Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 8
Allir starfsmenn Zikzak-tískuversl- ananna voru kallaðir á fund síð- degis mánudaginn 27. apríl. Þar var þeim tjáð af eigendunum Berglindi Ásgeirsdóttur og Ómari Andrési Gunnarssyni að Zikzak hefði lokað öllum verslunum sínum og starfs- fólkinu væri sagt upp. Enn frem- ur fengu starfsmenn að vita að þeir fengju engin laun fyrir aprílmán- uð. Berglind og Ómar hafa að sögn starfsfólks ekki greitt í lífeyrissjóð og séreignarsparnað fyrir starfsmenn sína tæpt ár aftur í tímann. Hjónin að missa allt Á fundinum var endurskoðandi frá KPMG sem sagði að lífeyrissjóðs- gjöld og séreignasparnaður yrðu ekki greidd þar sem skuldir fyrir- tækisins væru umfram eignir. Hann sagði starfsfólki að það ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en eftir þrjá til sex mánuði. „Endurskoðandinn tjáir þar starfsfólkinu, sem eftir var eftir uppsagnir sem voru í desember, að Zikzak fari í gjaldþrot. Starfsfólkið þyrfti ekki að mæta meira í vinnu og ætti að fara í stéttarfélagið sitt til að gangast eftir launum og upp- sagnarfresti,“ segir í bréfi sem fyrr- verandi starfsmenn Zikzak sendu blaðamanni DV. Þeir bíða nú svara frá stéttarfélögum um hvernig þeir geta leitað réttar síns. Í bréfinu hef- ur fyrrverandi starfsfólk Zikzak eft- ir endurskoðanda fyrirtækisins að eigendurnir séu að missa allt sitt. „Lögfræðingar stéttarfélaga okkar hafa sagt okkur að Zikzak sé ekki gjaldþrota sem gerir uppsagnir kol- ólöglegar og ekki getum við sótt okkar rétt í ábyrgðarsjóð launa þar sem fyrirtækið er ekki gjaldþrota,“ segir jafnframt í bréfi starfsfólksins sem unir hag sínum illa. Gjaldþrot „svo dýrt“ Eftir því sem fram kemur í bréfi starfsmanna munu Berglind og Ómar hafa tjáð þeim að þau myndu ekki lýsa fyrirtækið gjaldþrota því það væri „svo dýrt“. Í staðinn var stofnað einkahlutafélag í byrjun apr- ílmánaðar sem er samkvæmt upp- lýsingum Creditinfo skráð á dóttur þeirra, Sigríði Ómarsdóttur, sem er nítján ára gömul. Þetta nýja einka- hlutafélag tók yfir rekstur Zikzak í Kringlunni sem er eina verslunin sem ekki var lokað. Sigríður er stofnandi, stjórnar- maður og framkvæmdastjóri nýja einkahlutafélagsins og kærasti hennar er varamaður í stjórn félags- ins. Þess má geta að stofnun einka- hlutafélags kostar 88.500 krónur. Ef fyrirtæki hins vegar lýsir sig gjald- þrota þarf að greiða 3.900 krónur þegar mál er dómtekið. Ofan á það þarf að greiða kostnað fyrir skipta- stjóra en sú upphæð er mismunandi eftir stærð fyrirtækis. Algengasta upphæðin er 250.000 krónur, sam- kvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur. Hræddar við Berglindi Eftir að starfsmönnum verslananna var sagt upp var heimasíðu Zikzak lokað og því reyndist starfsmönn- unum erfitt að ná sambandi hver við annan. DV hefur fengið fjölmargar póst- sendingar og símtöl frá fyrrver- andi starfsmönnum sem eru reiðir, svekktir og sárir yfir hvernig Berglind og Ómar hafa komið fram við þá. Enginn starfsmaður vill koma fram undir nafni með sögu sína sökum hræðslu við Berglindi þar sem hún hefur „gríðarleg völd í tískuheim- inum“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. Annar viðmælandi DV segist vita til þess að meðal fyrrverandi starfs- manna Zikzak séu einstæðar mæð- ur sem „vita ekki hvar þær eiga að fá pening fyrir mat“ og vandar Berg- lindi og Ómari ekki kveðjurnar. Mikilvægt að halda í gott fólk Hjónin Berglind og Ómar stofn- uðu Zikzak-tískuveldið fyrir um átta árum. Þau opnuðu fyrst verslunina í Brekkuhúsum í Grafarvogi og slík var velgengni hennar að þau opnuðu verslanir í Reykjanesbæ, á Selfossi, í Mörkinni, á Laugavegi, í Kópavogi, í Hafnarfirði og Kringlunni. Sú síðast- nefnda stendur ein eftir. Í viðtali við Vikuna í apríl í fyrra sagði Berglind það meðvitaða stefnu að opna verslanir í úthverfum. „Konur vilja yfirleitt að starfs- menn þekki þær og þeirra þarf- ir. Maður týnist auðveldlega inni í stórum verslunarmiðstöðvum þar sem þjónustan er í lágmarki en við erum aftur á móti með mikið af föst- um kúnnum sem koma aftur og aft- ur,“ sagði Berglind í viðtalinu. Þegar viðtalið var tekið var Berg- lind með 35 til 40 konur í vinnu hjá sér og sagði að góður andi væri í fyr- irtækinu. „Það er gott að vinna með konum og hjá okkur ríkir mjög góður andi. Við gerum margt saman, eins og að fara í sumarbústaðaferðir, óvissu- ferðir og fleira, enda er mikilvægt að halda í gott starfsfólk. Það er ein- faldlega lykillinn að góðu gengi og án þessa fólks væri ég ekki á þessum stað í dag. Einnig finnst mér ómiss- andi að halda sambandi við við- skiptavininn.“ Neita að svara spurningum DV reyndi ítrekað að ná tali af Berg- lindi en án árangurs. Blaðamaður náði hins vegar tali af Sigríði sem neitaði að segja hvernig hægt væri að ná tali af móður sinni, Berglindi. „Ég vil ekki gefa upp neitt hvað hún er að gera núna,“ segir Sigríður. Spurð hvort hún sjálf sé stjórnarfor- maður í nýju hlutafélagi sem stofn- að var um rekstur verslunar Zikzak segir Sigríður: „Ég vil bara ekki svara því.“ Að sögn Sigríðar hafa sprottið upp ýmsar sögur um starfsemina sem ekki séu sannar. Hún vill hvorki segja hvaða sögur það eru né leið- rétta þær í samtali við blaðamann. „Nei, ég vil helst ekki taka það á mig. Það þýðir ekkert að vera að reyna að segja eitthvað.“ Sigríður segir forsvarsmenn Zikzak almennt ekki vilja tjá sig um mál verslunarinnar. „Þetta er bara ákvörðun sem við höfum tek- ið. Við ætlum ekki að svara nein- um spurningum.“ Aðspurð hvort hún eigi við spurningar fjölmiðla eða starfsmanna sem nú hafa misst þar vinnuna, er svarið: „Bara öllu saman. Við viljum helst loka á þetta sem fyrst.“ föstudagur 8. maí 20098 Fréttir Berglind Ásgeirsdóttir, eigandi Zikzak-tískuverslananna, sagði öllum starfsmönnum verslananna upp rétt fyrir mánaðamót vegna gjaldþrots. Fyrir uppsagnirnar var stofnað nýtt einkahlutafélag til að reka verslun- ina í Kringlunni og það skráð á nítján ára dóttur Berglindar. Berglind hefur samkvæmt starfsfólki Zikzak ekki greitt í lífeyrissjóð og séreignarsparnað fyrir starfsmenn í eitt ár og ætlar ekki að greiða laun fyrir apr- ílmánuð. Starfsmenn Zikzak voru margir hverjir einstæðar mæður sem eiga nú ekki fyrir salti í grautinn. STARFSMENN ZIKZAK SVIKNIR UM LAUN „Lögfræðingar stéttar- félaga okkar hafa sagt okkur að Zikzak sé ekki gjaldþrota sem gerir uppsagnir kolólögleg- ar.“ LiLja KatríN GuNNarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Zikzak-fjölskyldan starfsmenn Zikzak eru afar óánægðir vegna framkomu Berglindar og Ómars. Þeir segjast ekki fá greidd laun fyrir aprílmánuð. skráð á dótturina Zikzak- verslunin í Kringlunni er enn þá opin og í eigu einkahlutafélags sem er skráð á nítján ára dóttur Berglindar og Ómars. MYNd róBErt rEYNissoN starfsfólk lykill að velgengni í viðtali við Vikuna sagði Berglind að án starfsfólksins hefði hún ekki notið slíkrar velgengni í tískubrans- anum. MYNd GuNNar GuNNarssoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.