Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 42
föstudagur 8. maí 200942 Sport
Gamall
Guðmundur Benediktsson – KR
Fæddur: 1974 – Leikir: 217 Mörk: 53
guðmund Benediktsson þarf ekki að kynna fyrir nein-
um. Hann er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður
íslands frá upphafi. gummi Ben er nú kominn aftur í Kr
þar sem hann gerði garðinn frægan á sínum tíma. Hann
er væntanlega að leika sitt síðasta tímabil og því öllum
skylt að sjá hvað hann gerir í Vesturbænum í ár.
umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is
Fylgstu í
sumar
með þessum
1. FH
Íslandsmeistarar FH
eru einfaldlega með
langbesta liðið á
landinu í dag. Þegar
lið eins og FH heldur
sama kjarna ár eftir
ár verður alltaf erfiðara að sigra það.
Það sást best hversu gífurlegur kar-
akter er í liðinu á lokasprettinum á
síðasta tímabili. Nú þegar yngri leik-
menn munu fá fleiri tækifæri eru FH-
ingar einnig bestir í stakk búnir þar.
Það hefur sést á undirbúningstíma-
bilinu að ungu leikmennirnir hjá FH
eru allir tilbúnir í verkefni sumarsins.
Það þarf eitthvað mikið að gerast ef
titillinn á að renna úr höndum FH.
Lykilmaður: davíð þór Viðarsson
Fylgist með: Viktori guðmundssyni
2. KR
KR-ingar hafa farið
upp og niður á und-
irbúningstímabil-
inu en halda meira
og minna sama
mannskap frá því í fyrra sem gerir lítið
annað en að hjálpa til. Mikil vandræði
hafa verið á vörninni en með komu
Hollendingsins Mark Rutgers virðist
smá mynd vera að koma á vörnina.
Með komu Baldurs Sigurðssonar eru
KR-ingar afar vel mannaðir á miðj-
unni og mun Guðmundur Benedikts-
son eflaust hjálpa til við sóknarleikinn
í sumar.
Lykilmaður: jónas guðni sævarsson
Fylgist með: guðmundi Benediktssyni
3. Keflavík
Keflavík hefur
misst mikið en þar
á bæ eru menn
staðráðnir í að
halda sér á meðal
þeirra bestu. Mik-
ið munar um markvörðinn Ómar Jó-
hannsson sem lék sitt langbesta tíma-
bil í fyrra og er danski markvörðurinn,
Lasse Jörgensen, spurningarmerki.
Keflavík sýndi í fyrra að bólan þeirra
þarf ekki alltaf að springa, allavega
ekki fyrr en í síðustu tveimur umferð-
unum. Síðasta ár var lærdómsríkt fyrir
liðið og mun án efa hjálpa því í ár. Svo
spilar það bara svo góðan fótbolta.
Lykilmaður: Hólmar örn rúnarsson
Fylgist með: Lasse jörgensen
4. Valur
Valsmenn hanga
ofarlega í spám
manna út af
mannskapnum.
Það á ekki að vera
hægt að lenda
neðar í deildinni
með annan eins mannskap. Liðið er
þó allt annað en fullmótað hjá Will-
um Þór Þórssyni og félögum að Hlíð-
arenda og hafa ólíklegustu menn
verið að spila ólíklegustu stöður á
undirbúningstímabilinu. Marel Bald-
vinsson og Helgi Sigurðsson munu
þó mynda eitrað sóknarpar á Voda-
fone-vellinum og er liðið nægilega vel
mannað eins og áður segir til að gera
fína hluti. Það er bara eins gott fyrir
Valsmenn að mótið er 22 umferðir.
Lykilmaður: atli sveinn þórarinsson
Fylgist með: guðmundi steini
Hafþórssyni
5. Grindavík
Grindvíkingar
héldu Zoran Sta-
menic, miðverð-
inum sínum, sem
á eftir að skipta
sköpum fyrir liðið.
Þá er Gilles Ondo
farinn að skora þegar hann lystir en
hann kom sterkur inn undir lok síð-
asta tímabils. Grindvíkingar spila
góðan fótbolta og agaðan undir stjórn
Milans Stefáns Jankovic. Frammi eru
þeir afar vel settir með Ondo, Þórar-
in Brynjar Kristjánsson, Grétar Ólaf
Hjartarson og auðvitað meistarann,
Scott Ramsey. Grindavíkurliðið er þó
ungt og lítil breidd er í því. Einnig er á
því pressa í fyrsta skipti í langan tíma
og er spurning hvernig Grindjánar
takast á við hana.
Lykilmaður: scott ramsey
Fylgist með: gilles ondo
6. Fram
Það er auðvelt að spá
Fram slæmu gengi í
ár vegna missis liðs-
ins á leikmönnum. Í
raun er nóg að segja
að Paul McShane
sé farinn því vægi
hans í þessu liði í
fyrra var ómetanlegt. Það má þó ekki
gleyma að Fram er undir stjórn Þor-
valds Örlygssonar sem er meistari í
að kortleggja önnur lið og skipuleggja
sitt eigið. Það leit ekki nægilega vel út
með brottför Reynis Leóssonar til Vals
Íslandsmót karla í knattspyrnu hefst á sunnudag með fimm leikjum. Mikil spenna
ríkir fyrir mótið. Íslandsmeistarar FH reyna að verja titil sinn frá síðasta ári en
gera má ráð fyrir að Reykjavíkurstórveldin KR og Valur, og Keflvíkingar, sem voru
nærri því að hampa titlinum í fyrra, geri harða atlögu að titlinum.
Verja FH-ingar
titilinn?
Hafa haft ástæðu til að fagna?
stuðningsmenn fH hafa verið vel haldnir
síðustu ár. þeir hafa fagnað fjórum íslands-
meistaratitlum á fimm árum og gera sér vonir
um að sá fimmti bætist í safnið í ár. Liðið
hefur hampað bæði deildabikarnum og lagt
bikarmeistara Kr að velli í meistarakeppni Ksí.
MYND ÁsGeiR
skipta með sér titlunum
íslandsmeistarar síðustu
tveggja ára eiga eftir að
berjast í efri hluta deildarinnar.
MYND steFÁN
tÓMAs ÞÓR ÞÓRÐARsON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
úrvalsdeild karla
Fyrsta umferð
sunnudagur
17.15 Kr-fjölnir
19.15 fram-íBV
19.15 fylkir-Valur
19.15 stjarnan-grindavík
19.15 Breiðablik-þróttur
Mánudagur
19.15 Keflavík-fH
úrvalsdeild
kvenna
Fyrsta umferð
Laugardagur
14.00 Keflavík-fylkir
14.00 Breiðablik-þór/Ka
14.00 Kr-Valur
14.00 afturelding/fjölnir-stjarnan
14.00 ír-grV
1. deild karla
Fyrsta umferð
sunnudagur
14.00 Víkingur r.-Víkingur ó.
14.00 þór-ía
14.00 selfoss-Ka
14.00 fjarðabyggð-afturelding
Mánudagur
20.00 HK-ír
20.00 Leiknir-Haukar
FH oG val spáð
titlum á ís-
landsmótinu
1. Valur 280 stig
2. Breiðablik 276 stig
3. þór/Ka 224 stig
4. stjarnan 212 stig
5. fylkir 191 stig
6. Kr 155 stig
7. afturelding/fjölnir 110 stig
8. grV 83 stig
9. Keflavík 75 stig
10. ír 44 stig
1. fH 420 stig
2. Keflavík 354 stig
3. Kr 345 stig
4. Valur 340 stig
5. fram 246 stig
6. Breiðablik 242 stig
7. grindavík 216 stig
8. fylkir 193 stig
9. fjölnir 142 stig
10. íBV 113 stig
11. þróttur r. 101 stig
12. stjarnan 96 stig
úRVALsDeiLD KVeNNA
úRVALsDDeiLD KARLA