Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2009, Blaðsíða 25
föstudagur 8. maí 2009 25Fókus „Verðmæti munanna á sýningunni eru með slíkum ólíkindum að það er þjóðhagslega mjög óhagkvæmt að nokkuð bregði þarna út af. Trygg- ingafélagið okkar hefur tryggt þetta upp í topp og nú er bara að vona að ekkert komi upp á,“ segir Einar Bárðarson, verkefnisstjóri Víkinga- heima á Fitjunum við Reykjanesbæ, sem opnaðir verða í dag, föstudag. Ómetanlegar fornminjar frá vík- ingatímum hafa streymt til Íslands að undanförnu til að verða hluti af sögusýningu Smithsonian-stofnun- arinnar, Víkingar - ferðir norrænna manna um Atlantshafið, sem opnuð verður í Víkingaheimum nú á fyrsta degi safnsins. Flestir munirnir koma frá Svíþjóð og Noregi en einnig frá Víkingasafninu í York á Englandi, frá Grænlandi og fleiri löndum. Sýningin var frumsýnd árið 2000 í Washington DC og var sýnd um öll Bandaríkin til að fagna þúsund ára afmæli landafunda norrænna manna á Vínlandi hinu forna. Að sögn Einars er allt kapp lagt á að öryggismál séu í hundrað pró- sent lagi því flestir munirnir séu, eins og gefur að skilja, óbætanleg- ir. „Allir munir hafa verið tryggð- ir, bæði fyrir öllu tjóni og þjófnaði. Securitas hefur síðustu daga ver- ið að stórefla öryggisgæslu á svæði Víkingaheima og sett upp fjölda myndavéla, hreyfiskynjara og raka- og hitabreytingaskynjara til að tryggja öryggi munanna.“ Fulltrú- ar Securitas og tryggingafélags Vík- ingaheima fylgja enn fremur öllum mununum frá lendingu hér á landi þangað til þeir komast í sérútbúna kassa sem vernda munina á meðan þeir eru hér á landi. Bygging og undirbúningur opn- unar Víkingaheima hefur staðið yfir undanfarin misseri. Auk Smithson- ian-sýningarinnar skipar skipið Ís- lendingur þar stórra rullu en það er nákvæm eftirlíking Gaukstaða- skipsins svokallaða og var því siglt til Ameríku í tilefni þúsund ára af- mælis landafunda Leifs heppna árið 2000. Víkingaheimar við Reykjanesbæ opnaðir í dag: Ómetanlegar fornminjar í Víkingaheimum m æ li r m eð ... Låt den rätte komma in Ekki missa af þessari. Hún er svo miklu meira en hryllings- mynd. Sofandi að feigðaróSi reyfarakennd, snörp og skemmtileg frásögn af íslenska efnahagshruninu. der Baader meinhof kompLex góð mynd með nokkra annmarka. oBServe and report Óendanlega fyndin á köflum en fullsteikt þess á milli. Crank 2: high voLtage Prýðilega absúrd þvæla sem mun klárlega öðlast költ status. 17 again undarleg, klisjukennd og plebbaleg skírlífisþvæla. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n önnur sýning á fúlar á móti í íslensku óperunni verður sýnd í kvöld. öllu sem þið vitið ekki um konurnar í lífi ykkar er ljóstrað upp í sýningunni sem frumsýnd var hjá Leikfélagi akureyrar í febrúar en er nú komin til borgarinnar. Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Björk Jakobsdóttir fara á kostum. miðaverð 3450 krónur á midi.is. n raddsveitin 3 raddir og Beatur koma fram á Prikinu klukkan 22 í kvöld. Kenya, sandra og Inga Þyrí settu sönghópinn saman ekki alls fyrir löngu og hafa fengið frábærar viðtökur. taktkjafturinn Bjartur er svo hin dúnmjúka rúsína í hljómfögrum pylsuenda. danni deluxxx tekur við að söngnum loknum. n fyrst var það gervihnötturinn, svo búðin og nú er það bandið. Hljóm- sveitin spútnik spilar á Players í kvöld fyrir alla sem hafa gaman af því að lyfta sér upp með hækkandi sól. Þeir sem fíla himingeiminn og notuð föt eru sérstaklega velkomnir. fjörið hefst klukkan 0.30. n Er það Hannes smárason? Neeei! Er það Hannes Hólmsteinn? Neeei! Er það dj Hannes? Jaaaaaaá! Kappinn mun þeyta skífum á Vegamótum í kvöld eins og gróðærið sé enn í gangi. n aukasýning verður á Þú ert hér á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið er unnið upp úr vinnustofum og ýmiss konar rannsóknarvinnu á atburðum undangenginna mánaða í íslensku samfélagi. sýningin hefst klukkan 21, miðaverð 3450 krónur. laugardagur n astró kvöld verður haldið á Nasa í kvöld. Þar verður reynt að endurskapa stemninguna sem ríkti á skemmtistaðnum astró í austur- stræti á ofanverðri 20. öld og byrjun þeirrrar 21. svali og Áki Pein sjá um tónlistina. Húsið opnað klukkan 24, aldurstakmark 30 ár, forsala í Blend í Kringlunni og smáralind. n Ein vinsælasta hljómsveit íslenskrar popptónlistarsögu, sálin hans Jóns míns, spilar á Players í kvöld. Lokahóf Hsí er sama kvöld á Broadway og má fastlega búast við að einhverjar handboltakempur renni í Kópavog- inn eftir að skipulagðri dagskrá lýkur. Ballið byrjar klukkan 0.30. n Enn ein sýningin á Hart í bak verður á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. sýningin hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hún var frumsýnd síðasta haust enda fer leikhópurinn á kostum með gunnar Eyjólfsson fremstan í flokki. Hefst klukkan 20, miðaverð 3400 krónur. n sælkerar og annað áhugafólk um mat ætti að leggja leið sína í Norræna húsið á laugardaginn því þá fer þar fram málþingið matur og málþing. í brennidepli verður svæðisbundin matarmenning á íslandi. stendur frá klukkan 14 til 17, allir velkomnir. n Húsvíkingar og þeir sem eiga leið þar um á laugardag ættu að kíkja við í geðræktarmiðstöðinni setrinu. Þar verður opið kaffihúsið Kaffi manía þar sem hægt verður að kaupa „geðveikar“ kökur og kaffi á „geðveiku“ verði og til skemmtunar verður lifandi tónlist, ljóðalestur, happdrætti og fleiri uppákomur. Opið frá 14 til 22. Hvað er að GERAST?M aría er svo hress og já- kvæð. Hún er full af lífskrafti og orku og lif- ir lífinu af miklu æðru- leysi,“ svarar Valgerður Guðnadóttir söngkona aðspurð hvernig karakter María Von Trapp er. Valgerður fer einmitt með hlut- verk Maríu í uppfærslu Borgarleik- hússins á hinum klassíska söngleik Söngvaseið sem frumsýndur er í kvöld. „Hún er líka tilfinninganæm og einlæg en það er heilmikið skap í henni get ég sagt þér og hún get- ur orðið alveg foxill, rétt eins og ég, segir Valgerður enn fremur og skell- ir upp úr. Hún þurfti ekki að kafa djúpt til að finna Maríu Von Trapp innra með sér, þær séu í raun mjög líkar. „Þessi karakter líkist mér tölu- vert en fólk er svo margt og maður er ekki einlitur. Og það er María ekki heldur. Hún er skemmtilegur kar- akter og mikill húmoristi.“ Það var Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sem hringdi í Valgerði og bauð henni að koma í prufu fyrir hlutverkið fyrir rúmu ári síðan en þau höfðu unnið saman nokkrum sinnum áður. „Ég var kasólétt á þeim tíma, átti að eiga eftir rúma viku. Ég mætti í prufuna á steypirnum og það var mjög fyndið og skrýtið að standa þarna og leika unga, saklausa stúlku með kúluna framan á mér. En það gekk vel.“ Valgerður undirbjó sig vel fyrir prufuna. „Ég hafði tröllatrú á sjálfri mér fyrir þetta hlutverk og ég man að ég hugsaði með mér hvað það yrði gaman að leika Maríu. Svo finnst mér röddin mín líka henta vel fyrir þessa tegund af söng,“ segir Valgerður sem hefur dágóða reynslu af svipuðum söngstíl, en hún hefur sungið inn á nokkrar Disney-mynd- ir þar sem hún notar náttúrurödd- ina eins og hún sjálf kallar það. Valgerður viðurkennir að það að feta í fótspor Julie Andrews, sem gerði hlutverkið ódauðlegt á sínum tíma, sé vissulega áskorun. „En ég geri þetta á minn hátt. Julie Andr- ews er vissulega fyrirmyndin og hún syngur óskaplega vel, en ég set mitt í þetta hlutverk og geri þetta af minni tilfinningu. Ég er ekkert stressuð yfir því að fólk sé að bera okkur saman,“ segir Valgerður hreinskilnislega. Blaðamaður spyr þá út í væntan- lega komu Julie Andrews til lands- ins í haust í tengslum við söngleik- inn fræga og Valgerður kemur alveg af fjöllum. „Ja, þú ert að segja mér fréttir. Þetta er rosalega fyndið. Ef svo er held ég að ég verði svolítið stressuð,“ segir hún skellihlæjandi. Valgerður byrjaði ung að syngja og kviknaði áhuginn snemma. „Ég hlustaði svo mikið á mömmu mína og systur syngja,“ segir Valgerður sem ólst upp á söngelsku heimili. Móðir Valgerðar kynnti hana fyrir allskyns söng, allt frá óperu til dæg- urtónlistar. „Ég var ofsalega hrifin af klass- ískri tónlist en var þó meira í því að syngja dægurlög. Sem unglingur byrjaði ég í kór Langholtskirkju og fór þá að hafa meiri áhuga á klass- ískum söng.“ Valgerður byrjaði síðan í Versl- unarskólanum þar sem hún tók þátt í öllum söngleikjum skólans. Aðspurð segir Valgerður klassíska sönginn ekki hafa truflað popp- sönginn. „Þetta fór vel saman og ég hoppaði á milli stíla eins og ekkert væri, hvort sem það var popp, rokk eða klassík,“ segir Valgerður bros- andi. Í Versló tók hún þátt í uppsetn- ingu á Tommy, Cats og Jesus Christ Superstar svo eitthvað sé nefnt. Hún segir þó Verslunarskólann ekki hafa orðið fyrir valinu vegna tónlistarinnar. „Bróðir minn var í skólanum og hann var sá flottasti í heiminum og ég leit mikið upp til hans. Hann sýndi mér oft myndir úr félagslífinu og mér þótt það mjög spennandi, en ætli félagslífið hafi ekki höfðað meira til mín en eitt- hvað annað,“ útskýrir Valgerður. Hún kláraði Söngskólann árið 1998 og langaði þá í áframhaldandi nám erlendis. Hún sótti um í Guild- hall School of Music and Drama og Royal Academy of Music í London sem eru með virtustu tónlistarhá- skólum Englands og fékk inngöngu í báða. Hún valdi Guildhall og ári seinna var hún flutt til London og byrjuð að leigja ásamt tveimur vin- konum sínum. Hún segir þann tíma ógleymanlegan og eitthvað sem all- ir verði að upplifa. Nokkru seinna fluttist unnusti hennar einnig út. Þar varð hún ófrísk að sínu fyrsta barni, 24 ára gömul. Valgerður dvaldi í London í rúm tvö ár. Hún útskrifaðist með gráðu í óperusöng og eftir útskrift varði hún einu ári í einkakennslu í söng. „Ég hefði gjarnan viljað vera lengur en það er erfitt að vera með lítið barn í London og foreldrar mín- ir voru báðir veikir á þessum tíma, móðir mín var með Alzheimer og faðir minn orðinn ansi hrumur,“ segir Valgerður. „Ég hafði áhyggj- ur af þeim og vildi koma heim og hjálpa til,“ bætir hún við. Hún segist hafa upplifað mjög blendnar tilfinn- ingar við flutninginn, henni leið vel í London en Ísland kallaði á hana. Valgerður útilokar þó ekkert í sambandi við framtíðina og hún hefði ekkert á móti því að flytja út á nýjan leik. „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvaða stefnu lífið tekur og ég útiloka ekki neitt. En ég er kom- in með svo stóra fjölskyldu að það er meira en að segja það að flytja til útlanda.“ Valgerður á þrjár ungar stúlkur. Sú elsta er átta ára og sú yngsta eins árs. Hún segir líf sitt ekkert ósvip- að Von Trapp-fjölskyldunnar. „Ég er umkringd börnum dag og nótt, í vinnunni og heima fyrir,“ segir hún hlæjandi. Við heimkomuna hellti Valgerð- ur sér í sönginn og hefur hún komið að mörgum barnaleikritum, óper- um og komið fram á fjölda tónleika. Hún viðurkennir þó að hafa ekki sungið eins mikið af óperu og hún hefði viljað. „Ég er alls ekki búin að leggja óp- erudrauminn á hilluna. Ég hef kom- ið fram á ýmsum tónleikum en mig langar til þess að þjálfa mig betur í því að verða meiri óperusöngkona. Það kemur kannski með aldrinum en þó vil ég ekki missa hitt.“ Og á þá við dægurtónlistina, eins og Söngva- seið. Valgerður hafði mikið dálæti á kvikmyndinni, rétt eins og margar stúlkur á hennar aldri. Kvikmyndin kom út árið 1965 og hefur lifað góðu lífi síðan þá. „Ég hef séð myndina alveg billjón sinnum ásamt Ástu frænku minni. Við vorum alveg sjúkar í þessa mynd og sungum og sungum með öllum lögunum,“ rifjar Valgerður upp. „En svo kom tímabil sem unglingur þar sem mér fannst myndin aðeins of væmin. Í dag fíla ég þessa mynd í botn og dætr- um mínum finnst hún líka mjög skemmtileg.“ Æfingar hafa staðið yfir í nokkra mánuði og segir Valgerður leikhóp- inn og alla sem koma að sýningunni stórkostlega. „Þórhallur Sigurðsson leikstjóri er svo dásamlega flinkur og gerir þetta svo vel. Ég ber ótak- markaða virðingu fyrir honum. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef trú á því að þessi söngleikur eigi eftir að ganga vel. Ætli ég geri nokkuð annað á næst- unni?“ spyr hún sjálfa sig og hlær. „Ég hef mikinn áhuga á því að vinna í leikhúsi, þetta eru mínar ær og kýr.“ Og hún lifir fyrir Söngvaseið þessa dagana, enda boðskapurinn fallegur og endurnærandi á erfiðum tímum eins og Íslendingar ganga nú í gegnum og er Valgerður ekki frá því að Íslendingar ættu að taka Maríu Von Trapp sér til fyrirmyndar til að láta sér líða betur. „Hún hefur það oft svolítið skítt en finnur hamingjuna að lokum,“ segir Valgerður og brosir breitt. hanna@dv.is Sér sjálfa sig í Maríu Von Trapp „Ég mætti í prufuna á steypirnum og það var mjög fyndið og skrýtið að standa þarna og leika unga, saklausa stúlku með kúluna framan á mér. En það gekk vel.“ Þriggja barna móðir Valgerður segir líf sitt ekkert ósvipað Von trapp-fjöl- skyldunnar. „Ég er umkringd börnum dag og nótt, í vinnunni og heima fyrir.“ einar Bárðarson Vonar að ekkert komi fyrir munina dýrmætu í Víkingaheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.