Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Side 12
föstudagur 8. maí 200912 Fréttir Stressið kom upp um Ragnar Erling Hermannsson þegar hann var handtekinn á flugvellinum í Recife í Brasilíu með 5,7 kíló af kókaíni. Brasilískt dagblað sagði í gær á forsíðu frá þátttöku Ragnars í Leitinni að strákunum. Frændi Ragnars lýsir honum sem glaðlyndum, einlægum og hvatvísum manni og aug- ljóst sé að hann sé bugaður í fangelsinu. Fjölmiðlar í Brasilíu segja hann hafa snúið út úr spurningum lögreglumanna við yfirheyrslu á flugvellinum. „GJÖRSAMLEGA YFIR- BUGAÐUR DRENGUR“ „Það er verið að reyna að ná beinu sambandi við hann til að peppa hann upp. Hann er ábyggilega mjög langt niðri. Við eyðum allri okkar orku í að ná sambandi við hann og gera það sem hægt er,“ segir Hermann Þór Erlingsson fað- ir Ragnars Erlings Hermannsson- ar sem situr í brasilísku fangelsi í borginni Recife eftir að hann var handtekinn á flugvelli í borginni með 5,7 kíló af kókaíni í fórum sín- um. Hermann hefur enn ekki náð sambandi við son sinn, en von- ast til að það takist sem fyrst. „Við erum að vinna í þessu með aðstoð utanríkisráðuneytisins. Þetta þok- ast í rétta átt, að ná almennilegu sambandi við hann. Ég hef ekki talað persónulega við hann en ég geri ráð fyrir því að við náum að tala við hann til að við getum stutt við bakið á honum eins og hægt er,“ segir hann. Hermann vill lítið ræða um hvernig honum varð við að heyra í syni sínum í viðtali á Stöð 2 á mið- vikudagskvöld, en viðurkennir að það hafi verið erfitt. „Ég held ég þurfi nú ekkert að tjá mig um það. Mannlegi þátturinn í þessu er mjög erfiður,“ segir hann. Þakklátur fyrir stuðninginn Samkvæmt brasilískum fjölmiðl- um vakti Ragnar grunsemdir lög- gæslumanna á flugvellinum, þar sem hann virkaði mjög stress- aður í nærveru tollvarða. Hann er sagður hafa verið órólegur og óþolinmóður þegar hann var að reyna að komast um borð í flug- vélina til Malaga á Spáni. Toll- verðir báðu hann því um að koma með sér inn á skrifstofu á flugvell- inum, þar sem lögreglumenn biðu hans. Ragnar er sagður hafa virk- að mjög taugaóstyrkur og tekið upp á því að snúa út úr spurning- um lögreglumanna. Skömmu síð- ar fundust efnin í fölskum botni í ferðatösku hans. Frá flugvellinum var hann fluttur í járnum til lækn- isskoðunar og í stutta yfirheyrslu áður en hann var færður í fang- elsið. Þegar Hermann faðir hans er spurður út í aðbúnaðinn í Cotel- fangelsinu í Recife, segir hann: „Ég hef ekki aðra vitneskju en þá að þetta er ekki það versta sem hann gæti hugsanlega verið í. Þessi borg er svona frekar rík- mannleg að því leytinu að þetta er ekki fátækasti hlutinn af land- inu. Þetta er heldur skárra en það gæti verið verst. En þetta er náttúrulega enginn aðbúnaður í samanburði við fangelsin hérna heima.“ Hann segist vera mjög þakklát- ur fyrir þann mikla samhug sem fjölskyldunni hefur verið sýndur. „Ég get ekki sagt annað en að við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi. Ég vil koma á framfæri miklu þakklæti,“ segir hann. Á forsíðu brasilísks dagblaðs Fjölmiðlar í Brasilíu halda áfram að sýna máli Ragnars Erlings mik- inn áhuga. Brasilíska dagblaðið Diario de Pernambuco fjallaði um hann á forsíðu sinni á fimmtudag, undir fyrirsögninni „Fangelsun sjónvarpsstjörnu“. Blaðið birtir svo grein um þátttöku Ragnars í sjón- varpsþættinum Leitinni að strák- unum, sem sýndur var á Stöð 2 árið 2007. Í greininni segir: „Draumur- inn um að verða frægur grínisti varð að engu í Cotel-fangelsinu í Recife, þangað sem hann var flutt- ur síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið tekinn með 5,7 kíló af hreinu kókaíni.“ Brasilíska dagblaðið segir að Ragnar hafi viljað öðlast frægð áður en hann ákvað að hefja fer- il sem alþjóðlegur dópsmyglari, eins og það er orðað í frétt blaðs- ins. Guðjón Helgason, fréttamað- ur Stöðvar 2, segir í viðtali við Di- ario de Pernambuco að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um Ragnar frá því árið 2007 vegna þátttöku hans í Leitinni að strákunum. Blaðið hef- ur síðan eftir honum að umræðan hér á landi snúist fyrst og fremst um að hann þurfi að sitja í brasil- ísku fangelsi, en ekki misheppnaða tilraun hans til þess að slá í gegn í sjónvarpi. Átta til tuttugu ár í fangelsi? Mál Ragnars mun á næstu vik- um eða mánuðum fara fyrir hér- aðsdóm í Recife og getur hann átt von á allt að tuttugu ára fangels- isvist, þar sem glæpur hans er lit- inn mjög alvarlegum augum. Lög- reglustjóri í Recife sagði hins vegar við Diario de Pernambuco að hann gæti hugsanlega sloppið með átta ára fangelsi, þar sem hann á enga þekkta sögu í fíkniefnaheiminum og hafi hreint sakavottorð. Lengd fangelsisvistarinnar gæti líka ráðist af hegðun Ragnars í Cotel-fangels- inu. Ekkert er vitað um hvort Ragn- ar hafi verið lögregluyfirvöldum samvinnuþýður við að upplýsa um vitorðsmenn sína eða ekki. Cotel-fangelsið hefur reglu- lega komist í fréttirnar í Brasilíu. Á síðasta ári tókst rúmlega 40 föng- um að klifra yfir fangelsismúrana með því að nota reipi. Þeir notuðu tækifærið til þess að flýja þegar óþjálfaðir fangaverðir voru á vakt í fangelsinu. Alls voru 987 fangar í fangelsinu þegar flóttinn átti sér stað, en fangelsið sjálft er hannað fyrir 311 fanga. „Vissi að það var einhver óregla á honum“ Sverrir Þráinsson, tónlistarmað- ur og æskuvinur Ragnars, hefur stofnað hóp á Facebook til þess að þrýsta á að hann verði framseldur til Íslands. „Við erum í raun upp- eldisbræður, en ég hef lítið heyrt frá honum undanfarið þar til ég sá þetta. Við hittumst af og til, töluð- um síðast saman fyrir þremur vik- um síðan. Svo vissi ég ekkert hvað var í gangi.“ Sverrir segir að Ragnar hafi ekki rætt vandræði sín við hann, síðast þegar þeir ræddu saman. „Ég vissi að það var einhver óregla á hon- um, ég hafði ekkert stórkostlegar áhyggjur af því, en það er skelfilegt hvernig komið er fyrir honum, ég tala nú ekki um í þessu helvíti sem hann er í núna. Ég er að reyna að fá alla til að standa saman til að berj- ast fyrir því að hann fái að koma heim. Þetta er viðkvæmur strákur og hann þolir þetta ekki.“ Lífsglaður og skapgóður Ragnar er alinn upp í Húsahverfi í Grafarvoginum, en var einnig mikið í Vesturbænum í æsku. Síðar flutti hann á Hvolsvöll og starfaði með- al annars í verslun ÁTVR í bænum. Hann kenndi eróbikk um nokkurt skeið og er nú skráður til heimil- is á Frakkastíg. Hann hefur lengi verið kallaður Raggi Turner, með vísan í aðdáun hans á söngkonunni Tinu Turner. Sverrir lýsir Ragnari sem lífsglöðum strák, yfirleitt í góðu skapi, en hafi átt það til að taka lífinu ekki nógu alvarlega. Hann geti ver- ið hvatvís og það komi fólki oft í bobba. „Hann er bara góð sál, hann lætur sér annt um alla og ekkert slæmt um hann þannig að segja. Það er ekki að ræða það að hann sé glæpamaður, því mað- ur finnur ekki einlægari mann,“ seg- ir hann. „Maður fær bara stingandi sjokk þegar fólk sem er svona tengt manni lendir í þessari aðstöðu. Ég heyrði það strax að hann gat varla talað í símaviðtalinu á Stöð 2 og ég held að þetta sé allt satt og rétt sem hann sagði í viðtalinu. Þetta er gjör- samlega yfirbugaður drengur.“ Kaare Ringseth, aðalræðismaður Íslands í Brasilíu, vildi ekki tjá sig um aðkomu sína að málinu. Hann seg- ist hafa lesið um málið í brasilískum fjölmiðlum og vísaði á utanríkisráðu- neytið. Sjaldgæft að fangar séu fluttir heim Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra segir að dómur þurfi fyrst að falla í málinu, áður en til þess komi að Ragnar gæti verið fluttur til Ís- lands. „Þetta er ekki framsal í þeim skilningi, þetta snýst um samning um fullnustu refsingar. Þá mynd- um við taka að okkur að framfylgja dómnum hér á landi, en ef hann er algjörlega út úr kortinu miðað við íslenskt dómahámark, þá er ekki víst að við myndum taka að okkur að framfylgja honum.“ Hún segir sjaldgæft að íslenskir fangar erlend- is séu fluttir heim til afplánunar. „Það eru örfá slík mál á ári og aðallega á milli Norður- landanna,“ seg- ir hún. VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is „En þetta er náttúru- lega enginn aðbún- aður í samanburði við fangelsin hérna heima.“ Handtekinn ragnar Erling var handtekinn á föstudagskvöldið fyrir viku með 5,7 kíló af kókaíni í fórum sínum. POLícIa FEdERaL / dIVuLGaçãO diario de Pernambuco Brasilískt dagblað fjallaði um þátttöku ragnars í Leitinni að strákunum, á forsíðu sinni á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.