Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Síða 3
kvæmt heimildum DV, og því einu hluthafa félagsins. Einnig er líklegt að þeim vörnum verði haldið uppi fyrir Björgólf, að sögn lögmanns sem DV ræddi við, að Sam- son hafi á þessum tíma verið gjald- fært félag, það er að segja að fé- lagið hafi átt fyr- ir skuldum sín- um og að fall Landsbankans og íslenska efna- hagskerfisins hafi ekki verið fyrir- séð á þeim tíma sem niðurgreiðsla skuldar Björgólfs við minningarsjóð- inn átti sér stað. En eins og áður seg- ir voru hlutabréfin í Landsbankanum helsta eign Sam- sonar. Mögulegt er að reynt verði að sýna fram á þetta Björgólfi til varnar til að undirstrika það að með greiðslunni hafi ekki verið brotið gegn hagsmunum kröfuhafa Sam- sonar heldur hafi skuldin ver- ið greidd af félaginu sem átt hafi eignir sem dugðu fyr- ir skuldum þess og vel það. Spurn- ingin er hins vegar hversu auðvelt það verð- ur að færa slík rök til varnar Björg- ólfi þar sem Samson á nú aðeins 2,3 milljarða króna eignir og skuldir þess nema 100 milljörðum króna. Bókhaldið „snúið“ Sá grunur læðist því að lesanda stefnunnar að Björgólfur hafi vitað hvert stefndi í íslensku efnahagslífi þegar hann lét Samson greiða skuld- ina við minningarsjóðinn fyrir sig og gæti það leitt að því rök að félag- ið hafi ekki verið gjaldfært á þessum tíma. Ýmis teikn voru á lofti í febrúar árið 2008 um að íslenskt efnahagslíf og bankakerfið væri ekki vel statt. Eitt af því sem bendir til að Björg- ólfur, og þeir starfsmenn Samsonar sem framkvæmdu millifærsluna fyrir hann að þeir voru að gera nokkuð sem væri á gráu svæði með niðurgreiðsl- unni er hins vegar afrit af tölvupósti sem birt er í stefnunni. Í tölvupóstin- um gefur Sigþór Sigmarsson, stjórn- arformað- ur í Samson, fyrirmæli um millifærslu rúmlega 111 milljóna króna af fjár- munum Samsonar og inn á annan reikning. Sá sem tekur við fyrirmæl- unum er Ágúst H. Leósson, fram- kvæmdastjóri Samsonar. Í tölvupóstinum biður Sigþór framkvæmdastjórann um að ganga frá millifærslunni svo hægt sé að niðurgreiða skuldabréf Björgólfs við minningarsjóðinn. Sigþór kemur upplýsingunum um millifærsluna til skila á eftirfarandi hátt: „Bókhald- ið í kringum þetta er kannski svolítið snúið... Þó að um sé að ræða skulda- bréf gefið út af BG [Björgólfi Guð- mundssyni], þá hefði ég viljað líta svo á að þetta sé ekki greiðsla fyrir hönd BG heldur einfaldlega framlag í sjóð- inn og gjaldfært sem slíkt. Það hlýtur að vera einhver flötur á því ...“ Bætist við 58 milljarðana Ef svo fer að gengið verði að þess- ari kröfu þrotabús Samsonar fyrir dómi þarf Björgólfur Guðmundsson að greiða Samson, þrotabúi félags- ins sem hann stofnaði til að kaupa Landsbankann, 111 milljónir króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Afar ólíklegt er hins vegar að Björgólfur sé borgunarmaður fyr- ir skuldinni ef hún fellur á hann því eins og Björgólfur greindi frá í yfir- lýsingu til fjölmiðla í byrjun maí síð- astliðinn er í hann í persónulegum ábyrgðum fyrir 58 milljarða króna skuld við Landsbankann. Eign- ir hans eru hins vegar metnar á 15 til 27 milljarða króna sam- kvæmt yfirlýsingunni. Við þetta bætist svo tæplega sex milljarða króna skuld Samsonar við Nýja Kaupþing sem Björgólfsfeðgar eru í persónulegum ábyrgðum fyrir og er nánast öruggt að Björgólfur eldri geti ekki greitt sinn hluta skuldar- innar, meðal annars þess vegna hafa þeir feðgar átt í viðræðum við bank- ann um niðurfellingu á helmingi skuldarinnar. Fyrir utan Kaupings- lánið liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hversu miklar persónuleg- ar ábyrgðir Björgólfs eldri eru vegna lána Samsonar við kröfuhafa félagsins. fréttir 22. júlí 2009 miðvikudagur 3 ÞROTABÚ SAMSONAR STEFNIR BJÖRGÓLFI Björgólfur Guðmunds- son vill aðspurður ekki tjá sig um málið en segist vita af stefnunni. Hann segir að greiðsl- an á skuldabréfinu hafi verið innt af hendi í góðri trú í samráði við persónulega ráðgjafa hans og að málið muni nú fara í sinn farveg frammi fyrir dómstól- um. Tæplega ellefu milljóna króna láni Samsonar til KR-sport hf. var breytt í styrk 4. október í fyrra, nokkrum dögum áður en helsta eign félags- ins, Landsbankinn, var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu og þremur dögum áður en Samson var sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í stefnu þrotabús Samsonar gegn KR-sport sem DV hefur und- ir höndum og sem undrrituð er af skiptastjóra þrotabúsins, Helga Birgissyni. Stefnan var þingfest í lok apríl síðastliðinn og er þess kraf- ist í henni að ákvörðuninni um að breyta láninu í styrk verði rift. Í stefnunni kemur fram að þrotabú Samsonar hafi krafist þess af KR-sport í desember síðastliðn- um að þeir greiddu upphæðina til baka. Í svarbréfi lögmanns KR- sport til þrotabús Samsonar kom fram, samkvæmt stefnunni, að fé- lagið kannist ekki við að hafa und- irgengist neinar skuldbindingar gagnvart Samson út af upphæð- inni. Ákveðið var að höfða málið gegn KR-sport eftir að upphæðin var ekki greidd til baka. Engir lánasamningar Ástæðan fyrir því að KR-sport telur sig ekki skuldbundið til að greiða upphæðina er meðal annars sú að engir lánasamningar voru gerðir á milli Samsonar og félagsins, sam- kvæmt stefnunni. Einu gögnin sem til eru um að milljónirnar hafi runnið frá Samson til KR-sport eru bankakvittanir og ein milli- færslubeiðni. Hins vegar kemur fram í stefnunni að um hafi verið að ræða þrjár lánveitingar til KR- sport, tvær upp á á fimm milljónir og eina upp á tæpa milljón, sem veittar voru á á árunum 2007 og 2008. Upphæðirnar eru bókfærð- ar sem lán til KR- sport í bókhaldi Samsonar, að því er segir í stefn- unni. Átti að breytast í styrk ynni KR titil Í stefnunni kemur fram að þær skýringar hafi verið veittar fyr- ir breytingu lánsins í styrk, af hálfu stjórnenda Samsonar, að samkomulag hafi verið um að það breyttist í styrk ef knattspyrnulið KR ynni titil í meistaraflokki karla. En KR vann einmitt bikarmeist- aratitil 4. október 2008. Hins vegar kemur fram í stefnunni að lánveit- ingin hafi aldrei verið færð til bók- ar sem styrkur í bókhaldi Samsonar og því beri KR sport að greiða það til baka. Til vara krefst þrotabú Samsonar þess að ákvörðuninni um að breyta láninu í styrk verði rift vegna þess að Samson hafi ekki verið heim- ilt að veita íþróttafélaginu milljón- irnar að gjöf því félagið hafi ekki átt fyrir skuldum sínum á þeim tíma og því hafi félaginu ekki verið heimilt að gefa fé á þeim tíma vegna hags- muna kröfuhafa Samsonar. Ein af ástæðunum fyrir því af hverju Samson kann að hafa veitt KR-sport slíka fyrirgreiðslu er sú að annar af eigendum Samsonar, Björgólfur Guðmundsson, er eld- heitur stuðningsmaður liðsins og fyrrverandi stjórnarformaður KR- sport. Málinu gegn KR-sport hef- ur verið frestað fram á haust því lögmaður félagsins, Hörður Felix Harðarson, fór fram á að fá frest til að skila greinargerð í málinu. Vörn KR í málinu liggur því ekki endan- lega fyrir en þeir fóru fram á það við þrotabúið að fallið yrði frá málinu ingi@dv.is. LáN vARð Að STyRk ÞEGAR ALLT hRuNdI Eignarhaldsfélagið Samson breytti tæp- lega 11 milljóna króna láni til KR-sport í styrk 4. október 2008. Þrotabú Samsonar hefur stefnt KR-sport vegna málsins. Láni breytt í styrk í hruninu Skuld KR-sport við Samson upp á tæpar ellefu milljónir króna var breytt í styrk 4. október í fyrra, þremur dögum áður en Samson var sett í greiðslustöðvun og helsta eign félagsins varð verðlaus. Á myndinni sjást leikmenn knattspyrnuliðs KR fagna í leik fyrr í sumar. FLEIRI STEFNuR Skiptastjóri þrotabús Samsonar hefur gefið út fleiri stefnur vegna starfa sinna þar. DV hefur undir höndum þrjár aðrar stefnur sem beinast gegn félögum í eigu Björgólfsfeðga og varða háar fjárhæðir. Fjallað verður um þær í helgarblaði DV sem kemur út á föstudag. Samkomulag feðganna Björgólfur Guð- mundsson og sonur hans Björgólfur Thor voru einu hluthafar Samsonar á þeim tíma sem skuld Björgólfs við eignarhaldsfélagið var greidd niður með fjármunum Samsonar. Þeir munu hafa sammælst um að greiða skuld Björgólfs eldri við minningarsjóðinn með fjármunum Samsonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.