurinn er. Hugbúnaðarrisinn
Microsoft kannaði msn-samskipta-
net sitt; 30 milljarða rafræn samtöl
240 milljóna manna.
Rannsakendurnir komust að
þeirri niðurstöðu að það sem skildi
að hverjar tvær manneskjur voru 6,6
stig aðskilnaðar, það er, að hægt væri
að tengja þær saman með sjö eða
færri kunningjum.
Áhrif á fleiri sviðum
Sex stiga-kenningin hefur hafð viða-
mikil áhrif á fleiri sviðum.
Þegar stærðfræðingurinn Steven
Strogatz og Duncan Watts, þáver-
andi nemandi hans, en núverandi
prófessor við Colombia-háskólann,
hófu rannsókn á því hvers vegna
krybbur tísta samhæft, varð Dunc-
an fyrir áhrifum af orðum sem faðir
hans lét falla í símtali: „Vissir þú að
þú ert í aðeins sex handtaka fjarlægð
frá hverri manneskju á jörðinni?“
Duncan Watts tengdi spurningu
föður síns við samhæft tíst krybb-
anna, en ekki hvarflaði að honum
að hún myndi leiða hann að stór-
kostlegri uppgötvun í nýrri tegund
rannsókna, sem var að ryðja sér til
rúms, - vísindum sem snéru að þró-
un kerfa.
Ef hægt yrði að heimfæra kenn-
inguna upp á samstillingu krybba,
vaknaði spurning hjá Duncan Watts
um mögulegar afleiðingar hennar
með tilliti til útbreiðslu sjúkdóma á
meðal jarðarbúa, eða með tilliti til
markaðsafla.
Watts komst að þeirri niðurstöðu
að spurningin hlyti að varða kerfi,
og hann fékk Strogatz í lið með sér
og vísindamennirnir tveir nýttu sér
gögn úr netleiknum Six Degrees of
Kevin Bacon til að komast að því
hvort þar væri að finna stærðfræði-
legan grunn að svo flóknu kerfi sam-
banda.
Spá fyrir um útbreiðslu
svínaflensu
Strogatz og Watts uppgötvuðu upp-
skrift að hinum ósýnilegum hlekkjum
sem gera hinn stóra heim lítinn. Enn
einn vísindamaður, Albert-Laszlo
Barabasi, kannaði mikilvægi „miðj-
unnar“ í þróun kerfa.
Nýtt reglukerfi varð til og aðrir vís-
indamenn tengdu glaðir þetta altæka
lögmál öðrum tegundum kerfa; ver-
aldarvefnum, vexti borga, ferðalög-
um á heimsvísu, kynferðislegu sam-
bandi fólks, dreifingu auðs og eigna,
og prótínsameindum í frumum.
Að sögn Alex Vespignani, próf-
essors við Indiana-háskólann, hef-
ur kenningin mikil áhrif á spá um
hvernig svínaflensan mun breiðast
út og beggja vegna Atlantsála nýta
stjórnvöld sér þekkingu hans.
Leikur varð
að vísindum
„Vissir þú að þú ert í að-
eins sex handtaka fjar-
lægð frá hverri mann-
eskju á Jörðinni?“
KolBeinn ÞorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Þetta er lítill heimur
Árið 1967 bað stanley milgram eitthundrað og sextíu manns í Nebraska í Banda-
ríkjunum að koma pakka til nafngreindrar manneskju í Boston. milgram komst að
því að sumir hafa þriggja stiga aðskilnað, aðrir hafa hundrað stiga aðskilnað og
enn aðrir einskis stigs aðskilnað. milgram velti ekki fyrir sér hvernig tengsl manna
í milli væru á heimsvísu og notaði aldrei heitið „six degrees of seperation“.
Árið 1973 uppgötvaði félagsfræðingurinn mark granovetter að samfélag er byggt
á klösum fólks, með sterk og veik tengsl.
Það tók breska ljósmyndarann andy gotts átta ár að taka ljósmyndir af leikurum
sem tengdust vinaböndum.
Kevin Bacon Leikurinn
„six degrees of Kevin
Bacon“ varð afar visæll.
Sex stiga aðskilnaður
sjö eða færri kunningja þarf
til að tengja alla jarðarbúa,
samkvæmt könnun microsoft.