Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 46
föstudagur 8. maí 200946 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Teitur Jensson fyrrv. skrifstofumaður Teitur fæddist á hinu forna prest- setri í Selárdal við Arnarfjörð og ólst þar upp en þar bjuggu foreldr- ar hans á árunum 1921-47. Hann stundaði nám í tvo vetur við gagn- fræðaskóla á Bíldudal sem kennd- ur var við séra Jón Ísfeld og var síð- an við nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1946-48. Teitur hefur síðan unnið versl- unar- og skrifstofustörf, fyrst sem afgreiðslumaður og verslunarstjóri, síðan sem starfsmaður Vinnufata- gerðar Íslands í fimm ár og loks hjá Olíufélaginu hf. þar sem hann hefur starfað í fjörutíu ár. Teitur hefur tekið þátt í ýmsum félagsmálum. Hann hefur starfað mikið fyrir Starfsmannafélag Olíufé- lagsins og var formaður þess í nokk- ur ár. Þá hefur hann starfað í Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur og sat í stjórn þess í mörg ár, auk þess sem hann sat í bankaráði Alþýðubank- ans og gegndi fleiri trúnaðarstörf- um. Hann hefur tekið virkan þátt í félaginu Akóges frá 1955. Fjölskylda Teitur kvæntist 17.9. 1955 Elsie Sig- urðardóttur, aðstoðarsjúkraþjálfara, f. 25.5. 1936, dóttur Vilborgar Jóns- dóttur, ljósmóður, og Sigurðar Mart- einssonar bifreiðarstjóra. Börn Teits og Elsie eru Sigmar, f. 1954, húsasmiður, kvæntur Hafdísi Hlöðversdóttur og eiga þau fjög- ur börn, Teit, Katrínu Sólveigu, Pál og Sigríði Mörtu; Vilborg, f. 1956, hárgreiðslumeistari, gift Helga Val- tý Sverrissyni og eiga þau tvö börn, Elsí Rós og Sverri Valtý. Systkini Teits: Sigurfljóð, nú lát- in, var gift Jóni Kristóferssyni sem einnig er látinn; Gísli, nú látinn, var kvæntur Ingu Hjartardóttur sem einnig er látin; Davíð, nú látinn, var kvæntur Jennýju Haraldsdóttur; Ólafía sem gift var Gústaf Kristjáns- syni en hann er látinn; Benedikta en hún fórst með vs. Þormóði 1943. Foreldrar Teits eru Jens Gíslason, bóndi á Króki í Selárdal, og k.h., Ing- veldur Benediktsdóttir húsfreyja. Ætt Teitur er af alþýðufólki kominn og rekur ættir sínar allt til Hrafns Svein- bjarnarsonar á Hrafnseyri, og til Sel- dæla, en svo voru þeir nefndir sem fyrstir byggðu Selárdal í Arnarfirði. 80 ára á laugardag 75 ára á föstudag Jón Ingi Sigurmundsson fyrrv. skólastjóri Jón Ingi fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1954, lauk söngkennaraprófi sama ár en hafði þá verið í orgel- og píanó- námi í einkatímum hjá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Reykjavíkur, stundaði nám við tón- listardeild Kennaraháskólans í Kaup- mannahöfn 1958-59 og aftur 1971-72 í tónlist og ensku, stundaði enskunám í Lundúnum 1960, hefur sótt fjölda námskeiða í tónlist og námskeið fyr- ir enskukennara í starfsfræðslu og skólastjórn, hefur sótt myndlistar- námskeið á vegum Myndlistarfélags Árnessýslu ásamt myndlistarnámi hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn og hjá Ron Ranson á Englandi. Jón Ingi var kennari við Barna- skólann á Selfossi 1954-59, kennari við Gagnfræðaskóla Selfoss (nú Sól- vallaskóla), yfirkennari þar frá 1976 og skólastjóri við Gagnfræðaskólann 1978-80 og 1987-91. Hann hefur ver- ið stundakennari við Tónlistarskóla Árnessýslu frá 1955 og skólastjóri hans 1968-71. Jón Ingi var stjórnandi stúlkna- kórs Gagnfræðaskólans á Selfossi 1960-82 og var stjórnandi kórs Fjöl- brautaskóla Suðurlands 1983-2000. Hann heldur nú sína þrítugustu og fimmtu málverkasýningu sem er á Gallerý Gónhóli á Eyrarbakka. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Fjölskylda Jón Ingi kvæntist 2.8. 1958 Eddu Björgu Jónsdóttur, f. 4.5. 1938, fyrrv. skólasafnskennara. Hún er dóttir Jóns Pálssonar, bókbandsmeistara í Reykjavík, sem um árabil sá um tóm- stundaþátt barna og unglinga við Rík- isútvarpið, og Vilborgar Þórðardóttur húsmóður. Börn Jóns Inga og Eddu Bjargar eru Vilborg, f. 25.2. 1960, kennari, gift Ólafi Guðmundssyni iðnrekstr- arfræðingi; Ágústa María, f. 13.10. 1961, leikskólakennari, gift Birgi Guðmundssyni rekstrarhagfræð- ingi; Selma Björk, f. 15.1. 1964, leik- skólakennari, gift Jóhanni Böðvari Sigþórssyni bakara; Sigurmundur Páll, f. 10.5. 1975, tæknihönnuður í Kaupmannahöfn en sambýliskona hans er Sigrún Bjarnadóttir, nemi í dýralækningum. Barnabörn Jóns Inga og Eddu Bjargar eru átta tals- ins. Systir Jóns Inga er Guðrún, f. 19.8. 1928, gift Ólafi Erni Árnasyni, fyrrv. gjaldkera hjá Sláturfélagi Suðurlands, og eignuðust þau fjögur börn. Foreldrar Jóns Inga: Sigurmund- ur Guðjónsson, f. 4.2. 1903, d. 18.5. 1985, starfsmaður Sandgræðslu ríkis- ins, búsettur á Eyrarbakka, og Ágústa G. Magnúsdóttir, f. 28.8. 1905, d. 3.7. 1996, húsmóður. Sigrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vík í Mýrdal. Hún var í Grunn- skóla Mýrdalshrepps, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, lauk síðan prófum frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólann og er nú að ljúka námi af hugvísindadeild við Keili. Sigrún Dóra vann í Víkurskála í Vík á sumrin á unglingsárunum, vann í frystihúsi á Höfn í Hornafirði eina vertíð, sinnti aðhlynningar- störfum við dvalarheimili um skeið, var skálavörður og matráðskona í Þórsmörk sumarið 2000 og starf- aði síðan á rannsóknarstofu hjá Ís- lenskri erfðagreiningu 2001-2008. Sigrún Dóra söng og spilaði á þverflautu með hljómsveitum í heimabæ sín- um, Vík í Mýr- dal. Fjölskylda Unnusti Sig- rúnar Dóru er Jósef Jófreyr Meekosha, starfsmaður við inn- flutning hjá DHL á Keflavíkurflug- velli. Börn Sigrúnar Dóru og Barða Sigurjónssonar eru Guðrún Dís Barðadóttir, f. 1.2. 2003; Patrekur Jón Barðason, f. 8.8. 2005. Alsystkini Sigrúnar eru Hjördís Rut Jónsdóttir, f. 14.3. 1977, leik- skólakennari og bóndi á Suður- Fossi í Mýrdal; Einar Sigurður Jóns- son, f. 19.10.1988, bílstjóri í Vík í Mýrdal. Foreldrar Sigrúnar Dóru eru Jón Erling Einarsson, f. 3.1. 1955, pakk- hússtjóri á Hellu, og Guðrún Sig- urðardóttir, f. 10.1. 1957, glerlista- kona í Vík í Mýrdal. Eiginmaður Guðrúnar er Guð- mundur Emil Sæmundsson, f. 30.4. 1952, verktaki og smiður. Eiginkona Jóns Erlings er Guð- rún Jónsdóttir, f. 25.7. 1967, nemi og starfskona á dvalarheimili. Sigrún Dóra verður heima á af- mælisdaginn. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Sigrún Dóra Jónsdóttir nemi við keili Erling Ormar Vignisson forritari og viðmótshönnuður Erling fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Grundaskóla á Akranesi, stundaði nám við Fjöl- brautarskóla Vesturlands á Akra- nesi, lauk stúdentsprófi þaðan 1999, stundaði nám við HR í eitt ár, stundaði nám í margmiðlunar- fræði við Full Sail University í Or- lando í Flórída í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófum sem dúx 2002. Erling starfaði hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar á Akranesi með framhaldsskólanámi, stofnaði og starfrækti fyrirtækið Íslensk upp- lýsingatækni 1998-2000 en seldi þá sinn hlut í fyrirtækinu. Þá stóð hann, ásamt fleirum, að vefnum Einkamál.is árið 2000 sem enn er starfræktur sem stærsti sam- skiptavefur landsins. Erling kynntist síðan skólafé- laga í Flórída sem kynnst hafði núverandi eiginkonu sinni á vefn- um Einkamál.is en í gegnum þau kynntist hann síðan konu sinni. Erling starfaði hjá Nepal 2002- 2004 og hefur starfað hjá Kaup- þingi frá 2004 þar sem hann er nú forritari og viðmótshönnuður. Erling hefur verið oddviti í kjörndeildum í Kópavogi í síðustu alþingis- og bæjarstjórnarkosn- ingum. Fjölskylda Kona Erlings er G. Dögg Gunn- arsdóttir, f. 5.6. 1976, MA í mann- auðsstjórnun. Dóttir Erlings og Daggar er Katrín Ýr Erlingsdóttir, f. 3.1. 2005. Systkini Erlings eru Magn- ús Rafnar Kjartansson, f. 12.2. 1970, búsettur í Reykjavík; Marsi- bil Brák Vignisdóttir, f. 22.8. 1977, búsett á Akranesi; Hjörtur Jóhann Vignisson, f. 27.9. 1994, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Erlings eru Vignir Jó- hannsson, f. 8.5. 1952, myndlist- armaður í Reykjavík, og Elísabet Árnadóttir, f. 8.8. 1949, læknaritari við Barnaspítala Hringsins. Erling og Dögg eiga von á barni sem áætlað var að fæddist þann 6.5. en var ófætt þegar þetta er skrifað. Ef barnið fæðist þann 8.5. verður það þriðji ættliðurinn sem fæddur er saman daginn, en Er- ling og faðir hans eiga sama af- mælisdag. 30 ára á föstudag Sigurþór fæddist í Reykjavík, og ólst þar upp og í Danmörku. Hann var í Ísaksskóla, Vestbysko- len í Horsens í Danmörku, í Laug- arlækjaskóla og Seljaskóla, lauk stúdentsprófi frá FB og kennara- prófi frá KHÍ 2008. Sigurþór var aðstoðarmaður járnsmiðs, vann lengi hjá Húsa- smiðjunni og Símanum, var stuðn- ingsfulltrúi við Ingunnarskóla 2004-2005, kenndi í afleysingum við Breiðholtsskóla 2007 og er nú umsjónarkennari við Grunnskól- ann í Borgarnesi frá sl. hausti. Fjölskylda Eiginkona Sigurþórs er Arna Þórdís Árnadóttir, f. 26.6. 1982, nemi við Há- skólann á Bifröst. Dóttir Sigurþórs og Örnu er Áróra Líf Sigurþórsdóttir, f. 28.3. 2007. Systur Sigurþórs eru Kristrún Gústafsdóttir, f. 6.1. 1985, sundþjálf- ari og kennaranemi í Reykjavík; Ás- björg Gústafsdóttir, f. 21.2. 1986, nemi við Íþróttaháskólann á Laug- arvatni og afrekskona í sundi; Jó- hanna Gerða Gústafsdóttir, f. 13.9. 1990, nemi við FB og afrekskona í sundi; Eygló Ósk Gústafsdóttir, f. 1.2. 1995, grunnskólanemi og afrekskona í sundi. Foreldrar Sigurþórs eru Gústaf Adólf Hjaltason, f. 21.1. 1955, tækni- fræðingur og rafsuðukennari, og Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, f. 5.10. 1956, húsmóðir og starfsmaður hjá sundfélaginu Ægi. 30 ára á föstudag Sigurþór Hjalti Gústafsson kennari í Borgarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.