Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Qupperneq 11
fréttir 22. júlí 2009 miðvikudagur 11
Inflúensan A(H1N1) eða svínaflensa hefur greinst í 15 Íslendingum. 140 þúsund manns hafa smitast á heims-
vísu sem er mun minna en þegar hefðbundin inflúensa geisar. Flensan hefur enn ekki náð mikilli útbreiðslu
en Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að í versta falli gætu 25 prósent þjóðarinnar sýkst. DV hefur tekið
saman helstu einkenni, smitleiðir og aðrar upplýsingar um hina nýju inflúensu. Hreinlæti á borð við hand-
þvott er lykilatriði til að forðast smit.
Þörf á rannsóknum
Einkenni inflúensu eru hiti, háls-
særindi, hósti, hnerri, beinverki og
höfuðverkur. Einkennin sem svína-
flensan veldur eru svipuð en einnig
hefur verið lýst einkennum frá melt-
ingarvegi (niðurgangur og/eða upp-
köst) hjá allt að 38 prósentum þeirra
sem veikjast. Það er ekki dæmigert
fyrir árlega inflúsensu. Á vef Land-
læknisembættisins kemur fram að í
upphafi hafi virst sem veikin væri al-
varlegri í Mexíkó. Ekki sé víst að svo
hafi verið og frekari rannsókna sé
þörf.
„Stærsti vandinn við nýju veiruna
er að enginn hefur komist í kynni við
hana áður. Þess vegna geta allir smit-
ast og margir geta veikst á skömmum
tíma með miklu álagi á heilbrigð-
isþjónustuna. Áhrifin verða líklega
meiri á samfélagið en í árlegri inflú-
ensu, veiran er að öllum líkindum
ekki hættulegri hverjum og einum
en árleg inflúensa, nema breytingar
á veirunni leiði af sér illvígari sjúk-
dóm,“ segir á vefnum en þar má finna
svör við langflestum þeim spurning-
um sem kunna að vakna í tengslum
við hina svokölluðu svínaflensu.
Beðið eftir lyfjum
Haraldur Briem sóttvarnalæknir hef-
ur gefið út að Ísland hafi tryggt sér
allt að 300 þúsund skammta af bólu-
efni gegn heimsfaraldri inflúensu.
Það nægir til að fullbólusetja helm-
ing þjóðarinnar, sem ásamt öðrum
aðgerðum muni væntanlega koma
í veg fyrir útbreiðslu faraldurs hér á
landi. Ekki hefur verið ákveðið hverj-
ir verða bólusettir en líklegt þykir að
þeir fái lyfin sem talið er að fái al-
varlegustu einkenni sýkingarinnar,
ásamt heilbrigðisstarfsmönnum og
björgunarsveitum.
Verið er að framleiða lyfin en nýja
veiran er ónæm fyrir eldri veirulyfj-
um og því gæti veiran náð útbreiðslu
áður en lyfjum verður komið í dreif-
ingu. Um fjórir til fimm mánuðir geta
liðið þar til lyfið kemur á markað.
Atvinnulífið lamast
Í viðbragðsáætlun Almannavarna
frá árinu 2008 vegna heimsfarald-
urs inflúensu er gert ráð fyrir því að
atvinnulífið hér á landi gæti lamast
í tvær til þrjár vikur. „Með gerð við-
bragðsáætlunar er reynt að lágmarka
þann skaða sem sjúkdómurinn veld-
ur. En þrátt fyrir að öllum tiltækum
ráðstöfunum verði beitt má alltaf
búast við ófyrirséðum afleiðingum.
Hér dugir að nefna að reikna má
með að fjárhagsleg afkoma heimila
rýrni tímabundið, verðmæti glatist,
til dæmis sjávarfang, vegna skorts
á vinnuafli og þjóðartekjur minnki
í ákveðinn tíma,“ segir í viðbragðs-
áætluninni.
Ef grunur Er um smit:
n Ef þú ert í vinnu eða á fjölmennum stöðum þegar þú veikist skaltu fara heim.
n Hringdu í heilsugæsluna á þínu svæði og fáðu ráðleggingar.
n Ef þörf er á læknisrannsókn fylgdu leiðbeiningum frá heilsugæslunni um
hvernig henni verður háttað til að koma í veg fyrir að aðrir smitist.
n Taktu verkjastillandi eða hitalækkandi lyf í samræmi við leiðbeiningarnar sem
fylgja með lyfinu.
n Börn undir 16 ára aldri mega ekki taka aspirín.
n Drekktu vel.
n Fylgstu vel með ráðleggingum sóttvarnalæknis í fjölmiðlum og á www.
influensa.is.
n
inflúEnsa frá
örófi alda
Inflúensa hefur fylgt mannkyn-
inu um langan aldur, árið 412
fyrir Krist lýsti Hippokrates ein-
kennum sem svipar til inflúensu.
Á vetri hverjum gengur yfir farald-
ur inflúensu sem leiðir til veikinda
með fjarvistum frá vinnu og skóla
og dauðsföllum meðal aldraðra.
Faraldrarnir eiga yfirleitt upphaf sitt
á syðri helmingi jarðar, en það gef-
ur okkur tíma til að undirbúa okk-
ur fyrir komu inflúensunnar með
bólusetningum.
Á síðustu öld urðu fjórum sinn-
um alheimsfaraldrar inflúensu, árin
1918, 1957, 1968 og 1977. Farald-
urinn árið 1918 var sá langmann-
skæðasti á síðustu öld og varð 20-
30 milljónum manna að bana.
Faraldurinn barst til Íslands í októ-
ber 1918, hann gekk undir nafninu
Spánarveikin og varð mörgum Ís-
lendingum að aldurtila.
Upp úr miðjum mars á þessu ári
fór að bera á auknum fjölda fólks
með inflúensulík einkenni í Banda-
ríkjunum og Mexíkó. Við nánari at-
hugun kom í ljós að sýkingin var af
völdum nýrrar inflúensu A(H1N1)-
veiru og hefur hún síðan breiðst
hratt út og greinst víða um heim.
Inflúensu A(H1N1)-veiran, sem
nú breiðist út, er ný undirtegund
af veiru sem leggst á menn. Veiran
er með erfðaefni frá svína-, fugla-
og mannainflúensu A-veirum, en
þessi samsetning hefur aldrei sést
áður.
www.landlaeknir.is
Ekki hefur verið ákveðið hverjir verða bólusett-
ir en líklegt þykir að þeir fái lyfin sem talið er að
fái alvarlegustu einkenni sýkingarinnar, ásamt
heilbrigðisstarfsmönnum og björgunarsveitum.
Hreinlæti er lykilatriði Handþvottur
og/eða sótthreinsun á höndum er ein
skilvirkasta leiðin til að forðast smit.
svona forðastu svínaflEnsuna
Kona á þrítugsaldri, sem smitaðist
af svínaflensu í síðustu viku, segir
í samtali við DV að hún sé á góð-
um batavegi og telji miðað við sína
reynslu af flensunni að almenning-
ur sé óttaslegnari en tilefni gefi til.
Hún segist þess vegna vera ánægð
með að fá tækifæri til að segja frá
sinni reynslu af svínaflensu í fjöl-
miðlum.
„Ég tel almenning vera allt of
hræddan miðað við aðstæður og
hvernig flensan hefur ekki þró-
ast út í neitt alvarlegt,“ segir kon-
an. „Mín einkenni eru þau að ég
fékk hálssærindi fimmtudaginn
16. júlí. Daginn eftir var ég farin að
hósta tiltölulega mikið og þann dag
ákvað ég að fara til læknis því háls-
særindin voru ekki bara venjuleg
hálsbólga, heldur var þetta eins og
sár hefði myndast í hálsinum. Um
helgina var ég komin með kvef ofan
í hálssærindin og hóstann, en þetta
hefur enn ekki orðið alvarlegra en
það,“ segir hún. Læknirinn tók sýni
úr konunni og sendi til rannsóknar.
Í miðju útihlaupi
Konan er búin að vera veik af
flensunni í tæpa viku, en lét það lít-
ið aftra sér áður en hún fékk niður-
stöðu sóttvarnalæknis um að hún
væri smituð. „Sóttvarnalæknir sem
ég hef verið í sambandi við segir
að ég verði alveg laus við flensuna
um leið og ég hætti að finna fyr-
ir þessum einkennum, kvefi, hósta
og hálsbólgu. Þetta er allt á bataleið
núna,“ segir konan.
Hún segir að læknir, sem tók á
móti henni og skoðaði hana, hafi
verið rólegur og ekki séð ástæðu
til að grípa til sérstakra ráðstafana
á meðan hann skoðaði hana. „Mig
langar sérstaklega að taka fram að
læknirinn, sem tók á móti mér á
föstudeginum, sá ekki einu sinni
þörf á að taka upp hanska né setja
á sig grímu, því honum fannst svo
ólíklegt að þetta væri svínaflensan.
En, jú, ég fékk svo hringingu frá
sóttvarnalækni á mánudag í miðju
hlaupi við Nauthólsvíkina og hann
tilkynnti mér um jákvæðar niður-
stöður.“
Þurfti ekki Tamiflu
Það lýsir einna helst mildum ein-
kennum flensunar sem konan fann
fyrir, að hún var í miðju útihlaupi
þegar hún fékk fréttir um að hún
væri komin með svínaflensu. „Ég
hægði á mér og labbaði í samræmi
við hans ráð og í ljósi þess að maður
á að taka því rólega á meðan maður
er með þessa flensu. Þetta lýsir því
vel hversu mild svínaflensan er enn
hér á landi og algjör óþarfi fyrir fólk
að óttast þetta.“
Þó margir hræðist svínaflensuna
mikið sér konan jákvæðu hliðar
málsins: „Frekar ætti fólk að vilja
smitast núna sem fyrst svo það verði
ekki meðal þeirra hundraða sem fá
hana í haust og fá þá takmarkaðan
aðgang að lyfjum,“ segir hún.
Hún er hvergi bangin þótt hún
hafi smitast af flensunni sem hef-
ur verið á allra vörum síðan í vor.
„Á þessu tímabili hef ég verið stál-
hraust fyrir utan kvef, hósta og
hálssærindi. Ég fór tvisvar sinnum
út að hlaupa á þessu tímabili og ég
hef ekki þurft á svínaflensulyfinu
Tamiflu að halda.“
Kona á þrítugsaldri, sem smitaðist af
svínaflensu, segir almenning vera allt of
hræddan við flensuna. Konan hefur ekki
þurft lyf og segist vera stálhraust fyrir
utan kvef, hósta og hálssærindi
sKoKKar mEð
svínaflEnsu
„En, jú, ég fékk svo
hringingu frá sótt-
varnalækni á mánudag
í miðju hlaupi við Naut-
hólsvíkina og hann til-
kynnti mér um jákvæð-
ar niðurstöður.“
vAlgeir örn rAgnArsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
svínaflensa „Á þessu tímabili hef
ég verið stálhraust fyrir utan kvef,
hósta og hálssærindi.“ Myndin er
sviðsett og tengist fréttinni ekki.
Mynd PHoTos.coM