Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 48
föstudagur 8. maí 200948 Helgarblað HIN HLIÐIN Ruglað saman við Nigellu Nafn og aldur? „Friðrika Hjördís Geirsdóttir, kölluð Rikka. 31 árs.“ Atvinna? „Sjónvarpskona, nemi og húsmóðir.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ Fjöldi barna? „Tvö.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, hef átt hunda Schäfer og Beagle. Mjög hrifin af hundum og gæti hugsað mér einn slíkan í framtíðinni, en þangað til eru synir mínir nóg.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Úff, man það ekki. Jú, Paul Simon, það var ágætt. Er aftur á móti spennt fyrir því að kíkja á nokkra tónleika á Listahátíðinni í Reykjavík.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Einu sinni tekin fyrir of hraðan akstur. Annars er ég voða löghlýðin held ég.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Mjúku kasmírsokkarnir mínir sem ég fékk eitt sinn í jólagjöf. Ástæðan er sú að þeir eru mjúkir og hlýir og nýt- ast mér allt árið um kring.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei og dettur það ekki í hug. Ég er alltof mikill sælkeri. “ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, en það fer eftir því hvað þú kallar skipulögð mót- mæli. Ég stend stundum fyrir skipulögðum mótmælum heima hjá mér á góðum degi.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já alveg eins. Ég hef ekkert séð eða upplifað sem af- sannar það og ekki heldur neitt sem sannar það. Ég vil frekar hallast að því að við lifum áfram í einhverri mynd eftir þetta líf.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Uh...ég er mikill leyniaðdáandi Barböru Streisand, held að það þyki ekkert sérlega kúl.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Mjög mörg, helst svona samba/bossanova lög eins og Getz og Gilberto. Mér endist ekki blaðsíðan í að skrifa öll þau lög sem kveikja í mér.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Framtíðarinnar í allri sinni dýrð, hef trú á því að hún sé góð.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Óskarsverðlaunamyndirnar La vita é bella og Bab- ettes gæstebud finnst mér mjög skemmtilegar á ólíkan hátt. Svo finnst mér gaman að svona „happy“ myndum eins og Mama mia. Mér fannst líka Little miss Sunshine óborganlega fyndin. Mér finnst ómögulegt að velja ein- hverja eina mynd.“ Afrek vikunnar? „Ég er alltaf að ná litlum persónulegum markmiðum, það er afrek út af fyrir sig.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, einu sinni var sagt að ég ætti eftir að taka þátt í fegurðarsamkeppni, það var nú bara einhver misskilningur því það hefur aldrei staðið til. Hver veit, ég á það kannski bara eftir á gamals aldri. “ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, ekki ennþá, en það stendur til. “ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Til þess að ég taki endanlega ákvörðun um það þá þarf ég meiri upplýsingar um hvað það þýðir fyrir okkur Íslendinga að ganga í sambandið. Mér finnst þær upplýsingar sem ég hef fengið úr fjölmiðlum og frá pól- itíkusum ekki fullnægjandi en það er aftur á móti deg- inum ljósara að eitthvað þarf að gera hvort sem það er Evrópusambandið eða eitthvað annað.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan, heilsan og vinirnir...og maturinn.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullann og fara á trúnó með? „Hef mjög takmarkað áhuga á því að eyða tíma mínum í það.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég þyrfti að halda matarboð fyrir alla þá einstaklinga sem ég myndi vilja hitta. Þar sætu til borðs móðir Ther- esa, Dalai Lama, Obama, Oprah Winfrey og Martha Stewart. Öll mjög ólík en öll með þekkingu sem gaman væri að ræða um og sem gæti nýst mér í lífi og starfi.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, einhvern tímann fyrir langa löngu. Ég ætti kannski að fara að taka það upp.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég held að ég sé óþolandi prakkari og stríðin, það líður ekki sá dagur að ég stríði ekki einhverjum í kringum mig. Ég man hreinlega ekki hvert síðasta prakkarastrik var, rennur allt saman.“ Hvaða fræga einstakling líkist þú mest? „Veit það ekki, Mikka mús? Nei, hreinlega veit það ekki. Sonur minn hrópar alltaf upp „mamma“ þegar hann sér Nigellu, mér finnst við samt ekkert líkar.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, allir uppi á yfirborðinu.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, ekki nema í lækningaskyni. Ég er mjög mikið á móti vímuefnum.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heimilið mitt og Þingvellir.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Les uppskriftabækur.“ Hver er leið Íslands útúr kreppunni? „Samvinna og háleit markmið.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskokkur með meiru, Getur ekki HuGs- að sér að Fara í meGrun oG HeFði ekkert á móti því að Halda matarboð með obama, opruH, dalai lama oG móður tHeresu. mynd xxx 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.